Vísir - 21.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 21.10.1975, Blaðsíða 1
VISIR Þriðjudagur 21. október 1975 — 239. tbl. NOKKRIR V-ÞYSKIR FIKRA SI6 INN í NÆTURMYRKRI Vestur-þýsku togararnir cru enn við sama heygarðshornið. Þcir fikra sig inn i myrkri nætur, en varðskipin reka þá burtu strax og sést til þeirra.— Seint i gærkvöldi og nótt eltust Aitona og tveir aðrir, sem minna varðskip við þrjá vestur-þýska hafa komið við sögu. togara djúpt útaf Breiðafirði. — Þar var enn á ferðinni togarinn Að öðru leyti hefur allt veriö með kyrrum kjörum. —AG „i túninu heima" heitir ný bók eftir Halldór Lax- ness, sem kemur út í dag. Blaðamaður og Ijós- myndari Vísis heimsóttu skáldið að Gljúfrasteini í gærkvöldi, tóku nokkrar myndir og ræddu við hann. Ný bók eftir Laxness í dag — Meðal annars var rætt um íslenskt mál og kvennafrí. — Sjá baksiðu. „Ekki eins góð og myndin um Thaikovsky, en Tommy er mynd, sem þú œttir ekki að missa af"- $jó bis. n Telur sig hafa fundið norrcenar rúnir í S-Ameríku Franskur mannfræðingur i Buenos Aires telur sig hafa fundið sannanir fyrir veru nor- rænna manna i Suður-Ameriku fimm öldum áður en Kolumbus fann Ameriku. Heldur hann þvi fram, að hann hafi við uppgröft rekist á rúnir norrænna manna á stein- um og leifar bæjarstæðis vikinga. — Sjá nánar bls. 6. „Við höfum ekkert frétt af þessum fundum, annað en það sem við höfum getað lesið hér i blöðunum,” sagði Þór Magnús- son, þjóðminjavörður, þegar Vfsir innti hann álits á þessum fullyrðingum mannfræðingsins i Buenos Aires. „Það er auðvitað engan dóm hægt að leggja á þetta af laus- legum fréttum. En fræðimenn á Norðurlöndum eru annars vanir að taka með mikilli varúð — svo að ekki sé nú meira sagt — stað- hæfingum manna vestanhafs um allar þær „stórmerkilegu uppgötvanir”, sem þeir hafa gert um ferðir norrænna manna” sagði þjóðminja- vörður. Verkfall í Háskól- anum í morgun... Stjórnvöld hafa gefið út rugl- andi yfirlýsingar til þess aö vilia um fyrir fólki. Við höfum margoft rekið okkur á að fólk heldur að búið sé að leysa námslánaþörf háskólastúdenta, en svo er alls ekki. Þetta sagði einn af fulltrúum stúdenta i samtali við Visi i morg- un er hann var spurður um stöð- una i lánamálum háskólastúd- enta. Verkfall hófst i þremur deildum i morgun. Nemendur I Verkfræöi- og raunvísindadeild, þjóöfélags- fræði og heimspekideild mættu ekki til kennslu i morgun. Þess i stað mættu ýmsir nemendanna til verkfallsvörslu þegar kl. 8 I morgun. Siðar i dag hafa verið skipu- lagðir baráttufundir þar sem rætt verður um ný fram komið fjár- lagafrumvarp og stöðuna i náms- lánunum. —EKG Hvað er að gerast á Grundartanga? llvað er að gerast á Grundar- tanga, þar sem unnið er að undir- búningi að byggingu Járnblendi- verksmiðjunnar? Er verkið að fara f kaldakol, vegna stórskulda verktakans viö vinnuvéiaeigend- ur? Tólf vinnuvélaeigendur eiga inni tuttugu milljónir hiá Jóni V. Jónssyni verktaka. Þessi upphæð hefur safnast fyrir á einum og hálfum mánuði. Vinnuvélaeig- endur óttast að fá þetta fé ekki greitt. Þeir eru nú hættir vinnu á Grundartanga, þvi JVJ notar aö- eins eigin tæki til verksins. Lög- fræðingur JVJ upplýsti Visi um það I morgun, að þessar skuldir yrðu greiddar á næstunni. Ólga hefur verið meðal starfs- manna á Grundartanga vegna þess að þeim voru greidd laun með innistæðulausum ávisunum. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofu JVJ, olli ruglingur þvi að reikningurinn var talinn inni- stæðulaus, og ávisanirnar voru sendar frá bönkum á Akranesi til reikningsbanka JVJ. Aldrei kom þó til að ávisanirnar væru sendar til Seðlabankans, eins og fram kom i blaðinu i gær. Járnblendifélagið hefur greitt 80 milljónir til JVJ. Upphaflega var tilboð JVJ 120 milljónir, en vegna ýmissa viðbótarverkefna er búist við að verkið kosti 185 milljónir þegar þvi er lokið. 35 til 40 prósentum verksins er ólokiö. Dr. Gunnar Sigurðsson, for- maður stjórnar Járnblendifélags- ins, sagöi i viðtali við Visi i morg- un, að verktakinn hefðistaöiö við allar skuldbindingar gagnvart fé- laginu. Ekkert hefði komiö fram um aö hann gæti ekki lokið verk- inu. Gunnar sagði að JVJ skorti, eins og aöra, rekstrarfé. Hann hefði i byrjun þurft að fjármagna hluti sem ekki fengjust greiddir fyrr en eftirá. Gunnar sagði að lausafjárstaða JVJ hefði verið rædd hjá Járnblendifélaginu, en engin ákvörðun verið tekin. —ÓH Dýrasta Jónas Haralz svarar stofnun föstudagsgrein Vilmundar landsins - 33 - Sjó blaðsíðu 4 bylfOSOnar - Sjó blaðsíðu 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.