Tíminn - 30.10.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.10.1966, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 30. októbcr 1966 TÍMINN i Yalta, Odessa. Það var á 18. degi ferðarinn ar, sem Baltika sigldi inn í Svartahafið í átt að borginni Yalta á suðurströnd Krímskaga. Nokkur óróleiki greip um sig meðal farþeganna, er við fór- um að nálgast Sovétríkin, og einstaka maður lýsti því yfir, að hann ætlaði alls ekki að stíga fæti sínum á rússneska grund. Nokkur brögð voru að því, að fólk óttaðist frekju og ágengni sovézkra tollyfirvalda, ekki svo að skilja, að ætiun- in væri að hefja stórfellt smygl inn í Rússland heldur hafa menn skiljanlega imugust á GREIN FRÁ BALTIKA flóknum formsatriðum og nær göngulum spurningum erlendra tollyfirvalda og þau rússnsku bu vera fram úr hófi tortrygg- in og ósvífin. Einhvern veg- inn kom upp sá kvittur að toll- arar rússneskir hygðu á alls- herjar leit hér um borð og myndu hirða allt lauslegt jaifnvel koníakspela, sem þeir fyndu í kojum. Þetta fæddi af sér talsverða ringulreið en að lokum féllust menn á, að frernur iitlar líkur væru á þessu enda væri það laglegt, ef Rúss ar meðhöndluðu svona kurteis- lega alla ferðamannahópa, er til landsins kæmu. Þegar til kastanna kom, var engin tollskoðun, menn áttu bara að skrifa á miða.hversu mikinn gjaldeyri þeir hefðu með sér í land, og þessir miðar voru reyndar ekki hirtir, fyrr en lagt var upp frá Odessa rúm- um þremur 'sólarhringum síð- ar. En á hinn bóginn var vegabréfseftirlitið ákaflega furðulegt, svo að ekki sé meira sagt. Þrír menn voru látnir sitja vörð um landganginn, og þar máttu þeir sitja nótt og dag, meðan skipið var í höfn, og gæta þess vendilega, að eng inn kæmist frá borði án þess að hafa látið af hendi vega- bréf sitt og í staðinn fyrir þau fékk hann númeraða miða. Er fólkið gekk um borð, átti það að skiila miðunum, og fékk þá passann sinn afhentan á ný, þó ekki fyrr en varðmennirnir höfðu gengið rækilega úr skugga um, að um rétta aðila væri að ræða og engin brögð yæru í tafli. Eins og gefur að skilja, tafði þetta mjög allar ferðir fólks í land og um borð aftur, venjulega þurfti maður að hanga í biðröð í 10 mínútur eða lengur, áður en maður fékk afgreiðslu. Kórinn gerði stormandi iukku. Séð frá borði virðist Yalta hreinasta himnaríki á jörð, náttúrufegurðin á þessum slóð- um er svo mikil, að henni verð ur ekki með orðum lýst, há tignarleg fjöll að baki og í skógi vöxnum hláðum þeirra falleg og reisuleg hús. Á ke.is- aratímabilmu áttu margir aðals menn sumarhallir á þessum fagra stað, en nú á dögum er Yalta griðarstaður sjúklinga, og höllunum hefur verið breytt ií heiisuhæli. Loftslagið á Krím' þykir einstaklega heil- næmt og gott fyrir sjúklinga og heilsuhælin í borginni og ná grenni skipta tugum, en jbúa tala Stór-Yalta er um 100 þús. Þessa tvo daga, sem við dvöld umst í Yalta fórum við í nokkrar könnunarferðir um borgina og nágrenni. Okkur var boðið -að dreypa á 12 tegund um Krím-víns, frá Ríkisbúinu Massandra, þá sáum við heilsu hæli, merkilegasta grasgarð í Sovétríkjunum, minjasafn rit hötundarins Tsjefcovs, höll Var ansofs greifa, og einnig sáum við höllina, þar sem Jaltaráð- stefnan var haldin, en hún ef nú eitt af fjöimörgum heilsu- hælum í borginni. Og að kvöidi hins 14 október hélt svo Karla kór Reykjavíkur tónleika í Yalta, sína fyrstu tónieika í il, að það var með herkjum, að eiginkonur kórfélaganna fengju miða. Er skemmst frá því að segja, að söngurinn gerði stormandi lukbu, og segja ýmsir gárungar, að sem betur fer, hafi ekki verið þak á hús- inu, því að annars væri ekiki að vita, hvað gerzt hefði við öll þessi fagnaðarlæti. Eink- um urðu Rússarnir hrifnir af einsöng Guðmundar Guð- jónssonar, og var hann marg- klappaður upp. Mega þessar afbragðsgóðu undirtektir vera, mjög mikill heiður fyrir kór- inn, því að eins og allir vita, standa Rússar mjög framar- lega á sviði tónlistar og hafa löngum átt afburðagóða söngv ara. Vildu kaupa gjaldeýri og Vest- uriandavörur. Kvöldið sem tónleikarnir voru, notuðu flestir farþeg- arnir til að rannsaka næturlif ið í Yalta. Það vakti furðu flestra, þegar inn í borgina var bomið, hversu gífuriegur mana fjöldi var á götunum, ungir og gamlir Rússar þrömmuðu frarn og aftur um götur borgarinnar, og manni virtist sem meirihluti íbúa þessarar litlu borgar væri á skemmtigöngu. Þetta var ekki ósvipað og á 17. júní heima í Reykjavík að öðru leyti en því, að klæðnaður fólksins stakk talsvert í stúf við það, sem við eigum að venjast hversdagslega hvað þá á tyllidögum. Við sá- um enga dæmigerða táninga, og það er greinilegt, að enginn Karnabær hefur verið settur upp á Yalta, og af klæðaburði kvenþjóðarinnar má ráða, að hún hefur litla hugmynd um, hvað er að gerast í tízkuheim- inum. Er við höfðum gengið um góða stund, og virt fyrir okbur næturiífið, vatt sér að okkur ungur maður og spurði okbur laumulega á nokbuð góðri ensku, hvort við ættum dol- ara, pund eða erlendan fatn- að til að selja. Þetta kom vita- skuld nokkuð illa við okkur, og við þvertóbum fyrir að eiga nokkuð slíkL En stráksi var efcki af baki dottinn, hann þreif í peysu einnar konunnar, og sagðist skyldu borga hana vel, ef hún vildi selja hana. Er við höfðum snúið hanu af okfcur, leið ekki á löngu unz annar ávarpaði okkur í sams konar erindagerðum, og skömmu síðar kom sá þriðji. Það er greinilegt, að fólkið í Yalta og eflaust víðar í land- inu þyrstir eftir erlendum gjaldeyri og nauðsynjavör- um. En maður þarf ekki ann- að en líta í verzlunarglugga, til að skilja þessa fikn. Vam- ingurinn er óttalega lélegur og ósmekklegur og allar munáð arvörur fram úr hófi dýrar. Við sáum mann kaupa sér hálfa karamellu inni í einni búð- inni, og verðið á henni var eins og á hálfum karamellupoka í Englandi. Skemmtistaði eru fáir í Yalta, og fremur ósmekk legir. Það voru aðeins örfáir farþeganna, sem lögðu leið sína þangað, og þeir voru Utið hrifn ir, verðlagið þar var gífuriegt, og þar við bættist, að stöð- unum var öllum lokað á bristi legum táma. — Odessa. Næsti viðkomustaður var Od essa. Við höfðum þar tveggja daga viðdvöl og var það skoð un margra, að það hefði verið tveimur dögum of mikið, því að þarna hefði ekkert verið að sjá. Það voru nú reyndar alls ekki allir á þeirri skoðun, og enda þótt borgin hafi ekki uíjp á krassandi næturlíf og girni- legar verzlanir að bjóða, og sé engin sjarmerandi sællífisborg, er þó eigi að síður mjög gam- an að hafa komið þangað, og fengið dálitla nasasjón af dag- legu lífi íbúanna í rússneskri stórborg. Tveggja daga viðdvöl er að visu alltof stuttur tími til að maður geti mótað sér fulla skoðun á ástandi íbú- anna og högum þeirra, en glöggt er gests angað, og á tveimur dögum getur það séð ótrúiega margt. Við komum flest til Rússlands með fast- ^ mótaðar skoðanir, margir sann færðir um, að landið og þjóð- skipulagið hefði sér lítt eða ekbert til ágætis, aðrir sann- færðir um hið gagnstæða. Það er trúa mín, að skoðanir flestra hafi beðið einhvem hnekki, sumir sjái nú að ástandið þarna sé ebkert sannfcallað sæl unnar ríki. Eftir nokbuiTa tíma skoðunarferð fyrri daginn kom umst við að raun um, að Od- essu vantar efcki nema eitt at- riði til að geta talist fremur faUeg borg. Hún hefur vissu- lega af mörgum fallegum bygg ingum að státa, en óhreinlæt ið er þama mjög almennt, hús- inn í gamla borgarhlutanum er Mba við haldið, götur illa sóp- aðar og þar fram eftir göt- unum, fólkið sem maður sá á götum borgarinnar var ósköp keimlíkt þvi, sem við sáum í Yalta, ósmekblegt og fremur óræstislegt, og ber þess mBis ekki merki að það séu þegnar sæluráfcis. Á hinn bóginn sá- um við enga tötrum fclædda menn, allir virtust ósköp svip- aðir að þessu leyti. Á rússneskum skemmtistöð- um. Um kvöldið fóra flestir úr oikfcar hóp að horfa á ballet- inn Svanavatnið og komu stór- hrifnir til balca. Við vorum Á þiljum Baltika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.