Vísir - 21.10.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 21.10.1975, Blaðsíða 11
Njósnarar og morðingjar.... Háskólabió The Internecine Project (Sér grefur gröf þótt grafi) Bresk, 1974. Njósnamyndir tröllriða bióhúsunum i borginni þessa dagana. Það væri i sjálfu sér allt i lagi ef þær væru ekki eins fj.... lélegar og raun ber vitni um. TIP fjallar um bandariskan efnahagsráðunaut, sem starfar i Bretlandi og hefur þar komið upp njósnakerfi. Einn dag kem- ur háttsettur bandarikjamaður til sögunnar og býður þessum samlanda sinum glæsilega stöðu við hægri hönd forsetans. En til þess að hlotnast þessi staða þarf hann að uppræta fjóra menn sem eru uppistaða i njósnakerfinu. Hannhugsarupp „kaldrifjaða morðáætlun” eins og segir i auglýsinguog kemur þvi þannig i kring að þessir fjórir menn drepa hver annan. Siðan gengur myndinút á það hvernig þessi áætlun gengur fyrir sig. Hún er hin hugvits- samlegasta, nema eitt morðið, þar sem hamar er notaður sem morðvopn. Myndin er öll hin langdregn- asta og nánast engin spenna i henni. Aætlunin er nefnilega einum of fullkomin og gengur of snurðulaust. Það er ekki fyrr en i lok myndarinnar sem hægt er að sætta sig við það að greiða næst- um tvö hundruð krónur til að fá aö komast inn, þvi endirinn er bæði skrambi góður og óvæntur (þóhlaut aðkoma að þvi að aðal skúrkurinn hlyti makleg mála- gjöld) Það er þokkalegt til þess að vita að bandarikjastjórn hafi aðra eins bakhjarla og þarna koma fram i myndinni, þvi það eru nánustu menn forsetans sem ráðleggja efnahagsráðu- nautnum að kála njósnasam- starfsmönnum sinum. Ef þessir menn gefa raunsanna mynd af starfsliði forsetans þar, þá er ekki lengur skritið hvers vegna mál eins og Watergate-málið skyldi verða til! James Coburn og Lee Grant i hlutverkuin sinum í myndinni ,,The Inrcnice Project”. James leikur aðal-skúrkinn sem hefur þaö aö markmiði að drepa alla samstarfsmenn sina i njósnanetinu tii að hljóta stöðuhækkun, en Lee leikur blaðakonu sem er ekkert nema tortryggnin uppmáluð. Fantasíuœvintýrið Tommy Tónabíó TOMMY Bresk, 1975. Framleiðendur: Robert Stig- vvood og Ken Russell, sem auk þcss skrifaði handrit og leik- stýrði myndinni. KVIKMYNDIR Umsjón: Rafn Jónsson sleppur sjálfur naumlega og nú er hann raunverulega frjáls. Þessi mynd er sambland af ævintýrinu, fantasiunni og raunveruleikanum. Spegillinn gegnir miklu hlutverki i mynd- inni, i honum er fólginn sá mátt- ur sem leysir Tommy úr álaga- fjötrinum. Atrúnaðurinn á kúluspilið finnst mér endur- spegla blekkinguna sem allir lifa i, hin hryllilega blekking sem menn sökkva sér niður i til að gleyma veruleikanum. Enda eru það peningaáhyggjur sem splundra „guðdóminum” þvi hann reynist mönnum brátt of dýr. Taka þessarar myndar er frábær. Notkun linsa er á viö margar kennslustundir i myndatöku og ofanitökur eru skemmtilegur, sbr. atriðið með eiturdrottningunni. Ken Russel er sérfræðingur i að beita myndavélinni — eða láta beita henni — til að framkalla sér- staka tilfinningu hjá áhorfend- um og tengja myndina tónlist- inni, þótt mér finnist það ekki hafa tekist eins vel og i mynd- inni „Lif og losti”. Einu var ábótavant, hljóm- flutningskerfinu i bióinu. Kvik- myndin var „quintofónisk” þ.e. tekin upp á fimm rásum og er hátölurum komið fyrir viðsveg- ar I kvikmyndahúsinu. En það vantaði alla dýpt i tónlistina. Hún var hálf-hjárænuleg, næst- um eins og gamall stereofónn inni f stofu. En hitt er annað mál aö það var gaman að hlusta á tónlistina komaúrfimm áttum. TOMMY er mynd sem þú ætt- ir EKKI að missa af, ef þú hefur gaman af þvi að fara i bió á annað borð. — RJ. Frank, stjúpfaðir Tommys (leikinn á frábæran hátt af Oliver Reed) og Nora (leikin af Ann-Margaret) reyna ýmsar leiðir til að lækna Tommy). Lítill kassi — i lélegri mynd Nýja bió Sambönd i Saizburg Bandarisk. Þessi mynd fjallar i stórum dráttum um baráttu sovésku leyniþjónustunnar og þá banda- risku, israela, breta og nasista, um kassa sem hefur að geyma leyniskjöl með upplýsingum um fyrrverandi nasista og uppljóstrara þeirra. Allir þessir aðilar hyggjast ætla að notfæra sér innihald kassans á einn eöa annan máta. Með þessum efni- við er reynt að byggja upp spennu sem tekst hörmulega illa. Menn eru drepnir unnvörp- um, en það er ekki gæöastimpill á myndina. Söguþráðurinn er mjög flókinn og lélegur og klaufalegar klippingar þreyta augað, leikurinn af þeirri tegundinni sem fær menn til að sjá eftir að hafa ekki keypt meira poppkorn svo maður hefði eitthvað við að vera. Eini ljósi punkturinn er landslagið sem er bæði stórbrot- iö og tignarlegt. Svissnesku Alparnir standa alltaf fyrir sinu, einnig I kvikmynd sem þessari. Að lokum má svo geta þess, að til að auka á leiðindin, sem voru þó nægileg fyrir, voru tvö hlé fyrir utan hið heföbundna hlé sem menn eiga að venjast. Ken Russell hefur gert nokkr- ar tónlistarmyndir, s.s. mynd- ina um Frans Liszt, Mahler, Thaikovsky o.fl. Myndin um þann siöastnefnda var sýnd i Tónabíói fyrir nokkrum árum og ég verð að segja að hún hafði mun meiri áhrif á mig heldur en TOMMY. Hún var að mér fannst, miklu heilsteyptari og vinnsla hennar betri, t.d. samræming tónlistar og mynd- ar. Hitt er svo aftur annað mál, að það eina sem þessar myndir eiga raunverulega sameiginlegt er tónlistin og stifært ævisögu- formið. TOMMY fjallar um ungan dreng sem fær lost þegar hann sér föður sinn drepinn og missir þess vegna sjón, heyrn og mál. Hann vex svo upp i algjöru myrkri og þögn. Móðirin og stjúpi reyna ýmislegt til lækn- inga, m.a fer stjúpi hans með hann til „eiturlyfjadrottningar- innar”. Þar öðlast hann litinn hluta sjónarinnar eða skynjunarinnar og sér sjálfan sig I spegli i rauðum bjarma. Eftir illa meðhöndlun eins frænda sins sér hánn sig f bláum bjarma. Siðan renna þessir tveir svipir saman I einn hvit- glóandi hnött, sem hann eltir út I skrangarð nokkurn. Þar hverf ur honum sýnin þegar hann er staddur við kúluspilsvél. Hann tekur að leika á vélina af óvæntri snilli (Áður en langt um liður er Tommy orðinn heimsfrægur kúluspilaleikari Tommy i „meöferð” hjá „eitur- drottningunni”. og fjármunirnir streyma inn. Einn daginn hrindir móðir Tommys honum inn i spegil, þar sem hann hafði verið að stara á sjálfan sig og þá fellur af honum álagafjöturinn og hann öðlast aftur sjón, heyrn og mál. Múgurinn flykkist i kringum hann hann hrópar: Fylgið mér Ég er undrið! — Hann segir fólkinu að trúa á sig og kúlu- spilsvélina, allir leika kúluspil uns einn dag að menn uppgötva að þetta var allt saman blekk- ing. Þá drepa þeir móður Tommys og stjúpa, en Tommy Nóra, móöir Tommys, fer meö hann á samkomu hjá trúarlækni, þar sem aðallækningarmátturinn er fólginn i átrúnaöi á Marilyn Monroe, sem Tommy brýtur. Trúarlæknirinn er lengst tii hægri (leikinn af Eric Clapton) og fyrir aftan hann eru tveir meölimir The Who, John Entivhistle og Pete Townshwnd sem samdi rokkóperuna um Tommy. cTVIenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.