Tíminn - 30.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.10.1966, Blaðsíða 9
SUNNUBAGTJR 30. oktöber 1966 20- sept. voru gefin saman f hjóna band af séra Gfsla Kolbeins, ung. frú Margrét Benediktsdóttir og Ól- afur Jóhannsson. Heimili þeirra er a3 Kaplaskjólsvegi 37. (Ljósmynda stfoa Þóris). 8. okt. voru gefin saman í hjóna- bzand í Neskirkju af séra Jóni Thor arensen ungfrú Kristín Harðardóttir og Trausti Vfglundsson. Heimili þeirra er aS Hagamel 34. (Ljósmást. Þóris). 16. okt. voru gefin saman í hjóna band í Háskólakapellunni af séra Jónl AuSuns, ungfrú Hólmfríður Gunnarsdóttir og Georg Hauksson. Heimili þeirra er að Freyjugötu 36. (Ljósmyndastofa Þóris). TIMINN__________________________2’ HETJA AÐ ATVINNU ~___EFTIR MAYSIE GREIG 27 — Svo að þið þekkist þá, hróp- aði Susan sigri hrósandi. — Nú, sagði faðir hennar ró- lega. — Var nokkur vafi á að þeir þekktust. Viltu ekki kynna mig fyrir yfirliðsforingjanum? Hún gerði svo og bætti við — Faðir minn var vel kunnur David líka. — Ljómándi piltur, sagði herra Marling. — Alveg fyrirtaks dreng ur. — Ég er viss um að Frenshaw yfirliðsforingja þykir mjög vænt um að heyra þetta, sagði Daniel og hló dátt. David fann hann roðnaði. — Ég frétti þú værir í Englandi og hef verið að búast við þér. Þú hlaust að vita hversu áríðandi það var að þú kæmir sfcrax til mín. — Jæja, átti ég að vita það. Ég er ekki svo viss um það. Þú virðist halda þínu striki með ágæt- um án mín. Mér fannst bezt að láta allt vera óbreytt. — Það getur ekki verið þú haf- ir hugsað þér það, hvæsti David. — Ég hef gert mitt bezta, en . . . hann þagnaði. — Nei, hvað á allt þetta að jþýða? spurði Susan kvíðin og ileit á þá til skiptis. Daniel sneri sér að henni og hrosti. — Ekkert vina mín, þetta er bara fjölskylduleyndamál. Eins og þú veizt erum við Frenshaw skyldir og í beztu fjölskyldum get- ur komið upp skoðanamunur. Skylda er skylda og allt það, en það getur komið að því að maður verði að skilja á miUi skyldu og persónulegra óska. Frenshaw virð- ist láta sínar persónulegu óskir ganga helzt til of langt, ef mér leyfist að segja það. — Ég skil ekki hvað þú ert að gefa i skyn, sagði David reiðilega. j — Ó, jú, það gerirðu vist, svar- j aði Daniel léttilega, — allt eri i leyfilegt í ást og stríði að því erj [sagt er, en ætti maður samt ekki! I að votta hinum dauðu — eða þeim ■ sem álitnir eru dánir, nokkra. jtryggð. Segðu mér nú Susan —' I hann sneri sér að henni — þú • jskalt vera dómari okkar. Hversu j lengi heldur þú — sem kvenmaður — að sé viðeigandi og rétt að ! syrgja unnusta sinn? i Susan hafði á tilfinningunni, jað mikil spenna ríkti milli mann- ! anna tveggja, hún fann að það var hatur milli þeirra. Það var sýni- legt að þeir voru vel kunnugir, en samt hafði yfiriiðsforinginn ekki kannazt við að þekfcja neinn, sem héti Richard Carlebon — Ég veit það sannarlega efcki, stamaði hún, — ég býst við það fari eftir þvi, hversu heitt maður elsfcar viðkomandi aðila. Það varð þögn. Svo skríikti Daniel. Ég hef fengið svarið. Ég geri ráð fyrir að maður verði að deyja til að honum verði Ijóst, hversu lítið menn sakna hans og hversu óþarfur hann er. — En sumra er — saknað mjög mikið, sagði hún. — Það eru hinir heppnu, og ég veit ekki, hvort þeir kunna alltaf að meta það. Hvað segir þú, Frenshaw? David leit út eins og hann gæti myrt bróður sinn með augunum, Daniel sat þarna rólegur og sæli, og erti hann og bar greiniiega; yfirhöndina. Mundi Susan nokkru sinni fyrirgefa honum að hann hafði þagnað meðan hún hafði trú að honum fyrir ást á honum, sem hún efalaust hefði frekar dáið en viðurkennt fyrir honum sjálf- um. Qg hvernig átti hann að sfcýra að hann ætlaði að giftast Fleur. — Ég er sammála því að þeir eru hinir heppnu, sagði hann stuttur í spuna. — Fáir njóta þess að fá að heyra nokkuð gott um sig, meðan þeir eru á líifi, sagði Daniel — og fá að heyra svona mikla gull- hamra um tvíburabróður sinn, Frenshaw hlýtur að vera næstum eins gott og heyra það um sjálfan sig. ' Nú tók herra Marling til máls. Hann hafði horft fast á David og hnyklaði brýrnar. — Þér eruð mjög líkur bróður yðar, Frenshaw, sagði hann stilli- lega. — Þegar þeir voru börn og ung lingar tók fólk oft feil á þeim, sagði Daniel hressilega. — En mér persónulega hefur aldrei fund izt þeir líkir. Eða þá rétt í útliti og búið. — Því er ég sammála, sagði David hranalega, — það er bara útlitið. — Þú metur ekki veslings tví- burabróður þinn sérlega mikils, sagði Daniel stríðnislega. — Ég kæri mig ekki um að tala um hann. Susan hrópaði upp. — Eigið þér við, að yður hafi ekki fallið við David. Er það þess vegna sem þér sýnduð elcki mikinn áhuga á að hjálpa mér að komast að sann- leikanum um dauða hans? Daniel lyfti brúnum — varstu ekki áfjáður í það? Nei, hvaða skömm er að heyra af hinum hrausta riddara okkar. Ég hélt að allar hetjur væru reiðubúnar að þjóta fram og hjálpa ungum stúlkum í neyð — jafnvel þótt um staðgengil væri að ræða. — Staðgengils hetju? hrópaði Susan skelfd upp. — Hvað áttu við. — Hvað er eigjnlega að ykkur strákar? svurði herra Marling og örlaði á óþolinmæði í rödd hans. —Það er ekki brú í þessu sam- tali. — Hvort sem er heil brú i því eða ekki, vildi ég gjaman hitta þig undir fjögur augu, sagði David æstur. — En þér sögðust ebki þefckja neinn sem héti Richard Carleton, greip Susan fram í — og ungfrú Connington ekfci heldur. — Vinur okkar hefur ekki allt- af heitið Richard Caríeton, sagði David. — Ó, sagði Susan og leit á Daniel og aftur skutu grunsemdir 'hennar upp kollinum. — Þú mátt ekki sverta mig um of í augum þessarar ungu stúlku, Frenshaw, sagði Daniel glaðlega. __ Kannsfci þú viljir vera svo elsfculegur að segja henni, að þótt ég hafi ekfci alltaf verið Richard Carleton, er ég ekki peningakúg- ari eða morðingi. Ég er hálfgerður ævintýramaður og hef alltaf verið það, það skal ég játa, bætti hann hógværiega við. — Við erum allir ævintýra- menn, eða þeir okkar, sem hafa hugrekki ti'l að vera það, sagði herra Marling — persónulega hef ég alltaf litið á sjálfan mig sem slíkan. Ég hef aldrei bundið bagga j mína sömu böndum og samferðar- i menn mínir. Og ég held að herra Cariéton geri það ekki heldur. Ég I er honum að minnsta kosti þakk- látur. Ef ekki hafði verið hann þá væri ég lík núna. — Ég hef aldrei dregið hug- prýði Carletons í efa, sagði David. — Þetta var notalega sagt af þér, Frenshaw, sagði Daniel bros- andi. j — Ég held ég megi segja sömu- leiðis við þig. Þegar ég var í Lissa- bon las ég með aðdáun frásögnina um árás þína inn í Noreg, rétt I áður en þú fékkst heiðursmerki j þitt. Vel af sér vikið og mér skilst i þú hafir ekki látið staðar numið j síðan. Ég held ekki að neinn hefði staðið sig betur. Ungfrú Conning- j ton hlýtur að vera mjög hreykin i af þér. BUXNABELTIN FRÁ eru sniðin fyrir ís- lenzkar konur. Þau eru: ★ HLÝ ★ ÞÆGILEG ★ FALLEG. | Fást í: M — L — LX ' HVÍTU SVÖRTU FJÓLUBLÁU og HÚÐLIT. Biðjið um belti. Biðjið um teg- 1030 Heildverzlun Davíðs S. Jónssonar, sími 24-3-33. ÚTVARPIÐ í dag 8.30 Létt morguniög. 8.55 Fréttir . Útdráttur úr forustu- greinum dagblað- anna. 9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morguntón leifcar. Messa í Nes'kirkju. Prest ur: Séra Jón Thorarensen. Org anleikari: Jón ísleifsson. 12.15 Hádegisútvarp 13.15 Nýja testamentið og túlkun þess. Dr theol. Jakob Jónsson flytur síð ara hádegiserindi sitt. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá alþjóð- legri samkeppni í fiðluleik í Montreal í júní s.l. 15.30. Á bókamarkaðinum — Vilhjálni- ur Þ .Gíslason útvarpsstjóri kynnir nýjar bæfcur. 17.00 Barnafcími: Anna Snorradóttir kynnir. 18.00 Tilkynningar. 18. 55 Dagsfcrá fcvöldsins og veð- urfregnir. 19.00 Fréttir 19.20 Tiikynningar 19.25 Kvæði kvöldsins Óskar Haiidórsson námsstjóri velur og les. 19.35 Á hraðbergi Þáttur spaug.vitr- inga. 20.25 Einsöngur í útvarps sal: Margrét Eggertsdóttir alt- söngkona syngur sex lög eftir Sigfús Einarsson. Við píanóið: Guðrún Kristinsdóttir. 20.50 Á víðavangi. Ámi Waag flytur fyrsta þátt sinn um íslenzka náttúru og tekur keldusvínið sem dærni. 21.00 Fréttir, veð- urfregnir og íþróttaspjall 21. 40 Sinfóníuhljómsveit fslands leikur létta tónlist. Stjórnandi Bohdan Wodiczfco. 22.20 Dans- lög. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagsfcrárlok. Mánudagur 31. október. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 12.15 Búnaðarþátt ur Páll Agnar Pálsson yfir- dýralæknir talar um hundafár. 13-35 Við vinnuna: Tónleifcar. 14.40 Við, sem heima sitjum Hildur Kalman les söguna „Upp við fossa“ eftir Þorgils gjallanda (4) 15.00 Miðdegis- útvarp. 16.00 Síðdegisútvarp. 16.40 Börnin sfcrifa Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli les bréf frá ungum hlustend- um. 17.20 Þingfréttir 18.00 Til kynningar. Tónleikar. 1820 Veðurfregnir. 18.55 Dagskrá kvöldsins og veðuriregnir 19 00 Fréttir 19.30 Um daginn og veginn Gylfi Gröndal rit- stjóri talar- 19.50 íþróttir Sig- urður Sigurðsson segir frá. 20-00 „Sjá, dagar koma“ gömlu lögin sungin og leikin 20.20 Athafnamenn Magnús Þórðar son blaðamaður ræðir við AI- bert Guðmundsson. 21.00 Frétt ir og' veðurfregnir 21.30 ís- lenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 21.45 Píanómúsik: Al- fred Cortit leikur prelúdíur eftir Debussy. 22.00 Gullsmið- urinn í Æðey Oscar Clausen rithöfundur flytur fjórða frá- söguþátt sinn. 22.20 Hljóm- plötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.10 Fréttir í stuttu máli. Bridgeþáttur Hjalti Elíasson rafvirkjameist- ari flytur þáttinn og ræðir við Björn Benediktsson póst- mann. 23.40 Dagskráríok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.