Vísir - 28.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 28.10.1975, Blaðsíða 19
VtSIR. Þriftjudagur 28. október 1975. 19 Brátt rætist draumurinn eftir tuttugu og fimm ára biö. GIsli Halldórsson f hlutverki sinu sem gjaldkeri útibúsins. cTVIenningarmál Veiðitúr í stofunni seni drukknar í viskn Stóra stundin er runnin upp. Fyrsti dagur sæl- unnar hafinn. Konan far- in! í fyrsta skipti í tutt- ugu og fimm ár lyftist brúnin á Kjötleifi Gras- dal í Gónholti, gjaldkera útibúsins.— Næsta dag er hún sigin aftur niðrá kinn og ömurleikinn, nýr ömurleiki, heldur innreið sína, — enn verri en áður. Anægja gjaldkerans nær full- komnun þar sem hann heldur á veiðistönginni og hugurinn er kominn i grasdalinn þar sem áin liðast tær og fögur og hann veið- irfisk. Hann lygnir aftur augun- um og brosir, stórkostlegt. Gisli Halldórsson er leikari á heims- mælikvarða og ennþá betri leik- ari þegar hann fær hlutverk sem virðast gerð handa honum ein- um. Enda er leikritið mjög gott, frábært, þar sem hann leikur einleik, lætur sig dreyma eða talar i sima. En þegar aðrir blandast i spilið fer gamanið að kárna, enda ekki hverjum sem er ætlandi að standa Gisla á sporði i leik sem þessum. Draumurinn er veiðitúr i ó- byggðum, en honum er drekkt i viskii og önglarnir verða eins og delerium daginn eftir. Það er hryllilegt vandamál að ná önglunum úr mublunum. Það er jafnvel verra heldur en að hafa konuna heima, enda er hún myndarkona og heiðurskona. Sælan endaði i hryllilegri martröð og eiginlega fannst mér leikritíð enda þar lika. Það vantaði i það einhverja spennu, eitthvað meira áþreifanlegra ' heldur en striðið við eðlurnar og önglana. Það datt úr leikritinu botninn. Kannski var það ekki aðeins að kenna leiktextanum heldur lika leikurunum. Þeir, og reyndar lika leikstjórinn, létu sér verða á mistök sem skemmdu, það auðsjáanlegasta var t.d. mismæli tveggja leikar- anna. Annars var leikrit Laxness kærkomin tilbreyting i sjónvarpið eftir allt það erlenda efni, sem dunið hefur yfir alþjóð að undanförnu og sattað segja er það heimilislegra' og ánægju- legra að sjá eitthvað sem er frá landanum komið. En um leið horfir maður á verkið með meiri gagnrýni en ella, það er eins og maður vakni skyndilega fyrir framan kassann. RJ Sveinbjörn Matthiasson og Gisli Halldórsson i hlijtverkum sinum i leikritinu Veiðitúr i óbyggöum. Sveinbjörn hcldur á ,,cðlu” eða „einhverju sem lekur”. c/Menningarmál Ný þjónusta Tökum vélhjól i umboðssölu. Ilöfum til sölu 2 stk. Suzuki 50 árg. ’74. Bílasport sf. Laugavegi 168, simi 28870 (Brautarholts- megin). Atvinnuhúsnœði U.þ.b. 400 ferm. húsnæði, mjög vel frá- gengið meö fallegu útsýni til allra átta, til leigu. Hentugt fyrir félagssamtök, skrif- stofur, lager, o.fl. o.fl. Til greina kemur að leigja húsnæðið i fleira en einu lagi. f verslunarfélagið, Tunguhálsi 7, Reykjavik. Sími 82700. Lausar stöður íslenzka járnblendifélagið h.f. auglýsir hér með eftir umsóknum um eftirtalin störf við járnblendiverksmiðju félagsins að Grundartanga i Hvalfirði. 1. Stýritölvufræðingur (process control computer engineer) ■Umsækjendur þurfa að hafa B.S. próf eða jafngildi þess i rafmagnsverkfræði og gott vald i enskri tungu. Starfsreynsla i gerð forskrifta og notkun tölva er æskileg, en ekki nauðsynleg. Umsækjendur verða að vera fúsir til þess að fara innan skamms til Bandarikjanna til þjálfunar og starfa að hliðstæðum verk- efnum hjá Union Carbide Corporation, og að þvi búnu að vinna að uppsetningu, próf- un, gerð forskrifta og starfrækslu stýri- tölvu verksmiðjunnar. 2. Málmfræðingur (metallurgist) Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði málmfræði eða ólifrænnar efnafræði, og gott vald á enskri tungu. Starfsreynsla er æskileg, en ekki skilyrði. Umsækjendur verða að vera fúsir til þess að fara utan til þjálfunar, ef þörf krefur. Starfið er fóigið i stjórnun i ofnhúsi undir yfirstjórn tæknilegs framkvæmdastjóra. Það nær til reksturs ofnanna, hráefna- blöndunar, aftöppunar og málmsteypu. Skriflegar umsóknir sendist til íslenzka járnblendifélagsins h/f, Lágmúla 9, Reykjavik-^yrir 17. nóvember 1975. Reykjavik, 24. október 1975 íslenska járnblendifélagið hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.