Vísir - 28.10.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 28.10.1975, Blaðsíða 17
VÍSIR. Þriðjudagur 28. október 1975. 17 í DAG | D KVÖLD Q □AG | D □ J $ * Q □AG | Sjónvarp kl. 22.20: Viðtðl sem vert er að hlusta ó — í þœttinum „Utan úr heimi" í kvöld Þátturinn ,,Utan úr heimi”er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Umsjónarmaður að þessu sinni er Jón Hákon Magnússon, Að venju verður fjallað um erlend málefni sem eru ofarlega á baugi. Fyrst mun Jón Hákon spjalla um Sameinuðu þjóðirnar i til- eí'ni af þvi að þær eru 30 ára um þessar rnundir. Þá verður viðtal við fram- kvæmdastjóra Amnesty Inter- national, Martin Ennals, sem hér var á ferðinni fyrir nokkru. Spjaliað verður við hann um starf þessara samtaka, aftök- urnar á Spáni, pyntingar i Sovétrikjunum, Uganda, Chile og viðar. Næst verður svo viðtal við séra Richard Wumbrandt rúmenskan prest sem sat þar i fangelsi i nærri 15 ár. Rætt verður við hann um starfið og ýmislegt fleira. Viðtölin bæði eru mjög at- hyglisverö, enda mennirnir báðir áhugaverðir. Þátturinn hefst klukkan 22.20 i kvöld. —EA Jón Hákon Magnússon sér um þáttinn „Utan úr heimi” i sjón- varpinu i kvöld. Guðmundur — blaðamaður á Alþýðublaðinu stjórnar þættin- um. I.jósmyndir: Loftur Útvarp kl. 20.50: Asgeir — blaðamaður og popp- skrifari hjá Dagblaðinu og rit- stjóri Samsonar. Spjalla um pop- skrif f jölmiðla Poppskrif i fjölmiðlum verða tekin fyrir frá ýmsum hiiðum i þætti Guðmundar Árna Stefáns- sonar „Frá ýmsum hliðum”, i útvarpinu kl. 20.50 i kvöld. Guðmundur, sem starfar sem blaðamaður hjá Alþýðublaðinu, fær þrjá unga menn til að ræða um það hvort þær siður dag- blaða og annarra fjölmiðla sem fjalla um popp og efm t'yrir ungt fólk, standi fyrir sinu. Þeir munu fjalla um þaðhvort þessar siður séu of einhæfar, og hvað mætti sjást meira á þeim. Þeirsem spjalla við Guðmund eru einmitt mennirnir sjálfir sem skrifa siðurnar. Þeir eru Halldór Andrésson, sem skrifar „klásúlur” Þjóðviljans, Smári Valgeirsson, sem skrifar „Babbl” i Vikuna, og starfar einnig sem blaðamaður hjá Samúel, og Ásgeir Tómasson, blaðamaður hjá Dagblaðinu, og ritstjóri popptimaritsins Sam- son, sem væntalegt er á markað innan skamms. Með Guðmundi Árna Stefáns- syni starfar Þorvarður Jón Viktorsson að gerð þáttarins „Frá ýmsum hliðum”. Annað efni i þættinum i kvöld er viðtal við Helga Jónsson, sem rekur flugskóla Helga Jónsson- ar, um störf fiugmanna. Við- talið er liður i starfskynningum sem fyrirhugaðar eru i þættin- um. Þá er einnig rætt við Mar- geir Pétursson skákmanninn unga, og ungt fólk flytur skemmtiefni. — EA Sjónvarp kl. 21.30 Ástin í ýmsum myndum Astin birtist enn I ýmsum myndum á skerminum i kvöld. Nú verða sýndar þrjár myndir, og heitir sú fyrsta: Astin og taugabilaði fulltrúinn. Hún segir frá manni nokkrum sem hækkar i tign og fær við það einkaritara. Áður hafði hann haft einkaritara með öðrum, en nú situr hann einn að hnossinu. Það vill svo til að einkarit- arinn er gæddur sérlega mikl- um kyntöfrum. Maðurinn á bágt með að leiða það hjá sér, og fyrsti hálfi mánuðurinn fer al- veg i rusl. En það breytist til batnaðar, einkaritarinn fær sér meðaí annars gleraugu og nýjan kjól.. Ástin og puttalingurinn heitir næsta mynd. Hún segir frá stúlku, sem ferðast á puttanum. Hún hittir á karlmann, sem heldur að hún sé lifvænlegasta stúlka, þar sem hún er öll hin hippalegasta. En stúlkan reynist mjög sér- vitur, og það kemur i ljós, að hún berst meðal annars hörðum höndum gegn mengun. Hún er jurtaæta og getur ekki einu sinni drukkið vatn úr krana, þvi það er mengað.. Siðasta myndin heitir svo Ástin og happadrátturinn. Þar koma við sögu ung hjón og syst- ir frúarinnar. Maðurinn hefur farið á frimerkjasýningu i Chi- cago og hittir þar leikara. Konurnar eiga bágt með að trúa þvi að hann hafi hitt leik- ara. En einn daginn lætur leik- arinn frá sér heyra. og nú vill hann koma að sjá frimerki mannsins. Það er nóg til þess að allt heimilið fer á annan endann. — EA llalldór — skrifar „klásúlur” Þjóðviljans. Sinári — skrilar el'ni íyrir ungt fólk i Vikuna og Samúel. Þú kallar svo á mig, gainli, el' eitthvað kemur i „Astina” sein liorlandi er á...... Þú fyrirgefur Boggi minn, en það var árshátið hjá okkur i gærkvöldi! UTVARP Þriðjudagur 28. október 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Vettvangur Umsjón Sigmar B. Hauksson. 1 fyrsta þættinum er fjallað um umferðarslys. 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist a. Sónatina fyrir pianó eftir Leif Þór- arinsson. Kristinn Gestsson leikur. b. Trió fyrir óbó, klarinettu og horn eftir Jón Nordal. Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason og Stefán Þ. Stephensen leika. c. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson við ljóð eftir Ninu Björk Árnadóttur. Elisabet E rlingsdóttir syngur, Gunnar Egilsson leikur á klarinettu, Pétur Þorvaldsson á selló og Reynir Sigurðsson á ásláttarhljóðfærii höfundur stjórnar. d. Sinfónia i f-moll, „Ésja”, eftir Karl O Runólfsson Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur, Bohdan Wodiczko stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving fóstra stjórnar. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Um markmið náms og kennslu Hrólfur Kjartans- son kennari flytur erindi. 20.00 Lög unga fótksins Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum Guðmundur Árni Stefánsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Kvöldtónleikar a. Cecil Ousset leikur á pianó verk eftir Emmanuel Chabrier. b. Orchestre de Paris leikur Carmen-svitu eftir Georges Bizet, Daniel Barenboim stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (6). 22.35 Harmonikulög Harry Mooten leikur 23. 00 Á hljóðbergi. Das Hexenlied (Galdranornin). Kvæði eftir Wildenbruch, tónlist eftir Max von Schill- ings. Filharmóniusveitin i Berlin leikur undir stjórn Max von Schillings. Fram- sögn: Ludwig Wiiller. — Á undan flutningi verksins verðu lesin óbundin þýðing þess eftir Guðrún Reykholt. 23.40 Fréttir i stuttu máli Dagskrárlok. SJONVARP Þriðjudagur 28. október 20.00 Fréttir og veðuv 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Lifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. Þýð- andi Auður Gestdóttir Þul- ur Ólafur Guðmundsson. 20.55 Þrýstihópar og þjóðar- hagur — umræðuþáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.30 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwaid. 22.20 Útan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Úmsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.50 Dagskrárlok. ; :lk F . b v Kl AÍTOFNb".' Rt Vk\.\x'IKURBORGAR Stórt einbýlis- eða raðhús óskast til leigu lyrir rólegt vistheimili. Leigusamningur til lengri tima. Nánari upplýsingar gefa yfirmaður fjöl- skyldudeildar og húsnæðisfulltrúi i sima 2.í.»()l) fyrir hádegi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.