Tíminn - 29.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.10.1966, Blaðsíða 8
LAUGARDAGLIt 29. október 1966 Guðniimda Andrésdóttir list málari heldur nú loks sýningu I Bogasalnum eftir fiimm ára hlé. Hún hefur ekfci sýnt sér- staklega síðan 1961. Að vísu hefur hún verið með á sam sýningum á þessu árabili. en ófáir urðu fyrir vonbrigðum að sá enga mynd frá henni á Haustsýningunni í ár. Oð hin ir mörgu, sem fylgzt hafa af áhuga með ferli þessarar alvar lega leitandi listakonu, hafa verið þeim mun forvitnari að fá að sjá, 'hvað væri að gerast í list hennar, að listdómendum í erlendum blöðum virðist hafa orðið einna starsýnast á mynd ir hennar á samsýningum, sem hún hefur tekið þátt I ytra, bæði austan hafs og vestan, og söfn og ríkisfólk hafa verið að kaupa myndir þessarar listkonu, sem fáir ef nokkrir vissu áður nokkur deili á. 0.g nú dylst held ur engum, að eitthvað nýtt hef ur verið að gerazt í list Guð- mundu. Við því mátti líba bú ast. Og viðbrigðin eru gleði leg. Ahorfandinn vill helzt doka sem lengst við í sýningar salnum andspænis þessum skáld legu myndum, sem flestar orka eins og fullort og snurfusað ljóð. Mörg þeirra bera líka skemmtileg heiti, Ásláttur, Eykt, Logn, Berg, Aftan, Morg unsár, Nón, Grátt stef, Vakir. Já, vel á minnst, Vakir. Þess ar myndir sumar hverjar minna einmitt á vakir á veikum ísi, þessi nýi stíll hennar í mörgum tilbrigðum. Þegar ég heimsótti Guð- Guðmunda Andrésdóttir listmálari á vinnustofu sinni. myndir hans eru þarna. og hvað það er stórkostlegt að sjá svona margar þeirra saman komnar á einn stað. En mér fannst það eiginlega skrítið, hvað þetta voru litlar myndir, engin stór málverk. En þær eru mikilfenglegar engu að síður, margar málaðar í þessum björtu grænu litum. Maður fær alveg nýtt viðhorf til þessa mál ara af að sjá slí'ka sýningu. Og svo má ekki gleyma hinum miklu snillingum í hollenzfcri málaralist, Rembrandt, Hol- bein, Vermeer og slíkum stór mennum. Eg dáist mikið að Vermeer. — Hittirðu íslenzka listasafn vörðinn í Hollandi, Sturlu Guð íaugsson? — Hann er ekki í Amster dam. Aftur á móti hitti ég ann an og bráðskemmtilegan mann í Amsterdam. Hann heitir Tustra og er málari. Hann kom til Reykjavíkur fyrir nokkrum áratugum í fylgd með dönsk um teiknara. Þeir héldu hér sýningu. Og þeir höfðu áðtir kynnzt Jóni biskupi Helgasyni, sem tók þá upp á sína arma, gerðist fjárhaldsmaður þetira og forsjá, hirti aðgangseyrinn eftir daginn og geymdi fyrir þá, svo allt rynni ekki út í sandinn fyrir þeim og þeir stæðu uppi slyppir og snauðir, hann afhenti þeim svo þénust- una þegar þeir fóru. Tustra sagði mér, að hann hefði lang að til að bjóða stúlku upp á veitingar á Hótel ísland, fór til Jóns biskups að fá aura til að borga fyrir sig og frökenina, en Jón tók það ekM í mál svo ekkert varð úr boðinu. Tustra hafði það embætti að sjá uim alla myndlistarþætti í hollenka útvarpinu. Hann sýndi mér myndir, sem hann hafði málað af Dómkirkjunni hér og tum- hverfi, og mér fannst það held ur skrítið, að Ihúsin voru flest komin út í þetta afstrakt u mundu vestur á Sólvöllum nú í vikunni, minntist ég á mynda nöfnin, spurði, hvort hún hefði gaman af að finna myndum sín um nöfn, og hún svaraði: — Nöfnin á myndum mínum koma ekki fyrr en eftir dúk og disk, mér detta þau aldrei í hug áður eða á meðan ég er að mála. Þau eru yfirleitt ekk ert verulegt atriði. Ætli það sé ekki aðallega þetta, að mér og flestum leiðist að líta í sýn ingarskrána og þar stendur þá ekki annað „Málverk" og síð an do., do., do.“ niður aila síð una? Og þó, sumar myndir krefjast þess raunar að heita einhverju nafni. — Þessar nýju myndir eru alifrábrugðnar þeim á fyrri sýningum, annað litaval, nýr formstíll. Heldurðu að þú sért búinn að finna þann rétta? Þetta hefur verið ósköp hæg breyting hjá mér lengi vel, þangað til nú, breytingar hafa verið örari, eða snöggari upp á síðkastið. En hvað verður til frambúðar? Maður er alltaf að leita að hinum rétta tóni. Og ég þykist alls ekki hafa fundið hann. Og það er líkast til bezt, að maður finni hann seint eða aldrei. Ætli það haldi ekM listafólM á floti, eða öllu heldur vabandi skulum við segja, að ekki linni þeirri leit. Eða hvað segir ekki Ásmundur myndhöggvari um leitina að fegurðinni? — Af hverju hefur liðið svo langt milli sýninga þinna nú? — Eg ætlaði að koma upp sýningu í fyrra, en myndir mín ar hafa verið úti um hvippinn og hvappinn, á sýningum í Svi þjóð, Noregi, Amerí'ku, mér fannst ég varla hafa nóg í sýn ingu, þegar þær voru í burtu og sumar komu efcki aftur. En nú, þegar ég fór með allt, sem ég átti heima sýningarfært komst ekM nærri allt fyrir í Bogasalnum með_ góðu .móti. — Líkar þér ’vel við Boga salinn? Já, hann er nokkuð góður, mér finnst hann bara of lítill í þetta sinn, af þvi að ég hefði gjarnan viljað setja fleiri mynd ir á þessa sýningu. — Þú byrjaðir nú listnám þitt ytra í Svíþjóð. Segðu mér nú eitthvað af því, hvemig þér varð við að koma til Parísar í fyrsta sinn og kynnast listinni — Eg var tvisvar við nam í Farís, og satt að segja eins og sveitamanneskja að koma í fyrsta sinn út í heiminn, ósköp fákunnandi og hafði aldrei dirfzt að sýna mynd eftir mig opinberlega. En það var ákaf lega undarleg reynsla að kom ast fyrst í snertingu við Paris og lífið þar, eiginlega alveg yfirþyrmandi fyrst f stað. Það var svo margt að skoða, sýning ar á hverju strái. Eg man sér staklega eftir einni stórn yfir litssýningu í Nútímasafninii. Ekki fyrir það, að ég væri svo hrifinn af öllu því, sem þar var að sjá, ég var svo alveg óvön öllum þessum nýjungum og ósköp fáfróð. Mér er alveg sérstaklega minnisstætt, hvað ég varð feikilega hneyksluð yf- ir ýmsu, sérstaklega þó mynd unum eftir Mondrian og Léger. Eg segi þér satt, mér fannst það alveg furðulegt að vera að hengja upp myndir eftir þessa karla. Þarna voru tvær mynd ir eftir Mondrian, og þær voro hengdar upp í horn, eins og tígull. Léreftsflöturinn var all ur hvitur, og svo var eitt strik á annarri, einhversstaðar uppi í homi. Þetta gekk alveg fram af mér. En svo fór maður að venjast þessu, þótti bara gam an að því áður en langt um leið. — En úr því þú minnist á Mondrian, fórstu ekM til Hol- lands?, — Jú, ég fór þangað síðar, stanzaði aðallega í Amsterdam. Þar fór ég í Borgarsafnið oe sá stóra sýningu á myndum ef' ir Van Gogh, varð alveg yfir mig hrifin. Eg vissi svo sem áður, að hann var góður mái- ari. En þarna rann það upp fyr ir mér, hvað hann hefur verið stórkostlegur málari, hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr. Það er nú svo, að málverk hans yfirleitt, þetta eru venjuiega sömu myndirnar, sem prentað ar eru. En margar fallegustu gluggalaus, ég held þó hafi sést einn gluggi á Mrkjunni. Eg spurði hann hvernig á þessu stæði, en hann mundi nú ekki gjörla, hvort þetta væri sannleikanum samkvæmt eða ekM. Það var auðvitað langt síðan, hann var þá ungur mað ur, þegar hann kom hingað en er nú áreiðanlega kominn hátt á sjötugsaldur. Eg hitti íslenzka konu búsetta í borg skammt frá Amsterdam, og hún hafði kynnzt Tustra, sagði, að ég mætti til að hitta hann, því hann mundi ekM fyrirgefa henni, ef hann kæmist að þvi, að þarna hefði íslenzkur málari verið á ferð án þess að hitta hann að máli. Svo fór ég að heimsækja hann. Þetta var ákaflega skemmtilegur maður. Og miMð gerði hann mig hissa, þegar hann settist við orgel í stofunni sinni og tók að syngja hástöfum „Ó, mín flaskan fríða“ á íslenzku, fór rétt með lag og ljóð. Svo byrjaði hann á „Sofðu unga ástin mín“. en það tókst ekM alveg eins vel. íslenzka konan, sem fór með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.