Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 3
VÍSIR. Laugardagur 1. nóvember 1975 3 Þannig litur hann út, Ford'Granada GL 2300, frá Þýskalandi. Innflutningur að hefjast ó þýskum Ford bílum Hagstætt gengi þýska marksins og litil verðbólga i Þýskalandi hafa leitt til þess að Ford-umboðið Sveinn Egilsson ætlar nú að hefja innfiutning á þýskum Ford bilum. Það ery þýsku útgáfurnar af Ford Granada og Ford Capri sem fluttar verða inn. Ford Granada er fólksbfll af milli- stærð. Hann er þó rúmbetri að innan en margir ameriskir bílar. Hægt er að fá tvær útgáfur af þessum bil, með 2 litra vél, og með 2,3 litra vél. Sá fyrrnefndi mun kosta i kringum 1900 þúsund, en sá sfðarnefndi 2370 þúsund með sjálfskiptingu og vökvastýri. Ford Capri billinn er með' sportlegu sniði. GT útgáfan, með 1,6 litra vél kostar u.þ.b. 1540 þúsund, en GT Sport tæp- lega 1700 þúsund. Sýningarbilar eru væntan- legir til umboðsins siðar i þessum mánuði. —ÓII Hneykslaðir á fram- komu íslendinga A ulþjóðþingi lögfræðinga i Washington, sem haldið var í'yrir skömmu, gætti þess mjög, að lög- fræðingar og ekki sist dómarar, væru mjög hneykslaðir vegna þeirrar ákvörðunar islensku rikisstjórnarinnar að láta ekki fulltrúa sina mæta I Alþjóðadóm- stólnum i Haag. Er þá átt við, þegar kærumál breta á hendur is- lendingum vegna útfærslu land- helginnar, var tekið fyrir. Þetta segja þeir Páll S. Páls- son, hrl. og dr. Gunnlaugur Þórð- arson, hrl., sem voru fulltrúar Is- lands á þinginu. A þinginu tók dr. Gunnlaugur þátt i umræðum og ályktunum um hafréttarmál, og færði rök fvrir ákvörðun islendinga um út- færslu landhelginnar i 200 milur. Einnig tók hann þátt i umræðum um hvalveiðar, og benti á hve stranglega islendingar fylgdu alþjóðlegum ákvörðunum um takmarkaðar hvalveiðar. Páll S. Pálsson tók þátt i funda- höldum og nefndastörfum um Alþjóðadómstólinn, en hann var skipaður framsögumaður og skil- aði ráðstefnunni sameiginlegri ályktun um aukið valdsvið Alþjóðadómstólsins. Um 4000 lögfræðingar sóttu þingið, en meðal viðfangsefna þess voru al- menn mannréttindi, flótta- mannavandamálið, Alþjóðadóm- stóllinn, hafréttur, hvalveiðar, mengun lofts og sjávar og fleira. EINN HEIMUR - EIN STJÓRN „Drottinvald Guðs” er stef móts. sem hófst hjá vottum Jehóva i Reykjavik á fimmtudag. Þeir segja, að i sambandi við þetta stef séu mörg atriði. sem bendi á hvers vegna Guð muni brátt binda enda á þetta núverandi kerfi og stofni rikið, sem flestir kristnir menn biðji um i „Faðir vorinu”. Enginn strœtisvagn geng- ur í stórt iðnaðarhverfi i hverfi þar sem vinna um átta hundruð manns gengur enginn strætisvagn. Þannig er þetta i Iðnvogunum og veldur að vonum mikilli óánægju meðal þeirra er þar starfa. Þeir sem þar vinna eða þurfa að leita þangað eru þvi tilneyddir að eiga bD. Þeir sem ekki eiga bil en þurfa einhverra erinda i Iðn- vogana taka þá leið tvö og ganga svo afganginn. Og það er ekki sérlega björguleg leið. Ekki fyrirfinnst nein gangstétt og niður bratta brekku þarf að fara. Þar myndast oft hið mesta forað og á vetrum koma hættu- legir hálkublettir. Þeir sem þurfa að fara yfir Elliðavoginn verða að sæta lagi, þvi bilar þjóta stöðugt eftir hrað- brautinni. Visir bar málið undir Eirik Ásgeirsson, forstjora SVR, sem sagði: „Við getum ekki bætt úr þessu nema hafa til þess fjármagn. Þar sem þetta er atvinnuhverfi er þörfin eðlilega mest i upphafi og við lok vinnutima. Þó þurfa vitan- lega ýmsir að leita þangað á öðrum timum. Ekki er rekstrargrundvöllur fyrir þvi að sérstakur vagn gangi þangað og útilokað er að leið tvö geti farið þarna um. A sinum tima var reynt að tengja hverfið við nýja leiða- kerfið en það tókst ekki. Siðan hefur þetta mál ekki verið á dag- skrá. Sjálfsagt er nú að huga að þvi hvort ekki sé hægt að setja viðkomustöð á’leið 12 sem næst hverfinu, áður en vagninn beygir upp á Miklubraut.” —EKG A mótinu verða meðal annars sýnd ljögur leikrit. sem eiga að stuðla að aukn- um skilningi á spádómlegum fyrirmyndum Bibliunnar og þýðingu þeirra fyrir menn. Hámarki nær mótið á morgun, sunnudag, en þá veröur fluttur fyrirlestur, sem nefnist „Einn heimur. ein stjórn vegna drottins- valds Guðs”. Friðrik Gisla- son flytur þetta erindi. Hliðstæð mót hafa verið haldin viða um land i sumar. og er búist við gestum viöa af landinu. Voltar Jehóva hafa i söfnuði sinum Bibliuskóla. v og bjóða ókeypis Bibliunám. Allir eru velkomnir á þella mót, sem er haldið að Sogavegi 71. 67 ÁRA OG ELDRI FÁ ÓKEYPIS KAFFI Eyfirskar konur í Reykjavík safna fé Kvennadeild Ey firðingafé- lagsins I Revkjavik hefur kaffi- sölu og fjölskyldukaffi i Súlnasal Hótel Sögu á morgun, sunnudag, klukkan 15. Þar verður einnig basar og kvenfélagið býður sér- staklega ölluni eyfirðingum 67 ára og eldri ókcypis veitingar. Þessi kaffisala hefur verið ár- legur viðburður, og vel sótt af norðlendingum, sem búa hér syðra. Að undanförnu hefur Eyfirð- ingafélagið styrkt margvislega liknar- og menningarstarfsemi norðanlands, meðal annars lagt fram fé til hjartabils á Akureyri og til Minjasafnsins. Agóða af kaffisölunni á morgun verður varið til sambærilegra mála fyrir norðan. RÆÐA STÖÐU ÁHUGA- LEIKHÚSANNA . . Um þessa helgi minnist Bandalag is- lenskra leikfélaga, BÍL, þess, áð 25 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þetta er gert með ráð- stefnu, þar sem fjallað er um stöðu áhugaleik- félaga, starf þeirra og stöðu. Ráðstefnuna sækja um 40 fulltrúar hvaðanæva af landinu, og auk þess er boðið gestum frá stofnunum og, félagasamtökum tengdum leiklistarstarfi. Fylkir Agústsson, fulltrúi Litla leik- klúbbsins á tsafirði flytur fram- sögu um viðfangsefni ráðstefn- unnar. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, flytur ávarp, og nokkur erindi verða flutt. Ráðstefnan verður i Tjarn- arbúö og hefst klukkan 14 i dag og á morgun. Hreindyrasteikur okkar eru í sérflokki og Nautasteikurnar, í miklu úrvali.eru ekki síðri. Pizzurnar okkar eru rómaöar, en þar höfum við líka langa reynslu að baki. Sendum heim of óskaó er Smárétt fyrir einn eóa smttur fyrir heilt partý — en þá veróur að Vió bjóóum yóur skjóta þjónustu i þægilegu og notalegu umhverfi Ljuffengt og gott HALTI HANINN LAUGAVEG 178 (VIÐ HLIÐINA Á SJÓNVARPINU) FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL Við bjóöum í dag fjölbreyttari matseðil en nokkru sinni áður — m.a. 28 steikur, 15 tegundir af pizza og 20 smárétti. Allir réttir okkar eru sérlagaðir. Við höfum opið frá kl. 9 - 21.30 alla daga nema sunnudaga 10-21.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.