Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 14
14 VÍSIR. Föstudagur 17. október 1975. LÍF OG LIST UM HELGINA Stórmyndir og njósnamyndir Atriði úr myndinni Tommy þar sem móðir Tommys er Ilflátin. Um helgina gefst bíó- gestum færi á að sjá tvær bíómyndir þ.e. Tommy og The Sting sem er endur- sýnd. Annars er úrvalið ekki stórbrotið, nær eingöngu njósna- og hasarmyndir. Tónabió hefur nýlega hafið sýningar á myndinni Tommy, gerð eftir samnefndri rokk- óperu sem samin var af Peter Townshend og The Who. Myndin er öll hin stórbrotnasta og auk þess fékk Tónabió sérstök hljómflutningstæki send með myndinni þannig að hátölurum er komið fyrir alls staðar um- hv.erfis biógesti. Laugarásbió heldur áfram endursýningum á The Sting sem sýnd var hér i fyrra við fádæma vinsældir. Aðsókn að myndinni hefur einnig verið góð núna og er vist að margir sem sáu hana i fyrra láta hana ekki fara fram hjá sér núna og sjá hana aftur. önnur bió sýna flest njósna- og sakamálamyndir t.d. heldur Háskólabió áfram sýningum á myndinni Sér grefur gröf þótt grafi sem fjallar um njósnir og gagnnjósnir og kaldrifjaða morðáætlun eins og segir i aug- lýsingu. Austurbæjarbió er með myndina Leigumorðinginn sem hefur það fram yfir flestar álika að vera leikin af frábærum leik- urum. Hún fjallar um tilraunir bandarikjamanna til að draga úr innflutningi heróins til Bandarikjanna, en myndin ger- ist að mestu leyti hérna megin hafsins. Stjörnubió sýnir Hver er morðinginn? Hún er itölsk að uppruna með ensku tali og segir i gagnrýni um myndina að hún sé reglulega spennandi en end- irinn sé fremur ódýr. Efnið fjallar um eltingaleik lögreglu við stúlknamorðingja en að lok- um er það utanaðkomandi aðili sem bjargar málunum og morðinginn hlýtur makleg málagjöld. A morgun hefjast sýningar á nýrri mynd i Nýja Biósem nefn- ist Sambönd i Salzburg. Hún gerist i heimsstyrjöldinni siðari og fjallar um njósnir. Aðalleik- arar myndarinnar eru Barry Newmann og Anna Karina. Myndin er amerisk. Hafnarbió hefur þann heiður þessa vikuna að vera eina bió- húsið sem ekki bannar börnum aðgang að sýningum sinum. Að visu er aðgangur bannaður að- eins innan tólf ára i tveimur bió- um. Hafnarbió heldur áfram sýningum á Steptonfeðgunum sem eru hinu skritnustu karlar. Hún er ensk og sennilega fær breski húmorinn að njóta sin á tjaldinu i Hafnarbiói þessa dag- ana. Bæjarbió i Hafnarfirði sýnir Sugarland atburðinn sem sýnd var i Laugarásbiói. Hún fjallar um ung hjón sem heyja baráttu við bandarisku barnaverndar- nefndina, en hún hefur tekið barn þeirra hjóna. Þau beita ör- væntingarfullum aðferðum til að ná aftur til sin barninu. — Vonandi heldur Bæjarbió áfram á þeirri braut að taka áfram til sýninga myndir sem ekki hafa verið sýndar i Reykjavik, smbr. öskudagur með Liz Taylor. RJ Hjörleifur Sigurðsson, forstöðumaöur Listasafns ASI, ásamt nokkr- um listaverkanna sem frú Margrét Jónsdóttir færði safninu að gjöf. nokkrarkritarmyndir, teikningar og vatnslitamyndir. Meðal höfpnda eru margir af- merkustu myndlistamönnum þjóðarinnar en flest verk eiga þarna Nina Tryggvadóttir, Jó- hann Briem, Benedikt Gunnars- son, Einar G. Baldvinsson og Val- týr Pétursson. Með elstu mynd- unum er mynd eftir Ninu frá ár- inu 1940 en þær yngstu eru eftir Valtý Pétursson, Arna Finnboga- son og Einar G. Baldvinsson, sem bættust við safnið nýlega. Sýningin stendur i Listasafni ASl frá 18. okt.-2. nóv. og er opin alla virka daga frá kl. 15-18 en Einstœð listaverkagjöf frú Margrétar Jónsdóttur til Listasafns ASÍ Á morgun kl. 15 veröur opnuðá Listasafni A.S.i., Laugavegi 31 sýning á listaverkagjöf sem ekkja Þórbergs Þórðarsonar, frú Margrét Jóns- dóttir hefur fært safninu að gjöf. Listaverkagjöf frú Margrétar er nærri einstæð i sinni röð en hún færir safninu 36 listaverk, lang- flest oliumálverk, en einnig eru laugardaga og sunnudaga frá kl. 15-22. Ráðgert er að Hjörleifur Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins, gangi með gestum um sýninguna þau tvö fimmtudags- kvöld, sem sýningin verður opin. Málverkunum komið fyrir f féiagsheimilinu að Kræklingahlfð. Haust 1975: Myndlistar- sýning 14 listamanna ó Akureyri Sl. fimmtudag var opnuð mál- verkasýning, Haust 1975, I Kræklingshlið, sem er félags- heimili Glæsibæjarhrepps. Er þetta samsýning 14 lista- manna, 7 frá Akureyri og 7 frá Reykjavik. Sýningin hefur það markmið m.a. að tengja saman myndlistarstarf Akureyrar og Reykjavikur og efla enn frekar hraðvaxandi myndlistaráhuga á Akureyri og I nágrenninu. Annað markmið sýningarinn- ar er að safna fé og stofna sjóð til þess að byggja upp góðan og hentugan sýningarsal á Akur- eyri. Enginn sýningarsalur er i bænum, en slfkan sal verður að telja nauðsynhverjum kaupstað ef menningarlif á að blómgast með eðlilegum hætti. A sýning- unni er tekið við frjálsu fram- lagi ’sýningargesta til málsins og fjölmörg fyrirtæki hafa veitt málinu stuðning. A sýningunni eru 41 verk i oliu, akril og oliupastel. Þeir sem sýna eru: Aðalsteinn Vest- mann, Baltasar, Gisli Guð- mann, Hallmundur Kristinsson. Helgi Vilberg, Hringur Jóhann- esson, Jóhannes Geir, Jónas Guðmundsson, Kjartan Guð- jónsson, Öli G. Jóhannsson, Val- garður V. Stefánsson, Veturliði Gunnarsson, örlygur Sigurðs- son og örn Ingi. Um helgina verður sýningin opin sem hér segir: Föstudag kl. 18-22, laugardag og sunnu- dag kl. 14-22 og mánudag kl. 18- 22. Allar myndirnar á sýning- unni eru tií sölu. Pelsverk og antík leirtau á flóamarkaði á Hallveigarstöðum Félag einstæðra for- eldra heldur flóamarkað sinn í báðum sölum Hall- veigarstaða laugardag 18. okt. og hefst hann kl. 3 eftir hádegið. Þar verður á boðstólnum mikið úrval af nýjum og notuðum varn- ingi, leikföng, fatnaður, leirtau, bækur, hljómplötur, matvara, út- varpstæki, pelsar og barnarúm, barnavagn, ryksuga o.m.fl. Allur ágóði rennur i húsbygginga^og styrktarsjóð F.E.F. Þar sem okkur lék forvitni á að vita meira um þennan flóamark- að ræddum við stuttulega við Jó- hönnu Kristjónsdóttur, formann Félags einstæðra foreldra. Hvernig er verðið á þessum hlutum sem þið hafið á boðstóln- um? .— Svona fyrsta hálftimann er yfirleitt fast verð á hlutunum, en siðan fer fólk að prútta og getur prúttað niður i nánast ekki neitt. — Við verðum með á boðstóln- um alls kyns antik leirtau og ekta pelsverk og það verðleggjum við nokkuð hátt, en þó ekkert i likingu við það sem væri, ef hlutirnir væru i venjulegri verslun. En nýjan fatnað sem okkur hefur verið gefinn hjá heildsölum selj- um við á svona 30% af útsölu- verði. Það er stórkostleg lifsreynsla að fara á flóamarkað, sagði Jó- hanna að lokum. Ballhúsin um helgina Þá eru það skemmtistaðirnir um helgina. Hótel Saga: Atthagasalurinn verður lokaður um helgina vegna einkasam- kvæma. Súlnasalur: Hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar leikur ásamt söngkonunni Þuriði Sigurðar- dóttur. Glæsibær: Hljómsveitin Asar leika um helgina. Þjóðieikhúskjallarinn: t kvöld og annað kvöld leika Skuggar. Tónabær: Pelican i kvöld og Haukar annað kvöld. Tjarnarbúð: Eik i kvöld og Dögg annað kvöld. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi um helgina og á sunnu- dagskvöld verður skemmti- kvöld að venju. Lindarbær: Hljómsveit Rúts Kr. Jóhannessonar leikur gömlu dansana á laugardagskvöld eins og vanalega. Ingólfs-café: Gömlu dansarnir, hljómsveit Garðars Jóhanns- sonar. Ungó i Keflavik: Paradis i kvöld. Stapi: Júdas annað kvöld. Festi: Hljómsveit Þorsteins Gunnarssonar leikur annað kvöld, Gylfi Ægisson skemmtir. Hvoll: Paradis leikur annað kvöld. óðal: Diskótek um helgina. Sesar: Diskótek um helgina. Klúbburinn: I kvöld leikur hljómsveit Guðmundar Sigur- jónssonar og hljómsveit Þor- steins Guðmundssonar frá Sel- fossi. Annað kvöld leikur hljóm- sveit Guðmundar einnig ásamt Kaktus og á sunnudagskvöld verða hljómsveitirnar Kaktus og Eik. Hótel Borg: Hljómsveit Arna Isleifs ásamt söngkonunni Lindu Walker. Sigtún: Pónik og Einar skemmta i kvöld og annað kvöld, en á sunnudaginn verða Drekar og gömlu dansarnir Þrjú leikhús í gangi Þjóöleikhúsið: Stóra sviðið: 1 kvöld verður sýning á Þjóðnið- ingnum. Laugardags- og sunnu- dagskvöld verður sýning á Sporvagninum Girnd. Kl. 15:00 sunnudag verður sýning á Kardemommubænum. Litla sviðið: Frumsýning kl. 15:00 á morgun á barnaléikritinu „Milli himins og jarðar”. önnur sýning kl. 11 f.h. sunnudag. Ringulreið á sunnudagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur: 1 kvöld er sýning á Skjaldhömr- um annað kvöld einnig. Þrítug- asta sýning á Fjölskyldunni á sunnudagskvöld. Leikfélag Kópavogs: Sýnir söngleikinn Bör Börsson jr. i félagsheimili Kópavogs á sunnudagskvöld kl. 20:30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.