Tíminn - 29.10.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. október 1966
I i |/
JLMLNN
MINNING
ÓiAFUR ÞÓRARIHSSON
í sumar sem leið var brott
kvaddur af þessum heimi einn
af svipmestu aldamótamönnum
NorðurJÞingeyinga, Ólafur^ Þórar-
insson, fv. bóndi í Laxárdal í
Þistilfirði. Hann andaðist 3. júli
s. 1. og var þá á öðru ári hins
tíunda tugar. Var jarðsunginn á
Svalbarði 11. júlí, að undanfarinni
húskveðju herma í Laxardal, og
var útför hans f jölmenn.
Hann var fæddur í Efri-Hól-
um í Núpasveit 22. maí 1875.
Foreldrar hans voru Þórarinn
bóndi í Akurseli og síðar í Efri
Hólum, Benjamínss., og bona hans
Vilborg Sigurðardóttir bónda í
Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá,
en eitt af systurbörnum Vílborg-
ar var Magnús skáld Stefánsson,
sem varð þjóðkunnur undir höf-
undarnafninu Örn Arnarsson.
Benjamín faðrr Þórarins í Efri-
Hólum og bóndi í Akurseli var
Þorsteinsson bónda þar og síðar
í Staðarlóni, en kona Benjamíns
var Guðrún Þóraftnsdóttir ættuð
úr Húnaþingi. Þorsteinn í Staðar-
lóni var sonur sr. Þorsteins á
Skinnastað (áður á Eyj'ardalsá,
f. 1734 d. 1812) Jónssonar. Meðal
bræðra Þorsteins í Staðarlóni voru
Skíða-Gunnar á Ærlæk og Ebenes-
er sýslumaður í Hjarðardal. Bróð-
ir BenjamSns í Akurseli var Þor-
steinn bóndi í Hafrafellstungu fað
ir Þorsteins hreppstjóra á Daða-
stöðum (d. 1911) föður Þorsteins
hreppstjóra þar (d. 1942) föður
Þorsteins hreppstjóra, sem nú
býr þar. Bróðir Þórarins í Efri-
Hólum var Jón bóndi í öveinungs-
vík, síðar í Þórshöín, faðir Óla
föður ®gjirbjarnar í ©taðarseli og
þeirra systkina.
Af börnum þeirra Þórarins og
Vilborgar komust sjö á fuilorðins
aldur, og voru þau þessi, talin í
aldursröð: Magnús í Laxárdal, sr.
Haraldur í Hofteigi ,og Firði í
Mjóafirði, Stefán, sem lézt í Efri
Hólum 27 ára gamall árið 1898,
Ólafur sem hér er minnst, Kristján
bóndi í Holti, Herborg, sem stjórn
aði rjómabúi sunnanlands en átti
síðan lengi heima í Reykjavík og
Þorsteinn bóndi í Holti. Voru öll
systkini Ólafs látin á undan hon-
um.
Vorið 1900 fluttust þau Þórar-
inn og Vilborg og börn þeirra
upp komin með bústofn sinn og
búslóð austur yfir Öxarfjarðar-
heiði og settust að í Laxárdal í
Þistilfirði. Með þeim var í för
ung kona með dætur sínar þrjár
og son, ÖU á barnsaldri. Þessi
unga kona var Guðrún Guðmunda
Þorláksdóttir bónda í Garði Ein-
arssonar, ekkja Stefáns Þórar-
inssonar, er látist hafði í Efri-
Hólum 1898 eins og fyrr var sagt.
Árið 1901 giftist hún Ólafi Þórar-
inssyni og ólust böm hennar og
Stefáns upp í Laxárdal.
Hinir nýju ábúendur tóku Lax-
árdal á leigu fyrst í stað, en
skömniu síðar keyptu þeir Ólafur,
Kristján og Þorsteinn Þórarins-
synir jörðina og bærinn var byggð
ur upp árið 1901, sama árið og
Ólafur kvæntist. Kristján kvænt-
ist einnig og __ bjó fyrst í
Laxárdal ásamt Ólafi en byggði
síðar nýbýli í Holti austan Laxár
og fór Þorsteinn þangað með hon
um- Magnús dvaldist með bræðr-
um sínum til æviloka (1924).
Hann var fjármaður góður og
fjárglöggur. Þórarinn Benjamfns
son lézt í Laxárdal árið 1906, en
Vilborg í Holti 1922.
Sambúð þeirra Ólafs Þórarins-
sonar og Guðrúnar Guðmur.du
í Laxárdal
Þorláksdóttur varð löng og giftu-
rik. Var á orði haft, hve samhent
þau voru. Iljónaband þeirra stóð í
56 ár, en Guðrún Guðmunda lézt
árið 1957. Hún var sköruleg kona
og fríð sýnum. Ólafur var bóndi
í Laxárdal í rúml. 40 ár eða til
1942, en það ár kvæntist einn af
sonum þeirra hjóna, og tóku ungu
hjónin þá við jörð og búskap.
Ólafur og kona hans áttu þó heima
í Laxárdal til æviloka og áttu því
láni að fagna að sjá þar og ann
arsstaðar vaxa upp mannvænleg
bamabörn.
Börn þeirra Ólafs og Guðrúnar
Guðmundu eru: Þóra, sem í mörg
ór stóð fyrir búi með foreldrum
sínum, en fluttist síðan eftir
dyggilegt starf í þágu bernsku-
heimilis síns til Reykjavikur og
ó þar heima, Kjartan og Þórar-
inn húsasmíðameistarar í Reykja-
vík, Eggert bóndi í Laxárdal og
Ófeigur húsgagnasmíðameistari í
Reykjavík. En börn Guðrúnar Guð
mundu og Stefáns Þórarinssonar,
sem ólust upp í Laxárdal, eru:
Þorlákur fyrrv. bóndi og oddviti
á Svalbarði, Vilborg yfirhjúkrunar
kona á handlæknisdeild Landspít-
alans, látin, Hólmfriður húsfreyja
á Ytra-Álandi, en síðar í Reykja-
vík, látin, og Stefanía hjúkrunark.
í Rvík. Að Laxárdal komu einnig á
barnsaldri og ólust þar upp tvær
dætur Hólmfríðar, Guðrún hús-
freyja á Efra-Lóni, og Ólöf hús-
freyja í Reyk-javík, enn fremur
Lárus Jóhannsson bifreiðarstjóri
á Þórshöfn.
Óiafur bjó góðu búi í Laxárdal
og var áhugasamur um fram-
kvæmdir á jörðinni. Bæ sinn
byggði hann upp að nýju úr stein-
steypu með aðstoð sona sinna ár-
ið 1931. Hugur hans var þó bund-
inn við fleira en búskapinn og
ekki síður. Hann var atonkumað-
ur við heyskap, en fjármennsku
sinnti hann lítið enda urðu aðrir
til þess. Þórarinn í_ Efri-Hólum
var lærður smiður. Ólafur stund-
aði ekki smíðanám utan heimilis
en erfði hagleik frá föður sínum
og hefir trúlega numið af honum.
Vann Ólafur ávallt að smíð-
um mjög miidð utan heimilis jg
þó einkum á heimili sínu. Var
allt, sem hann lagði hönd að,
fagurlega unnið og trúlega- Hann
vann að húsagerð í sveitum,
heima og víðar og smíðaði margt
það, er til þess þurfti svo og mik-
ið af amboðum fyrir sveitunga
sína og fleiri og margs konar
Msmunl, sem enn sýna handbragð
hans bæði heima í Laxárdal og
annars staðar. Á efri árum smíð-
aði hann t. d. hægindastóla (ruggu
stóla), sem þóttu kjörgripir og
margir vildu eiga. Það var honum
án efa fagnaðarefni að hagleikur
hans gekk áfram í arf frá honum
til sona hans og sonarsona, sem
og elja og trúmennska í starfi.
S. 1. sumar var aðkomumaður
fenginn til að breyta gluggum í
nál. 40 ára gömlu íbúðarhúsi í
Þistilfirði. Sá maður hafði orð á
því að hann hefði aldrei gert við
svo vel smíðaða glugga, sem þarna
voru. í Ijós kom, að þeir voru
verk Ólafs í Dal. — Ólafur var
bókhneigður maður og las allt,
sem hann gat yfir komizt, timarit,
bækur og blöð, og komið gat það
fyrir, að hann gleymdi sér við
lesturinn. Var hann og vel minn
ugur á Jiðna atburði. Hann fylgd-
ist með félagsmálum og ekki sízt
landsmálum með vakandi áhuga,
hafði ákveðnar skoðanir á þeim
málum og hvikaði hvergi frá því,
er hann hugði rétt vera.
Ólafur mun hafa verið nálægt
því að vera meðalmaður á hæð
en hvatlegur og vel á sig kominn,
og sú tign var í svip hans og
framgöngu, að honurn var jafnan
veitt athygli hvar sem hann fór
og þó í fjölmenni væri. Ekki var
hægt að segja, að hann væri sér-
lega ræðinn eða liðugt um mál,
en oft tók hann þátt í umræðum
á mannfundum, var fastmæltur og
þungur á bárunni, og var sem eid
ur brynni úr augum hans, er hon-
um var mikið í hug. Lundin ör,
en þó alls vel gætt. Berorður var
hann og hreinskilinnj en naut þó
almennra vinsælda meðal sam-
ferðamanna sinna á lífsleiðinni.
Hann var mjög lengi sóknar-
nefndarformaður í Svalbarðssöfn-
uði og átti um skeið sæti i sýslu-
nefnd Norður-Þingeyjarsýslu, svo
og í kaupfélagsstjórn.
Starfsævi hans varð mun lengri
en almennt gerist og mi!kið og
gott verk af hendi leyst. Hann
var þó síðustu árin mjög þrotinn
að lífskröftum. Naut hann þá góðr
ar umhyggju vandamanna á heim- ‘
ili sínu og síðar á sjúfcrahúsum
þar sem hann dvaldi um hríð, er
að lokum leið.
Sunnan undir bæ í Laxárdal
stendur fánastöng á fallega gerð-
um steinstalli með áletruðum,
nöfnum Ólafs Þórarinssonar og
Guðrúnar Guðmundu Þorláksdótt
ur, reist þar af börnum þeirra í
tilefni af gullbrúðkaupi þeirra
hjónanna árið 1951. Það segir sína
sögu á komandi tímum. En í giftu
drjúgu starfi afkomenda rætast
nú á vélaöld hugsjónir þeirra,
sem liðnir eru.
G.G.
PUSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum allar gerðir af
pússningasandi, heim
fluttan og blásinn inn-
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsalan viS EliiSavog sf.
Elliðavogi 115, sími 30120.
Menningar og
friðarsamtök
íslenzkra kvenna
Halda fund í Austurbæjarbíói sunnudaginn 30
október kl. 2. e. h.
Fundarefni: Sænska skáldkonan Sara Lidman
flytur erindi, og sýning á kvikmynd frá Vietnam,
erindið verður túlkað.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Stjórnin.
SlMASTÚLKA
Óskum að ráða stúlku til símaþjónustu, þarf að
vera vön stóru skiptiborði.
Umsóknir sendist fyrir 31. október, 1966.
Raforkumálaskrifstofan,
Starfsmannadeild, Laugavegi 116-
Tilkynning um
atvinnuleysisskráningu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga
nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggvagötu
dagana 1.2. og 3. nóvember þ.á., og eiga hlutað-
eigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögum,
að gefa sig fram kl- 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h.,
hina tilteknu daga.
Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir
að svara meðal annars spurningunum:
1- Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mán-
uði.
2. Um eignir og skuldir.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
EKGÖ
| UÓSAPERUR
32 volt, E 27.
Fyrirliggjandi í stærðum:
15 - 25 - 40 - 60 - 75 - 100 - 150 wött.
Ennfremur venjulegar ljósaperur, Fluorskinspíp-
ur og ræsar.
Heildsöluirgðir: f
Raftækjaverzlun fslands h. f.
Skólavörðustíg 3 — Sími 17975 — 76.