Tíminn - 29.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1966, Blaðsíða 5
LAUGARÐAGUR 29. október 1966 TIMINN s Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvíomdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb)s Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karisson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af. greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Lánsfjárhöftin Undanfarið hefur verið rætt nokkuð á Alþingi um lánsfjárskort þann, sem íslenzkir atvinnuvegir eiga nú við að búa og stafa af því, að Seðlabankinn hefur að frum kvæði ríkisstjórnarinnar gripið til sparifjárfrysting- ar í stað þess að fullnægja eðlilegri lánsþörf at- vinnuveganna, eins og lög gera ráð fyrir. Tveir ráðherr- ar, Gylfi Þ. Gíslason og Jóhann Hafstein, hafa tekið þátt í þessum umræðum og reynt að halda því fram, að það væri blekkingar einar, að hér sé um lánsfjárhöft og láns- fjárskort að ræða. Stjórnarblöðin hafa tekið undir þenn- an málflutning og gerzt m. a. stórorð um, að Þórarinn Þórarinson hafi gerzt sekur um stórfelldar blekkingar í þessu sambandi. Svo illa tókst hins vegar til hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, þeg- ar hann ætlaði að sanna blekkingarnar á Þórarin, að hann sýndi óvart fram á, að lánsfjárhöftin eru enn stórfelldari en Þórarinn hafði haldið fram. Þórarinn sýndi fram á. að heildarútlán viðskiptabankanna hefðu aukizt um 111% frá 31. des. 1959 til 31. desember 1965, en á þeim tíma hefði rekstrarkostnaður fyrirtækja alltaf aukizt um 150—170%. Gylfi Þ. Gíslason hélt því fram, að eðlilegra væri að gera samanburðinn við árslok 1958 og komst síð- an að þeirri niðurstöðu, að heildarútlán bankanna til sjávarútvegs og landbúnaðar hefðu aukizt á þessum tíma um 99%. Sést bezt á þessu, þegar aukinn rekstrarkostn- aður atvinuveganna er hafður til hliðsjónar, hve stórum hlutfallslega minni þjónustu bankarnir veita atvinnuveg- unum nú en þeir gerðu 1958. Jafnhliða því, sem Seðlabankinn hefur skert útlána- getu viðskiptabankanna með sparifjárfrystingunni hefur hann sjálfur dregið stórkostlega úr þjónustu sinni við atvinuvegina. þegar tillit er tekið til aukins rekstrarkostn- aðar þeirra- Upphæð víxla, sem Seðlabankinn hefur end- urkeypt va rtil jafnaðar 841 millj. kr. á síðastl. ari, á móti • 557 millj. árið 1958, 771 millj. árið 1959 og 844 millj. kr. árið 1960. Það er á þennan hátt, sem lánsfjárhöftn hafa verið búin til. Það eru þau, sem valda því, að stöðvun vofir yfir fjölda vel stæðra fyrirtækja vegna lánsfjárskorts og að framleiðniaukning atvinnuveganna hefur verið sáralítil seinustu árin, þrátt fyrir allt góðærið. Gjafir eru yður gefnar í ítarlégri framsöguræðu, sem Helgi Bergs flutti við 1. umræðu um frumvarp Framsóknarmanna í Efrideild um aukið é til vegasjóðs og sagt heur verið rá hér í blaðinu sýndi hann fram á að þjóðinni myndi sparast hundruð milljóna árlega í minnkuðu sliti og eyðileggingu á farar- tækjum sínum við lagningu þeirra 350 km hraðbrauta- sem nú ber að telja í hraðbrautarflokki samkv. vega- lögum- Falsanir og blekkingar, segir Morgunblaðið. Helgi tek- ur ekki tillit til þess sparnaðar sem þegar er orðinn af hinu ágæta gatnakerfi í Reykjavík. Skyldi sá fjöldi Reykvíkinga sem býr í úthverfum Reykjavíkur við þær forarvilpur, sem þar eru nefndar götur ekki vera þakklátur? Skyldu Vestlendingar, Sunn lendingar og íbúar úthverfa og nágrannabæja höfuðoorg arinnar sem hafa beðið lagningar Vesturlandsvegar Suð- urlandsvegar og hraðbrautanna umhverfis Reykjavik með óþreyju ekki vera þakklátir fyrir þá ábendingu að þeir geti sparað tæki sín með því að aka um götur Reykja- víkur? Frede Madsen, fréttamaður Politiken: íbúar Tasjkent hafa ekki látið náttúruhamfarirnar buga sig Unnið er dag og nótt við að endurbyggja borgina RYKINU í Tasjkent gleymi ég aldrei. Mann svíður í augun og tekur í slímhknnurnar í nefinu eins og af sterku, ert- andi, austurlenzku kryddi. Þetta hvítgráa og kanelbrúna duft liggur alls staðar, rýkur upp í sveipum við hvert fót mál og þyrlast í mekki undan öllum ökutækjum, sem á ferð eru. Því hefur verið haldið fram um Tasjkent, að þar sé ávallt heiður himinn og sól- skinsdagar jafn margir og í Egyptalandi. Nú hefir rykið öll völd í lofti yfir höfuðstað Uzbekistan og hefir haft síðan í jarðskjálftanum mikla 26. apríl í vor. Það hvílir ein,s og ábreiða yfir eyðilögðu borgar- hverfunum og byggir fyrir sól ina. Ægilegur jarðskjálíti hæfði fimmtu stærstu borg Sovétríkj anna í hjartastað árla þennan aprílmorgun. Jarðskjálftinn átti upptök sín beint undir miðri borginni og jarðskjálfta- mælarnir sýndu styrkleikann 7,5. En náttúruöílin eyddu ekki allri orku sinni í þessari einu lotu. Síðan eru alltaf af og til hræringar í jarðlögum undir Tasjkent. Það drynur í djúpunum og yfirborðið titrar, en styrkleiki jarðskjálftans hef ir ekki náð nema fjórum og þaðan af minna. 650 kippir hafa mælzt síðan þennan örlagaríka aprílmorg- un og halda efalaust áfram enn um sinn. íbúar borgarinn ar vita, að jörðin dúar undir fótum þeirra. og það hafa þeir raunar vitað öldum saman. En meira þarf en eitt rothögg til þess að gera út af við jafnaðar geð íbúanna gagnvart náttúru- hamförum. Þeir eru um millj- ón að tölu og frægir fyrir þetta * æðruleysi sitt. Dagurinn, beg- ar jarðskjálftarnir byrjuðu jg allt borgarstæði Tasjkent hrist ist og skalf, var ekki einu sinm að kvöldi kominn, þegar íbúar borgarinnar streymdu þúsund- um saman til íþróttavailaríns til þess að horfa á fcriaU- spyrnukeppni milli fyrstu deild ar liðs borgarinnar og knatt- spyrnuflokks frá Minsk. íþróttaáhugi er mikiil i þess- arri borg, sem er ein af mikil vægustu og annasömustu iðn- aðar- og verzlunar-miðstöðvum Mið-Asíu. Líf borgarinnar geng ur sinn gang- Rykið frá rústun- um, þar sem annrík miðborg- in stóð þar til fyrir hálfu ári. byrgir útsýn til himins, fyllir vit manna og sérhverja svita- holu, en samt ólgar lífið og sýður á breiðum götum og torgum. bæði í gamla oorgar hlutanum og þeim nýja Misskunnarleysi evðileggingar- innar virðast hafa aukið á at- hafnarsemina. ÞEGAR gengið er um þá hluta rasjkent-borgar. sem harðast urðu úti, blasa hvarvetna við merkin um misskunnarlausa. eyðileggingu jarðskjállftans. f fyrstu, öflugu kippunum hnindu hinar gömlu bygginga' hvort sem þær voru ein hæð eða margar hæðir. Dagar þeirra voru þar með taldir. Af þeim er ekki annað eftir en marg- vísleg rústahrúga, endalaus beðja rambandi og hruninna hluta, þyrpingar sprunginna, húsa, furðulegra ásýndum, brotnar línur hrunsins blasa hvarvetna við, hrúgur af muln ingi og brotnu timbri, opnar gluggatóftir og rifin gólf, aMt í einu sér inn í og gegn um þaklausa stofu og auga festir ekki á neinu néma ömurleika auðnarinnar. Tré og runnar standa enn rótum í ótraustri jörðinni, en grænka þeirra er gengin. Rykið lykur um allt og í bakgörðum standa beina- grindur jurta, þaktar hvítri loðnu af ryki. Erfitt er að koma tölium yf- ir tjón af náttúruhamförum, en samkvæmt yfirlitinu, sem borgaryfirvöldin hafa tekið saman um ósköp þau, sem dundu yfir Tasjkent 26. apríl klukkan 5,23 árdegis, og eftir- köst þeirra, eyðilögðust íbúðar hús með 85 þúsund íbúum og 68 þúsund fjölskyldur misstu ekki aðeins húsaskjól sitt, held ur meginhluta eigna siiyia og búslóðar. Flest hinna hrindu húsa voru byggð úr sóiþurrk- uðum steini, en ekki brennd- um múrsteini, og þakin hálm- blandaðri múrskel. TASJICENT þýðir „steinborg inn“. Þannig litu tjaldbúar eyði merkurínnar á hana, en þeir höfðu öld eftir öld lagt leið sína til þessarrar stækkandi borgar i vininni. En nú er hin hefðbundna byggingaraðferð undir lok liðin. Á rústunum rís ný Taskjent, byggð sam- kvæmt kröfum samtímans, og hreinsun rústanna sækist vel. Mjög mörg hús skemmdust mikið en stóðu þó, og brýn- asta bráðabirgðaviðgerð hefir farið fram á þeim, sem húsa- skjól gátu veitt. Nýleg stórhýsi hrundu ekki í hamförunum, en allir veggir eru meira og minna sprungnir eftir jarð- hræringarnar og sumar rifurn ar gapa við- Umfaugsmiklar viðgerðir eru óhjákvæmilegar. Við húsagerð í Tasjkent síð- ustu árin naut árangurs rannsókna í byggingatækni og þær rannsóknir hafa aukið verulega á öryggi gegn áföll- um af jarðskjálfta. Nýjustu húsin stóðust raun- ina. Hin forna aðferð. að hlaða hús úr sólþurrkuðum steini. er úr sögunni í Tasjkent og öðr- um borgum á jarðskjálftasvæð inu í Mið-Asíu. í framtíðinni verður einvörðungu byggt úr verksmiðjunnum húshlutum, mjög traustlega samtengdum, og margra hæða hús reist á stauragrunni. en hann hefir reynzt standast jarðskjálfta oet ur en allt annað. TASKJENT hefir notið að- stoðar allra Sovétríkjanna sið an eyðileggingin iundi yfir Hermenn og sjálfboðaliðar hóf ust undir eins handa við ruðn- ing. Heil borgarhverfi em jöfn uð við iörðu skipulega. Ýtur og verkamenn byrja á öðrum endanum og látlaus straumur vörubíla flytur burt leyfar hinna gömlu híbýla. Stór svæði hafa verið rudd í miðborginnL Þau bíða þama eins og eyði- mörk, þakin fetþykku ryklagi, milii hinna nýlegu húsa, sem enn standa. Miðborgin í Tasjk- ent verður byggð að nýju og íbúðarhús og önnur hús verða marglyft, allt að seytján hæð- um. Endurbyggingunni er hrað- að mjög og þegar er búið að koma upp húsnæði yfir 50 þúsund fjölskyldur. Þetta er rneira en tveir þriðju þeirra, sem harðast urðu úti í jarð- skjálftanum. Sovétlýðveldin hafa stofnað til keppni um þátttöku í uppbyggingunni og framlag þeirra er gjöf til höf- uðstaðar Uzbekistan, sem af- hroðið beið. Rússneska lýðveldið hefir tek ið að sér að reisa íbúðarhús- næði að grunnfleti 330 þúsund fermetra, Ukranía byggir 160 þúsund fermetra, Hvíta-5úss- land 25 þúsund fermetra og önnur lýðveldi leggja að mörk um svipuð framlög. Sambands stjórnin í Moskvu leggur einn- ig fram styrk við að bæta úr eyðileggingunni. Enn verða þúsundir borgarbúa að sætta sig við að búa í sexmanna her- tjöldum, sem reist hafa verið á torgum, í görðum og á hreins uðum húsgrunnum, en meira en 70 þúsund manns stanfar að nýbyg'gingu íbúðarhúsa. GEGNUM rykmökkinn, sem jarðýturnar þyrla upp, má greina byggingarkranana, sem eru að verki á þeim svæðum, sem þegar er búið að ryðja. Unnið er við nýbyggingarnar nótt sem dag. Nýir söluturnar standa í röðum meðfram stíg- um og strætum, þar sem stór og smá verzlunarhús lirundu til grunna. Lífið heldur áfram sinn gang og þrátt fyrir alla eyðilegginguna létu ekki nerna 40 manns líf sitt í jarðskjálft- anum í Tasjkent. Þúsundir fjölskyldna hafa, verið fluttar til annarra borga, en hefir verið heitið að þær fái að hverfa heim þegar hús- næði verði til handa þeirn. Að ári liðnu á að vera búið að má út öll merki eyðileggingar- innar. Morgun einn gekk ég um rústir borgarhverfis, sem virt- ist vera mannlaust og autL En út úr húsarúst einni, er lappað hafði verið upp á, kom kona. Hún var að leggja af stað til vinnu sinnar og var vel búin. Þegar hún var komin út úr hreysinu tók hún fram rýju og burstaði skóna sína vendilega. Að þvi búnu lagði hún af stað og gekk teinrétt um rústirnar, framhjé öskugráum trjánum. Rykið þyrlaðist upp í metra hæð og huldi fætur hennar og nýburstuðu skóna. Eftir þrjú skref vont þeir þaktir þykku ryklagi. En þá varð eigi að síður að bursta. Þetta heitir að láta ekki bugast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.