Vísir - 28.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 28.10.1975, Blaðsíða 7
VtSIR. Þriðjudagur 28. október 1975. cTVlenningarmál t túninu heima Halldór Laxness Helgafell, 1975. Þegar Sigfús Sigfússon, sagna- þulur, hafði mikið við byrjaði hann ævintýri sín gjarnan svo: Það var inni i djúpum dal undir háu fjalli. Og þá vissi maður að framundan sló gulln- um bjarma af álfdrottningum á berfætta smaladrengi. Eins er um nýja bók Halldórs Laxness, I túninu heima. Af nafninu veit maður að nú mun bjarma af fegurð mannlegrar sambúðar i Moskó. (Mosfellssveit) Siðan Innansveitarkronika kom á prent hefur öllum verið ljóst að i dalnum hér efra hafa túnin ver- ið grænni og mannlifið fjöl- skrúðugra en annars staðar. Og vist er, að i bráð geta ekki aðrar sveitir en Moskó státað af innbyggjara, sem hlotið hefur æðstu viðurkenningu i bók- menntum. Þær geta heldur ekki státað af öðrum eins sagnarit- ara. Þegar menn hafa verið að skrifa siðan þeir byrjuðu að ganga mætti ætla að sæjust á þeim gamalmörk svona að úr túninu og dvelur lengi. Annan morgun vaknar drengurinn við að kominn er gestur i rúm hans. Sambærileg ólikindi er viða að finna i skáldskap höfundar. Urðu barnsminnin honum tilefni slikrar frásagnarlistar? Skoðanir á öllu milli himins og jarðar Fyrir utan að segja fólki frá staðháttum við Laugaveg og i Moskó, og er þá bæði átt við landslag fólks og umhverfis, birtir Halldór margþættar skoðanir sinar á öllu milli him- ins og jarðar, að svo miklu leyti, sem þær eru i orsakasambandi við atvik frá æskuárunum. Minna er um það, að hann haldi fram skoðunum i þessu verki, er horfi sem ólikindatal við augum lesarans. Miklir iþróttamenn um ólikindi voru lengi ásamt honum þeir Vilmundur Jónsson. landlæknir, Þorbergur Þórðar- son og Jón Helgason, prófessor. Þrir af fyrrgreindum mönnum gerðu gys að samtima sinum Fegurð mannlegrar sambúðar í Moskó fimmtiu bókum liðnum. Einnig að hærri aldri fylgdi einskonar frásagnarkergja, eins og verða vill hjá mörgum höfundum, sem hafa fjöld lifað. Engin slik ein- kenni er að sjá á frásögnum i bókinni um túnið heima. Halldór Laxness hefur kannski aldrei verið hressari, fyndnari, einlægari og ástúðlegri en i þessari minningabók, þar sem rakin er á hóflegan hátt saga bernsku höfundar i Reykjavik og æskuára i Laxnesi i Mosfeils- sveit. Líður hjá eins og kvikmynd t beinum frásögnum verksins ræður sjónminni barnsins og unglingsins. Nákomnir ættingj- ar, fólk sem gistir og grannliðið i dalnum liður hjá eins og i kvik- mynd, i stuttum, hnitmiðuðum þáttum, þar sem ein setning segir meira en málsgrein. Þótt þessi knappleiki hljóti að hafa verið næsta erfiður á stundum, þá finnast þess engin merki i frásagnarhættinum. Allt er erfiðislaust, frjálst og án hnökra, þótt höfundur bregði sér i einu vetfangi frá Stebba guide yfir i Tennyson og Shake- speare. Þessi léttleiki frásagnar og færni á sér enga jöfnu i is- lensku ritmáli samtiðarinnar. Myndirnar spretta fram af síðum bókarinnar t túninu heima er svo margslungið verk, að erfitt er að ætla að lýsa þvi að nokkru gagni i stuttri blaðagrein. Höfundur segir frá föður sinum, Guðjóni Helgasyni, Sigriði Halldórsdóttur, móður sinni, og Guðnýju Klængsdóttur, ömrnu sinni, á þann hátt að engan keim hefur af þeim hita og hjart- slætti, sem oft einkennir skrif manna um sina nánustu. Svip- myndir af foreldrum höfundar og ömmu eru samt ekki óskýrar og fjarlægar, heldur spretta þær fram af siðum bókarinnar, sjálfsagðar i sinu daglega um- hverfi, séðar og heyrðar með augum og eyrum barnsins. Umgjörðin er dalurinn, túnið, bærinn, kúahaginn, fráfærurn- ar, mógrafirnar og húsdýrin. Þetta vildi maður sagt hafa Engum getum skal að þvi leitt hvers vegna Halldór kaus að skrifa bók eins og þessa, i stað- inn fyrir að láta beim eftir að fjallá um bernsku hans og æsku, sem um langa hrið eiga eftir að grufla i ævi hans. Á miklum breytingatimum er eðlilegt að mönnum verði hugsað til þeirra ára, þegar heimurinn hékk nokkurn veginn i festingum sin- um. Einnig kemur til ástæðan, sem felsti orðunum: Þetta vildi maður sagt hafa. Og þá verður þvi ekki breytt af seinni tima skoðurum né út úr snúið. Auk þess koma við sögu ýmsir einstaklingar, sem annars lentu seint eða aldrei i bækur, hversu margar sem skrifaðar yrðu um Halldór Laxness. Svo er um Svönu og konuna frá Bár. Matthias Jochumsson skrifaði lesningu. Burtséð frá þvi mundi fátt eitt af þeim sögum, sem skáldið segir þar af sjálfu sér, hafa lifað hefðu þær ekki verið festar á bók. Auk þess hefur lesandinn þar manninn sjálfan i nánasta umhverfi sinu. Hér nefndar tvær bækur eru ekki likar, en i þeim báðum hafa menn náin kynni af persónum. sem eru islendingum mikils virði. Þeim er boðið inn i luktan heim. Ýmislegt með ólíkindum Ýmislegt gerist með ólikind- um i skáldskap Halldórs Lax- ness. Til að reifa af einhverju viti hugsanlegar uppsprettur slikra ólikinda þyrfti langt mál og mikinn samanburð, og gæti svo farið að allt væri það vit- leysa, sem leitað væri eftir. Hins vegar meinast manni ekki hugrenningar um þessi atriði, þegar oftar en einu sinni segir frá óvæntum uppákomum i lifi hins unga manns. Einn dag sprettur Halldóra Alfsdóttir upp BOKMENNTIR Indriði G. Þorsteinsson skrifar reyndu hana á eigin skrokk, með öllu óskiljanleg bilþjóöinni i Reykjavik, að tveim styrjöldum liðnum. Það er einkennileg tilviljun að um þessar mundir er að koma út bók (The greatwarand modern memory), þar sem reynt er að hafa uppi minningar um tiðina rétt handan við striðin, og haft á orði, að þótt örlað hafi á nútima- legum hugsunarhætti fyrir 1914, þá hafi breytingin i Evrópu orð- ið slik næstu fjögur árin, að segja megi að þeir, sem stigu upp úr skotgröfunum að fyrra striði loknu hafi komið með menningu nútimans heim með sér. Var þá fariðaðslá illa i sum gild hugtök, og menn lögðu ekki lengur eyrun við söngvum um guð og kónginn. með þessum hætti. Þorbergur einn trúði. Samneyti þessara fjögurra manna er kapituli út af fyrir sig, ólikt forvitnilegra en bókmenntanám samkvæmt út- lendri formálabók, eins og þeirri, sem kennd er við háskól- ann. Söngurinn um guð og kónginn t túninu heima er timinnfram að fyrra striði ljóslifandi ekki siður en fólkið, viðhorf kynslóð- anna, þar sem amman góða sit- ur i öndvegi, búin slikri sjálfs- ögun að hún hlær aðeins niðri i sér. Fjögurra tima lestagangur er Ur Reykjavik upp að Laxnesi, sem er lengdarmæling handa þeim einum að skilja, sem Fann ekki púðrið í H.C. Andersen Engar skotgrafir voru i Mosfellssveit, aðeins einstöku hlaðkelda. Og það þurfti engan skotgrafahernað til að kenna Halldóri tungumál nýrrar menningar, sem var að ganga yfir löndin. Engu er likara en hann hafi fæðst með fræ hennar undir tungunni þann dag, sem þjóðskörungurinn Þorbjörg Sveinsdóttir tók á móti honum að Laugavegi 32. Af þessari bók verður séð. að Halldór varð strax i æsku næsta fr'ábitinn þeirri menningarlegu staðfestu, sem hann fæddist til, og birtist m.a. i bókum, bæði handa börnum og fullorðnum. Hann virðist snemma hafa verið gagnrýninn á þaðsem hann las, fann t.d. ekki púðrið i H.C. Andersen, en lét sér vel lynda söguna af Mjallhvit. Þá stóð hann lengi i þvi að skrifa eins- konar andhverfu við trúar- skáldsögu eftir Torfhildi Hólm. Það leið að visu nokkur timi þangað til hann skrifaði: Áðan flugu tveir svanir austuryfir, og hóf með þvi skáldsöguna Vefar- inn mikli frá Kasmir. En þeir sem lesa í túninu heima sjá fljótt, að „strákurinn i Laxnesi” ætlaði ekki að semja sig að sið- um járnaldarbænda, og þaðan af siður gerast jábróðir fast- mótaðs menningarandrúms smábæjar á hjara heims. Það var þviengin furða, þótt Halldór Laxness ætti nokkrum hlað- kulda að mæta áðuren islenskur samtimi áttaði sig á þeim breytingum, sem hann var fulltrúi fyrir. Nokkru eftir að timatali bókarinnar i túninu heima lýkur, kom nútimalegur Evrópumaður ofan úr Mosfells- sveit, samstiga þjáningarmönn- um suður i álfu, sem höfðu ákveðið að forsjáin væri úr sög- unni. Út um fleiri koppagrundir t túninu heima er mikill feng- ur fyrir samtiðarmenn Halldórs, fyrir utan að vera upplýsing handa framtiðinni. Þetta er ekki ævisaga eins og við eigum að venjast, enda ekki starfsvani höfundar að skrifa venjulegar bækur. Þótt sumt i frásögninni minni á þjóðsögur i látleysi sinu er allt laxneskt i bókinni. Höfundi verður tiðrætt um kristindóminn og fer auk þess i sprettum út um fleiri koppagrundir en finnast i Moskó, þótt hann hverfi ætið aftur að þeirri þungamiðju tilverunnar, sem sá punktur heimsins hefur verið honum. er i þessari bók kallast túnið heima, sigrænt fyrir sjónum mjögsiglanda. IndriðiG. Þorrteinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.