Vísir - 21.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 21.10.1975, Blaðsíða 7
VtSIR. Þriðjudagur 21. október 1975 cTVLenningarmál ... svo flókin persóna er þessi höfundur Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams Leikstjóri Gisli Alfreðsson Á bak viö mörg verk liggur eins konar þjóð- félagslegur sársauki, og stéttastríö er öðrum þræöi af slíkum toga. Hins vegar er rangt að líta svo á að mennta- skólakennarinn í Girndarvagni Tennessee Williams sé eins konar fulltrúi yfirstéttar, eins og ég sá í blaði nýverið. Miklu nær er að álíta, að væri menntaskóla- kennarinn t.d. íslenzkur og með þeim annmörkum taugaveiklunar, sem hann hefur í leikriti Willi- ams, væri hann í þeim stjórnmálaflokki íslenzk- um, sem leitar yf irstéttar sinnar í taugaveikluðum öreigum, séu þeir komnir af biskupi í tíunda lið. Williams er frá Missisippi, þvi suðurrikja Bandarikjanna, sem hvað mest ber yfirbragð þeirrar sögulegu tregðu, sem fylgdi i kjölfar þrælastriðsiná. Annað riki og enn tregara til aðlögunar er Georgia, þar sem annar frægur bandariskur höfundur fæddist, Erskine Caldwell. Báð- ir þessir menn hafa hvor á sinn hátt reynt að lýsa þeirri undar- legu lömun og frumstæðu við- horfum, sem fólk verður að bráð, sem á ekkert erindi við dag sinn, en lifir i ljóma góðrar ættartölu og hvitrar plantekru, sem ýmist er brunnin, hrunin eða komin i hendur hinna ætt- lausu. Keiluspil og bólfimi Likur eru oft til þess, að höfundar leggi frá sjálfum sér i þær persónur, sem þeir skapa, en geri þær jafnframt að tákni fyrir eigindir þjóðlifs. Svo er um Alexis Sorbas eftir griska rithöfundinn Nikos Kazant- zakis, Bjart i Sumarhúsum eftir Halldór Laxness og Blance Du Bois i þvi leikriti Williams, sem hér er til umræðu. Mennta- skólakennarinn missir siðustu sneiðar ættaróðalsins og greiðir með þeim dánarkostnað for- eldra og húsfólks, sezt siðan að i gistihúsi, eins og nokkurs konar Sadie Thompson, og sængar hjá gestum og gangandi. Með þessa fortið kemur hún i heimsókn til systur sinnar i New Orleans, sem fyrir löngu er flutt alfarin úr þvi umhverfi sársaukans, sem suðurrikin eru Blance Du Bois, búin að gleyma þvi að eítt sinn var til ættleggur og plant- ekra, sem skiptu máli, en hefur i þess stað tekið upp vigt samlif við frygðartröllið Stanley Ko- walski. Er þá komið að öðru dæmi, afganginum af banda- risku þjóðlifi, sem ástundar varahlutaverzlun, bjórdrykkju, keiluspil og aðdáun á bólfimi, innflutt frá hinu eða þessu 'hundsskinninu i Evrópu, þótt menn séu fæddir með nokkru stolti i Guðs eigin landi. Auðvitað er þetta einföldun málsins, en hún ætti að auð- velda skilning á forsendum svona verks. Hins er ógetið, og er það kannski öllu flóknara, þess lifs i verkinu, sem Williams sækir til sjálfs sin. Hann virðist hafa lifað ekki óliku tilfinninga- lifi og Blance Du Bois. Hann virðist einnig hafa haft mögu- leika til að vera kynvillingurinn,' sem hún giftist sextán ára. Svo flókin persóna er þessi höfund- ur. Hann er aftur á móti varla nokkurt brot af frygðartröllinu eða öðru þvi fólki, sem fyllir upp götumyndina við öngstrætið i New Orleans, þar sem enn einn harmleikurinn út af suðurrikja- hugtakinu á sér stað. Leikt jöldin fátækleg Nokkrir annmarkar eru á sýningunni, eins og gengur og gerist. Þeir eru hvorki meiri eða minni en vænta má. Þess er get- ið i leikskrá, i endurprentuðu viðtali við Williams, að hann hafi á einum stað séð Blance Du Bois fyrir sér sitjandi i stóli i bláum geisla frá tungli, sem féll Eriingur Gíslason I hlutverki Kolwalski og Margrét i hlutverki Stellu. á hana inn um glugga. Hvatir og óþreyttir menn hefðu reynt að herma þetta eftir með lýsingu á sviðinu. í stað þess er öðru hverju verið að varpa einhverj- um hlandgulum bjarma á svið- ið, og hjálpar hann litið til við þær skáldsýnir eða þau suður- rikjahughrif, sem þó tónlistin veitir, en hún er einhver örugg- asti ytri búnaður verksins. Mér skilst að Jón Múli hafi verið fenginn til að efla kynnin við Basin Street. Mánabirta hefði átt ólikt betur bæði við tónlistina og Blance Du Bois, enda óhætt að freysta hugsýnum skálda i eigin verkum, nema það eigi endanlega að afhenda málið i hendur rafmagnsstjórum. Um leiksviðstjöldin verður varla mikið sagt. Þau eru heldur fá- tækleg innan um mannlifsör- tröðina hjá Williams, og þýðing- in er kannski heldur mikið bók- mál á köflum, eins og þegar Blance Du Bois er látin segja: Ég er á barmi sturlunar. Gripur fólk bara ekki um höfuð sér og segir: Ég er að verða vitlaus? Leiksigur Þóru Friöriksdóttur Þóra Friðriksdóttir fer rheð hlutverk Blance Du Bois. Hún byrjaði á sviði fyrir einum tuttugu árum i hlutverki Billie Dawn i Fædd i gær. Hún hefur farið með mörg hlutverk, bæði stór og smá og gert margt vel. Ég hef séð hana i sumum þess- ara hlutverka og sumum ekki, og mér hefur fundizt að Þóra stækkaði janft og þétt sem leik- kona i gegnum tiðina. Lengi vel var eins og hún ætlaði ekki að losna við Bille Dawn. Hún lék hana bæði geyst og vel, og slik byrjandaverk geta verið hættu- leg, einkum vegna þess að áhorfendur og leikhúsgestir vilja stöðugt blanda leikaranum saman við slik stjörn'uverk. Þóra hefur fyrir löngu leikið sig fram úr Billie Dawn, og aðrar persónur hennar hafa orðið hug- stæðari þeim, sem sækja leik- hús að staðaldri. Með leik sinum i hlutverki Blance Du Bois hefur Þóra unnið umtalsverðan leik- sigur. Hún hefur með þessu hlutverki tekið sinn sess i fremstú rgð islenzkra leikara. Og þótt álltaf sé verið að finna að ýmsu hjá leikhúsunum, þá breyta þær aðfinnslur engu um þá staðreynd, að hin fremsta röð islenskra islenzkra leikara Róbert Arnfinnsson i hlutverki Mitch og Þóra i hlutverki Blance Du Bois. Þóra Friftriksdóttir og Margrét Guðmundsdóttir i hlutverkum sinum i leikritinu „Sporvagninn Girnd.”. henni mest ætlað að svara ,,pá tiltale”, og auðveldar það eng- um leikara að brjótast út úr hlutleysi áreitnislausrar orð- ræðu. En Margrét ris yfir þetta meinleysi og verður virkur þátt- takandi i harmleiknum. Fram- koma hennar er eðlileg og fram- setningin skýr og sannfærandi, og eftir þvi sem liður á sýning- una eflist hún að þrótti og áræði, sem hlifskjöldur systur sinnar og eftirlæti eiginmannsins mitt i allri sambýlisgrimmdinni. Erlingur Gislason fer með hlutverk Stanley Kowalski. Þetta er vanþakklátasta hlut- verk sýningarinnar, en Erlingur dregur hvergi af sér. William hefur dregið þessa persónu upp grófum, sterkum dráttum og gert hana að eins konar frum- manni, m.a. til að þjóna undir orðræður Blance. En Erlingur er engin önnur fiðla á sviðinu, þegar þvi er að skipta, og þau eiga það bæði sammerkt, Mar- grét og Erlingur, að þau tefla þvi sem þau eiga fram á móti stjörnuleik Blance. Það vottar aðeins fyrir þvi á stöku stað hjá Erlingi, þegar frummennskan er i hvað hæstum gangi, að bregði fyrir bulluskap meira i ætt við þrekið ris en það heilaga réttlæti, sem felst i þvi að vera innfæddur amerikumaður með aðra höndina á réttlætinu. Róbert Arnfinnsson leikur Mitch, undirfurðulegan hlunk, sem hrifst af þessari „southern belle”, en setur sig siðan á háan hest, þegar hann fréttir að hún hafi legið með öðrum. Það var auðvitað, að Williams hlyti að koma að persónu, sem fulltrúa fyrir smáskitlega siðfræði. Það er eins og Róbert lifi sig inn i hlutverkið þegar hann byrjar að drattast i kringum Blance með hausinn undir sér, fullur af súr og vonzku yfir þvi að aðrir skyldu hafa verið á undan. Það liggur við gamanleik hjá hon- um, þegar á bak við stendur sú skoðun fábreytingsins, að hrein- ar meyjar skuli handa huldu- hrútum einum. Með minni háttar hlutverk fara þau Bryndis Pétursdóttir og Bjarni Steingrimsson sem hjónin á loftinu, Flosi Ólafsson sem spilafélagi, Guðmunda Eliasdóttir sem blökkukona, Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem blómasölukerling, Kristinn Karlsson sem bréfberi, og lækni og hjúkrunarkonu leika Ævar Kvaran og Auður Guðmunds- dóttir. Ekkert er nema gott eitt að segja um leik þessa fólks, og það á sinn þátt i þvi að skapa verkinu eðlilega umgjörð og staðsetja það i mannlifi, sem veitir ekki marga kosti, en fyrirgefur þeim mun meira. er batteri, sem menn bera virð- ingu fyrir, atvinnufólk, sem kann miklu meira til verka en hægt er að afgreiða yfir kokteil- glasi á einni kvöldstund. Aörir leikarar Margrét Guðmundsdóttir leikur Stellu Kowlaski, þennan hluta heilbrigðar skynsemi, sem hvorki dregur dæmi af sársauka suðurrikjanna, né læt- ur sig alfarið á vald frygðar- tröllsins og varahlutasalans. Margrét fellur vel að hlutverk- inu. Frá höfundarins hendi er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.