Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 4
4 ViSIR. Laugardagur 1. nóvember 1975 KIRKTAN O O ÞTÓÐIXr Helga og Gisli Sigurbjörnsson á móti gestunum opnum örmum. Guðsþjónustu flutti sr. Magnús Guðmundsson fyrrv. próf. frá Ólafsvik i Hveragerðiskirkju við góða aðsókn. Siðan var gengið um hús og lendur Ass undir leiðsögn forstjórans, sem sýndi gestunum siðustu fram- kvæmdir, þ.á.m. hús fyrir vist- menn, sem senn verða tekin til notkunar. Yfir rausnarlegu kaffiborði flutti forstjórinn fróðlega ræðu fyrir gestina og kom viða við að vanda. En formaður hinna öldruðu presta, sr. Jón Skagan, þakkaði fyrir hönd sinna félaga. Siðan var haldið heim með góðar minningar um glaðan dag i nesti til framtiðarinnar. Frú Ingibjörg Briem og ýmsir kringum hana. Kr. Guðrún Melax og fr. Aslaug Gunnlaugsdóttir. (Myndirnar tók Björg Þorleifsdóttir). NYSKÖPUN Opinb. Jóh. 21. 1-7. tdag— á Allraheilagramessu — er hugleiðingarefnið texti i Opinberun Jóhannesar. Svo er taliö aö það rit sé skrif- aö á þeim tíma, sem kristnu söfnuðirnir urðu fyrir miklum ofsóknum af rikisvaldinu, til þess að veita hinum trúuðu huggun og hughreystingu og telja f þá kjark og dug til að standast pislir og raunir. Höfundur Opinberunarbókar- innar hvetur alla kristna menn til aö legg ja heldur lífið í sölurn- ar en aö ganga aftur heiðninni á hönd. Þess vegna dregur hann upp litsterkar myndir af dýrð pislarvottanna og þeirri himnesku sælu sem þeir eigi i vændum ef þeir reynist trúir og standi stöðugir allt til enda. Eina lýsingu á þeirri sýn höfundarins er að finna i 7. kap. Óteljandi manngrúi er frammi fyrir hinu himneska hásæti. Þeir eru skrýddir hvltum skikkjum, hafa pálma i höndum og hefja upp lofsöng til dýröar honum sem i hásætinu situr. Og öldungurinn segir sjáandanum að þetta séu þeir sem gengið hafa meö hreinan skjöld gegn- um þrengingu jarðlifsins og hvitfágast I lambsins blóði. Þeirra kvöl er á enda. Þá mun ekki framar hungra, ekki fram- ar þyrsta, eigi mun heldur sól brenna þá, þvi að lambið mun gæta þeirra og leiða þá til lif- andi vatnslinda — og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra. Þessar voldugu sýnir ber fyrir augu höfundarins og þær hafa oröið mörgu sálma- skáldinu mikil yrkisefni: Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöli, er fjölsett gnæfa i skrúöi af mjöll, hið prúða lið, sem pálmavið fyr’ hástól heldur á. Ó, mikli, frlöi hetjuher af hjarta með þér gleöjumst vér, þú reyndist trúr og raunum úr, ert leiddur, laun aö fá. En þó aö Op. Jóh. fjalli fyrst og fremst um þau laun sem hin- ir staðföstu og trúú hljóta þegar lifsstríði þeirra er lokið, þá hljóma þar lika aðrir tónar. Höfundi er það ljóst að visu aö hinnar fullkomnu sælu guðs- barna er fyrst að vænta handan viö dauöans djúp. En hann veit aö þessi jörð er lika hluti af Guðs viðu veröld og að hann læt- ur sér lika annt um börnin sin meðan þau eiga hér dvöl. Og þaö veitir sanriarlega ekki af. Hver getur i raun og veru hjálpað og hjúkrað þessu særða og hrjáða jarðarbarni nema hinn góði Guð? Frá honum sem i hásæti situr skal hjálpin koma til mannanna hér á jörð og gera hana að betri og byggi- legri stað fyrir mannkynið til að skapa hér meira réttlæti, öryggi, friö og sanna farsæld. Og svo mikils var hér vant, að dómi hans, sem skrifaði Op. Jóh. að hér dugði ekkert minna en ný jörð. Já, ný jörð! Hver er meining þeirra orða i Op. Jóh.? Getum við tekið þau i bókstaflegri merkingu? Það er nú að visu svo aö á síðustu timum eru menn farnir i alvöru að tala um þann möguleika, að endalok mannkynsins séu i nánd. En þau eru ekki að nálgast vegna yfir- náttúrlegra atburða heldur vegna þess að viti, þekkingu og snilligáfu mannanna er þannig beitt að það geti leitt til eyðing- ar — endaloka — dauða. A sama hátt getur hin nýja jöröorðiö til með þvi móti, ekki vegna þess að yfirnátturlegir kraftar gripi i taumana, sundri þessum jarðarleir og búi annan nýjan, heldur að Guð umskapi svo hjörtu mannanna að þeir noti efnisgæðin til að byggja upp betri heim heldur en nokkru sinni, búa mönnum meira frelsi, rýmri kjör heldur en þeir hafa áður átt við að búa. I þessu tilliti ætla mennirnir sér að byggja nýjan og betri heim. Og öll von- um við þaö að svo muni verða. Þó efumst við stórlega aö þetta takist. Og sá efi er svo rikur i huga okkar vegna þess að það er ekki byrjað á réttum stað. Þaö er ekki byrjað á sjálfri undir- stöðunni — hjörtum mannanna. Til þess að gera þetta þarf mað- urinn aö verða nýr maður. Minna dugir ekki. Þetta er krafa kristindómsins. Svona djúpt vill hann rista fyrir rætur meinanna, svona róttækur er hann af þvi að hann sér að ekk- ert annað getur hjálpað. A þetta leggur kristin kenning megin áherslu! Sá sem er i samfélagi við Krist Jesúm, hann er nýr maöur. Gjörið iðrun, takiö sinnaskiptum, er boðskapur hans. Yður ber að endurfæðast o.s.frv. A þessum boðskap um hiö nýja mannkyn, endurfæö- ingu þess, hafa mennirnir alltaf henykslast. En er þetta samt ekki alveg hið nauðsynlega, hið eðlilega. Til hvers er að öðlast frelsi en hafa ekki vit á að nota það? Til hvers er að fjölga tóm- stundum og verja þeim til auö- virðilegra '„skemmtana” eða spillandi nautnalifs? Til hvers er aö smiða vélar og gera upp- finningar ef þær notast ekki mönnunum til blessunar? Já, vissulega ættum við að vera bú- in aö fá nóg af þeim stefnum og kenningum sem ætla að bjarga mannkyninu einungis með þvi að bæta þess ytri kjör, breyta hinu ytra skipulagi. Vitanlega getur það valdiö miklu en umbætur á þvi taka ekki til aðalmeinsemdanna og þess- vegna sækir aftur i sama horf. En þessi nýsköpun mann- kynsins, þessi umsköpun hjartnanna, hvernig má hún veröa? Er hún á valdi nokkurs manns? Nei, vitanlega ekki. Hvernig ætti maðurinn sem „mengar ei hið minnsta blað að mynda á blómi smáu”, hvernig ætti hann að geta skapað nýja veröld, nýjan heim? Og alveg sama er að segja um andans heim, það hjartalag, þann sálarlega grundvöll, sem að baki verknaðarins býr. Slikt getur enginn skapað nema'hann,' hinn eini, sem er skaparinn.og af náð sinni hefur hann unnt oss mönnunum að eiga þátt i þeirri sköpun, og ef við höfnum þeirri þátttöku fáum við ekki lifað. Guð er hinn mikli gróðursetjari sem hefur plantað eilifum anda i okkar holdlegu hjörtu. Við vit- um hve gróðurinn — ávöxturinn — er mikið undir jarðveginum kominn. Hann einn er á okkar valdi. Það eina sem við getum gert er aö þiggja hina guðlegu gjöf, gera okkur hæfa fyrir hana svo að við megun bera ávexti andans sem eru hin eina sanna nýsköpun. Kærleikur — friðun- argleði — langlyndi — góðvild. Þetta er lögmál hins nýja heims, ritað á mannanna lifandi hjörtu. Einu sinni var maður önnum kafinn við vinnu sina. Sonur hans, ungur drengur, var alltaf að ónáða hann með spurning- um. Til þess að fá honum eitt- hvað að sýsla tók hann blað úr bók, sem á var prentað stórt landabréf, klippti það i smáhluta og sagði honum að una sér við að setja það saman. Faðir hans varð hissa á, hve stuttan tima drengurinn þurfti tilað koma þvi i rétt horf. Þegar hann gáði betur að, sá hann, að hinum megin á blaðinu var stór mynd af manni. Hana hafði drengurinn strax fundiö og henni gat hann auðveldlega rað- aö. Er það ekki einmitt þetta sem þarf til aö koma lagi á skipun málanna? Er það ekki að finna leiðina inn að mannshjörtunum og greiða áhrifum Guðs veg inn i sálir mannanna svo aðhann fái mótaö þær með skapandi kærleiksmætti sinum. Þessvegna skal hugsun okkar á þessari Allraheilagramessu vera fólgin i bæninni i þessu al- kunna versi: Þinn andi, Guð, mitt helgi og betrihjarta og hreinsi það af allri villu ogsynd. Og höll þar inni byggi dýra og bjarta er blfða sifellt geymi Jesú mvnd ________________________________ A götu i Hveragcrfti. Vift gluggann út I garftinn. Það var glaður hópur, sem hélt austur yfir Hellisheiði þennan dag Nú ermikiðrættumþað, hvað gert skuli fyrir hina öldruðu, ekki aðeins til aö sjá þeim fyrir efnalegu öryggi, viðunandi hús- næði sæmilegri aðbúð o.s.frv., heldur einnig að gera þeim kleift að njóta lifsins eins og ald- urinn, heilsan og aðstaðan leyf- ir. Eyða einmanakennd þeirra, fylla tómið kringum þá, gera þeim öðru hverju glaðan dag. Hér á Kirkjusiðunni að þessu sinni verður getið um einn slikan dag á s.l. sumri. Það er þegar fyrrverandi prestar ásamt konum sinum, svo og prestsekkjur, nutu þeirrar ánægju að heimsækja As i Hveragerði í boði Elli- heimilisins Grundar i Reykja- vi'k. Þetta var hásumardagur, sunnudagtur seint i júli, veður milt og kyrrt en þykkt I lofti. Það var glaður hópur, sem hélt austur yfir Hellisheiði þennan dag. Til þessa dags hafði fólkið hlakkað. Það varð heldur ekki fyrir vonbrigðum, þótt hið vot- viðrasama sumar léti sig ekki án vitnisburðar hér sunnan- lands frekar en endranær. Fyrir austan tóku þau frú Þrir á tali.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.