Vísir - 25.10.1975, Síða 10

Vísir - 25.10.1975, Síða 10
HANN KOM Á ÓVART! Þessi skemmtilega mynd er af hestinum Star Appeal og knapa hans, Gravill Starkey, er tekin á ,,Prix de l’Arc de Triomphe” veðreiðunum i Frakklandi fyrir nokkrum dögum. Star Appeal vann einhvern óvæntasta sigur sem um getur i sögu veðreiða i þessari keppni, sem aðeins hreinræktaðir kyn- bótahestar fá að taka þátt i . Fyrir hlaupið stóðu veðmálin 118 gegn 1 á móti Star Appeal, en 12 gegn 1 fyrir Allez France, sem var talinn sigurstrang ' legasti hesturinn, en hann hafnaði i fimmta sæti. Star Appeal er frá Bretlandi, en eigandinn er þjóðverji, og græddi hann hundruð þúsunda á þessum eina sigri. Star Appeal, sem nú er einn mest umtalaði veðhlaupahestur i heimi er þjálfaður i Þýskalandi, en knap- inn,Starkey. er enskur. Sigur Star Appeal i hlaupinu voru ekki einu úrslitin, sem komu á óvart i hlaupinu. Þrir næstu hestar voru einnig taldir óliklegir til verðlauna, en þeir fengu samt hvorki meira né minna en 500 þúsund dali. IÞROTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR Körfuknattleikur: Iþróttahús Kennaraskólans kl. 14.00. Reykjavikurmótið. KR-ÍR i kvennaflokki. Kl. 15.30. KR-IS i karlaflokki. Kl. 17.15. IR-Armann i karlaflokki. ÚRSLIT. Iþróttaskemman Akureyri kl. 14.00 2. deild. Þór-IR. Laugardalshöll kl. 14.00. Reykjavikurmótið. Tólf leikir i yngri flokkunum. Iþróttahúsið Hafnarfirði kl. 14.00. Reykjanesmótið i meistar-aflokki karla. Breiðablik-Grótta, Aftur elding-Viðir, Stjarnan-Haukar og Akranes-Keflavik. tþróttahúsið Njarðvik kl. 14.00 Reykjanesmótið i meistaraflokki kvenna. Njarðvik-Breiðablik, Grótta-FH og Stjarnan-Haukar. Einnig fimm leikir i yngri flokkunum. Itandknattleikur: Laugardalshöll kl. 15.30. Reykja- vikurmótið. M.fl. kvenna. KR- Valur og Vikingur-Armann. Auk þess fjórir leikir i yngri flokkunum. Iþróttaskemman Akureyri kl. 16.00. 2. deild KA-IR. SUNNUDAGUR llandknattleikur: Laugardalshöll kl. 19.00. 2. deild. Leiknir-KR. kl. 20.15. 1. deild. Fram-Þróttur. kl. 21.30. 1. deild. Valur-Haukar. Cincinnati sigraði Cinncinnati Reds sigraði Boston Red Sox i siðasta leiknum af sjö i keppninni um heimsmeistaratitilinn i baseball i gærkvöldi. Keppni þessa kalla banda- rikjamenn heimsmeistara- keppni, þótt þeir taki einir þátt i‘ henni, en hún er á milli sigur- vegaranna úr „American I League” — i þetta sinn, Boston L Red Sox — og sigurvegaranna úr „National League”-Cinn- cinnati Reds. Aðrar þjóðir hefðu lika heldur litið i þessi lið að gera, enda bæði úr atvinnu- mannadeildum. Fyrir siðasta leikinn var staðan þannig, að bæði liðin höfðu sigrað i þrem leikjum, og var þvi siðasti leikurinn hreinn urslitaleikur, sem milljónir fylgdust með sjónvarpi og útvarpi um allan heim. Fyrr á þessu ári ákváðu eigendur Hótel Vestmannaeyja að gefa verðlaun þeim leikmanni í ÍBV i knatt- spyrnu sem vaiinn yrði „Besti knattspyrnumaður Vestmannaeyja” að loknu hverju keppnistimabili. Úrslitin fyrir árið 1975 voru kunngerð f þessari viku og hlaut titilinn aö þessu sinni, Arsæll Sveinsson markvörður liðsins. Hann er hér lengst til vinstri á myndinni með verðlaunin. Lengst til hægri er „markakóngur” liðsins 11. deild i sumar, örn Óskarsson með sfn verðlaun sem einnig voru gefin af HV. A milli þeirra er Birgir Viðar, hótelstjóri í Eyjum, sem afhenti verðlaunin ihófinu. Ljósmynd G.S... TEITUR TÖFRAMAÐUR ■I Mmm, B hvaöer Magnon gamall? Littutil stjarnanna Þessi hátiðahöld hljóta að kosta mikla skatt peninga? Skatt peninga?Við greiðum enga skatta © Kin* Foatu'e* Syndicata, Inc.. 1975. World righf Magnon 150 ára gamall? Hér verður fólk 500 ára án þess að eldast— og þarf ekki að greiða skatta! Þetta er paradis! Að hann sé 150 ára? Alveg útilokað. Af hverju? Spurðu hann sjálfan. Hvaðertu gamall Magnon? En þau hátiðahöld. Kannski verð ur þetta svona| á jörðinni einhverntima. I Þetta er jarðarstelpan. Við skulum sæta lagi.... siðar.. Sér er nú hvei kvöldið VANDRÆÐ PARADIS? FRH. r

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.