Tíminn - 29.10.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 39. október 1966
TfMINN_________ _...............11
nóv. kl. 8.30. Sýnd verður fræðslu
og kennslukvikmynd um blástursað
ferðina. Mætið vel og stundvíslega.
Mæðrafélagskonur:
Munið bazarinn 8. nóv. Verið dug-
legar að vinna og safna munum.
Netndin.
Kyenfélag Lágafellssóknar:
Félagskonur og aðrir velunnarar i<-
lagstns eru vinsamlega beðnir að
skila munum á bazarinn t Klégarð,
laugardaginn 29. okt. milli kl. 3 og 7
Aðlafundur Framsóktiarfélags
Vestur-Húnvetninga verður á
Hvanunstanga næstk. sunnudag
klukkan 4. Að honum loknum,
klukkan 6, verður þar almennur
landsmálafundur. Þar mæta alþing
ismennirnir Ólafur Jóhannesson og
Skúli Guðmundsson.
Hjónaband
15. okf. voru gefin saman i Dómkirkj
unni af séra Jóni Auðuns, ungfrú
Ásta Eyjqlfsdóttir og Lárus Berg.
Heimiti þeirra er að N|ar3argöfu 41,
Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris,
Laugavegi 20b, sími 15602.
8. okt voru gefin saman í hjónaband
af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú
Álfheiður Sigurgeirsdóttir og Pall
Bjarnason. Heimili þeirra er að
Tómasarhaga 42. (Ljósmyndastofa
Þóris, Laugavegi 2Qb, sími 15602).
8. okt. voru gefin saman í hjóna
band af séra Þorsteini Jóhannssvni
ungfrú Regina Viggósdóttir og Lelf
ur Teitsson. Heimili þelrra er að
Rauðalæk 35. (Ljósmyndastofa Þóris
Laugavegi 20b, sími 15062).
vegna ber hann falskt nafn og
hvers vegna hefur hann efeki kom-
ið á minn fund.
— Það væri dálítið snúið að
hafa tvo yfirliðsforingja samtímis,
sagði herra Cubertson eftir stutta
þögn — en það verður að tafea
með í reikninginn að þetta nafn
er víðfrægt. Ég býst við að bróðir
yðar geri sér það ljóst.
— En það skýrir efeki, hvers
vegna hann hefur ekki komið á
minn fund. Hvers vegna reynir
hann að gera mér allt til bölvunar,
sagði David fjúkandi reiður.
— Ég skal viðurkenna að þegar
ég taiaði við bróður yðar gat ég
efeki fundið hann væri ánægður
með ástandið, og hvernig í pottinn
er búið, þótt allt hafi það verið
gert eingöngu fyrir föðurlandið.
Kannski, var hann ekfei hrifin af
því persónulega — sem óhjákvæmi
lega hefur fléttst inn í málið . . .
— Ég held ég skilji efeki . . .
— Ég á við væntanlegt brúð-
kaup yðar og ungfrú Connington.
— Ér honum feunnugt um það?
— Hann sá af tilviljun boðs-
kortið, sem ég fékk.
— Hvað sagði hann.
— Mig minnir hann segði að
við héldum leiknum í mjög raun-
sæjum stíl og þar sem þetta hefði
gengið svona langt hlyti að vera
alvara bafe við.
— Ungfrú Connington og ég
vorum trúlofuð, þegar við vorum
yngri, sagði David — og við fund
um að ofekur hafði aldrei staðið
á sama hvort um annað.
— Já, já, góði minn, sagði herra
Cubertson og þar sem þið hugðuð
hann látinn þá því ekki það? En
ég gat sett mig í hans spor —
að minnsta kosti hvað giftingunni
viðkemur — það er dálítið létt-
úðugt. Ég efast ekki um hann
væri þægilegri viðsfeiptis, ef þetta
hefði ekki komið til. Hann var ekki
! beinlinis erfiður. Greinilega var
j honum að nokkru kunnugt um
! þetta, hann hafði séð blað í Lissa-
| bon, þar sem sagt var frá heiðurs-
,merkjaafhendingunni. Sjálfsagt
hefur hann fengið hálfgert tauga-
áfall. Kannski er það þess vegna
sem hann vill endilega halda nafn
inu Richard Carleton.
— Ætlar hann að halda áfram
að kalla sig það? spurði David
skelfdur.
— Það lítur út fyrir það —
sem stendur að minnsta kosti.
— En það er ekkert sem hindr-
ar hann í að taka aftur sitt rétta
nafa, sagði David ákafur — og
taka við stöðu sinni aftur.
— Og ungfrú Connington?
spurði herra Cubertson mildilega.
— Ég — ég veit það ekki, stam-
aði David. Það veltur á hvað ung-
frú Connington segir.
David fór aftur til íbúðar sinn-
ar og vonaði að Daniel biði hans
þar, svo að hann gæti sagt honum
umbúðarlaust sitt álit. En Jordan
sagði að enginn hefði spurt eftir
honum. Þegar hann kom úr há-
degismat lágu skilaboð frá ungfrú
Connington um að hún bað hann
að koma til gistihússins þar sem
hún hélt til.
— Ef ég gæti aðeins verið viss
um hana, hugsaði hann og vissi
í hjarta sínu, að hann hafði aldrei
I getað verið viss um ást Fleur
Fleur var veikluleg og virtist
vansvefta. Nokkra stund horfðust
þau í augu, svo hljóp hún til hans
og hrópaði upp: David, segðu mér
— hvað hefur komið fyrir? Var
það Daniel, sem ég sá í gær. Ég
verð að vita það!
Hann var kvíðinn vegna henn-
ar, en reiður líka. Hvers vegna
var henni svo umhugað að vita
hvort Daniel væri á lífi?
— Jú, það var Daniel. Ég hef
komizt að þvi að hann er heill á
húfi, feominn til Englands og not-
ar nafnið Richard Oarleton.
Hún rak upp óp.
— Richard Carleton! Þá hefur
það verið Daniel, sem stúlkan tal-
aði um — sá sem bjargaði henni
og föður hennar frá drukknun.
EinkennUeg tilviljun. En hvers
vegna kallar hann sig Richard
Carleton? Það skil ég ekki.
David hló stuttlega. — Ég játa,
að ég skil það efeki heldur.
David sagði henni frá ávísun-
inni með nafni Daniels og hvernig
fyrsti grunurinn hafði þá gert
vart við sig.
Hún settist þreytulega niður.
Það var engu lífcara en fæturnir
neituðu að bera hana.
David hélt áfram: Hann verður
að taka aftur sitt nafn og sína
stöðu. Ég gerði aðeins það sem ég
áleit skyldu mína. En nú þegar
hann er lifandi virðist allt vera
ómögulegt. Hvað ætlar þú að gera.
Hún fór að gráta. Hún greip
báðum höndum fyrir andlitið og
grét með þungum efcfca. Daniel
var lifandi og hún vissi ekld, hvort
hún elskaði hann eða efeki. Einu
sinni hafði henni fundist að ástin
RSU
P A
VO
sem hún bar til hans, væri svo
sterk að hún kæmist aldrei yfir
hana. En hún minntist hinna
mörgu ára sem liðið höfðu og
hann hafði lítið sfceytt um til-
finningar hennar og hún hafði
aðeins fengið molana, sem af
borði hans hrutu. Jafnvel þótt
hann kvæntist henni mundi hann
yfirgefa hana hvar og hvenær sem
honum þætti henta, hann mundi
koma fram við hana af sama kæru
leysinu og einkennt hafði allt
samband þeirra. En David elskaði
hana. Hann var traustur, bliður
og skilningsríkur. v.
David kraup við hlið hennar.
Hann vildi efcki að hún gréti,
heldur sagði að þrátt fyrir að
Daniel væri lifandi elskaði hún
engan annan en hann, David.
— Hvers vegna ertu að gráta?
— Ég veit það ekki. Kannski
vegna þess ég veit ekki neitt.
— Veistu efcki, hvort þú elskar
anig?
— Ó, David, ég held ég geri
það — ég sver ég geri það —
leyfðu mér að halda áfram að
elsfca þig!
— Hvernig get ég neytt þig,
til þess ef þú getur það efcki.
Hún hágrét. — En ég vil elska
þig-
Hann tók blíðlega utan um
hana. — Elskan, vertu ekki að
gráta. Ég elska þig, Fleur. En
þú gerir mér svo erfitt fyrir.
— Ef ég fengi bara að sjá hann
aftur, mundi ég vita það. Þú verð-
ur að finna hann, David — og
koma með hann til mín.
— Þú mátt bóka að ég sfcal
finna hann.
Hann hélt utan um hana og
hughreysti hana og smám saman
stilitist gráturinn. Lofes sleppti
hann henni og stóð upp.
— Hvernig verður með brúð-
kaupið ofckar, Fleur. Það átti að
vera á miðvikudag í næstu viku.
Ég get ekki gifzt þér undir nafni
Daniels, fyrst svona er. Ég held —
það verði að fresta því.
En hann vonaði hún segði að
hún vildi ekki að brúðkaupinu
BUXNABELTIN
FRÁ
eru sniðin fyrir ís-
lenzkar konur.
Þau eru:
★ HLÝ
★ ÞÆGILEG
★ FALLEG.
Fást í: M — L — LX
HVÍTU
SVÖRTU
FJÓLUBLÁU
og HÚÐLIT.
Biðjið um
belti.
Biðjið um teg. 1030
Heildverzlun
Davíðs S. Jónssonar,
sími 24-3-33.
yrði frestað. En Fleur sagði að-
eins:
— Ég veit ekkert fyrr en ég
sé hann aftur.
Þegar hann kom til íbúðar sinn-
ar spurði hann þegar hvort nokkr-
i ir gestir hefðu komið.
j — Nei, það eru aðeins skilaboð
frá skraddaranum yðar, sagði Jor-
dan. Hann sagðist hafa afhent
nýju fötin yðar Richard Carleton,
sem kom með skriflegt leyfi frá
yður- Carleton borgaði fötin og
hann sagði, að þér mynduð senda
honum miða seinna.
17. kafli.
David vissi ekki, hvers vegna
þessi skilaboð æstu hann enn
meira en nokkuð, sem gerzt hafði
hingað til. Það var ekki ve'gna
þess hann kærði sig um fötin, en
það var hæðnistónninn, sem kom
fram í skDaboðunum.
Þar sem Daniel virtist ekki
hugsa sér að koma á Lans fund
varð hann að komast að því, bvar
Richard Carleton hélt sig.
Hann ætlaði að fara til gistihúss
ins, sem Susan var og spyrja hana,
hvar Carleton héldi til- Hann upp-
götvaði, að hann var mjög áfjáður
í að gera þetta.
Lyftudrengurinn vísaði David
David upp og tilkynnti —
— Frenshaw yfirliðsforingi.
David gekk inn og nam skyndi-
lega staðar. Þegar hann sá mann
sitja I makindum í hægindastól.
Mann með magurt greindarlegt
andlit og ör eftir öUu andlitinu
og rautt skegg. Maður sem leit
á hann stríðnislegu augnarcði —
maður mjö.e líku, honum sjálfum.
Maðurinn reis upp og rétti hon-
um höndina
— Hæ Frenshaw, sagði hann.
— Sæll, sagði David, en haan
þekkti naumast sína eigin rödd.
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 39. okt.
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há
degisútvarp.
13.00 Óska-
lög sjúklinga
Sigríður Sigurðardóttir kynnir
14.30 Vikan framundan Har
aldur Ólafsson dagskrárstjór
og Þorkell Sigurbjörnsson tón
listarfulltrúi k.vnna útvarpsefni
15.00 Frétttr 15.10 Veðrið
vikunni. Pál) Bergþórsson veð
urfræðingur skýrir frá. 15.2(
Einn á ferð Gish J Ástþórssor
flytur þátt tali og tónum 16
00 Veðuríregnir Þetta vD ó!
heyra Guðrún Árnadóttir stu<
arch velur sér htiomplötur 17
00 Fréttir. Tómstundabatttr
barna og unglmga Örn Ara
son flytur i7.3f Úr mvndából
aáttúrunnar Ingimar óskarss<u
talar um mariulykla 17 5(
Söngvar f léttum tói. 18.00 Ti
kynningar íö 01 Fréttir ,9 3(
.Skáldið*' smásaga eftlr Her
mann Hesse i býðingu Málfrd
ar Einarsdéttur Steingerðui
Þorsteinsdóttir les. 19 50 Kór
söngur: Kariakór Revkjavikui
syngur i Austurbæjarblói Hljóf
ritun frá samsöng 34 f. m 20
20 Leikrit: „Colombe" eftii
Jean Anouilh Þýðandi: Geii
Kristjánsson- Leikstjori Ben<
dikt Árnason 21 00 Fréttir os
veðurfregnir. 22 30 Framhatd
leikritsins „Colomhe" eftii
Anouilh 32.35 Danslög. 01.0(
Dagskrárlok.