Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 24
visir Laugardagur 1. nóvember 1975 Tolla- lœkkan- ir um óramót Hresst upp ó skemmtanalífið Dönsk nektar- dansmey kemur til Reykjavíkur í næstu viku, til að skemmta á veitingahúsum borgar- innar. Baldur Ágústsson og Ámundi Ámundason, umboðsmaður, standa fyrir komu stúlkunnar hingað. „Við erum aðallega að fá hana hingað til að hressa upp á fólkið svona i byrjun skamm- degisins,” sagði Baldur, þegar Visir ræddi við hann i gær. Hann sagði að nektardans- Fáum danska nektardansmey meyjan væri tvitug, héti Maria Teresa, og væri meöal þekktari skemmtikrafta á þessu sviði i Danmörku. „Það hefur ekkert almenni- legt skemmtanalif verið hér á landi i langan tima. Veitinga- húsin bjóða ekki upp á neitt nema dans og músik. Okkur fannst tilefni til að gera eitthvað i þessu,” sagði Baldur. Mariia Teresa kemur frá einum stærsta umboösmanm skemmtikrafta i Danmprku, Eugen Tajmer. Hann er islend- ingum að góðu kunnur, þvi fyrir nokkrum árum söng hann á Hótel Borg. Maria Teresa kemur til með að skemmta á Röðli, i Skiphól, Festi, og jafnvel viðar. A fimmtudag var gengið frá ráðningarsamningi hennar. Gert er ráð fyrir að hún verði hér i þrjár til fjórar vikur. Hún mun aðeins skemmta á Stór- Reykjavikursvæðinu. Upp undir sex ár eru siðan nektardansmey kom hingað siðast. Sigmar i Sigtúni var ötull við að láta þær troða upp hjá sér. Margir muna eftir Sabinu, sem var einna frægust þeirra. Maria Teresa byrjar að skemmta um leið og hún kemur hingað. —ÓH „Um áramótin koma til fram- kvæmda verulegar tollalækkan- ir. Er bæði um að ræða tolla- lækkanir sem leiða af inngöngu islands i EFTA og samningum islands við EBE. Einnig lækka tollar á hráefni til iðnaöar," sagði Þorsteinn Ólafsson, deild- arstjóri i fjármálaráðuneytinu, i samtali við Visi. Tollar af erlendum sam- keppnisvörum lækka um 10% miöað við tolla i ársbyrjun 1970. Þegar tollalækkun þessari lýkur verða eftir 4 ár af 10 ára aðlög- unartima þeim, sem islenskur iðnaður fékk við inngönguna i EFTA. Frá og með næstu áramótum lækka lika tollar á hráefnum til iðnaöar. Með þeirri tollalækkun falla tollar á þeim alveg niður Um áramótin lækka lika toll- ar á vörum frá löndum utan EFTA og EBE nokkuð, til sam- ræmis við tollalækkun á vörum frá EBE og EFTA löndunum. Skv. fjárlögum þýða tolla- lækkanirnar um áramótin 800 m. kr. tekjurýrnun hjá rikissjóði. Þorsteinn skýrði frá þvi að tollskráin væri nú i endurskoð- un. Er ætlunin að ljúka henni það snemma að hægt verði að bera fram frumvarp að nýjum tollskrárlögum næsta haust, enda falla núverandi lög úr gildi um áramótin 1976-1977. í hinum nýju tollskrárlögum verður ákveðið til frambúðar tollmun á innflutningi frá lönd- um utan EBE og ÉFTA og lönd- um innan þessara bandalaga. —EKG Skuldum rússum og œtl- um oð selja þeim meira.. Sovétmenn og islend- ingar undirrituðu við- skiptasamning i gær að loknum samningavið- ræðum, er tóku viku. Samningurinn gildir i fimm ár, og er gert ráð fyrir auknum útflutningi til Sovétrikjanna. Þrátt fyrir það er ekki búist við, að greiðslujöfnuður fáist i við- skjptum landanna vegna mikillar hækkunar sem orðið hefur á oliu- verði. 1 samningnum er lýst yfir þvi, að báðir aðilar skuli leitast við að auka viðskiptin og stéfna að eins miklum jöfnuði og frekast er unnt. — Islendingar skulda sovétmönnum miklar fjárhæðir, allt að 1500 milljónum króna. Þá er gert ráð fyrir, að allar vörur verði greiddar i frjálsum, skiptanlegum gjaldeyri. — Við- skiptin verða þvi ekki lengur á jafnkaupagrundvelli. 1 samningnum er gert ráð fyrir þvi, að islendingar selji rússum fryst fiskflök, heilfrystan fisk, fiskimjöl, slatsild, prjónaðar ullarvörur, teppi, málningu og nðursoðið og niðurlagt fiskmeti. A hinn bóginn kaupa islending- ar af rússum brennsluoliur og bensin, vélar og tæki, bifreiðir, timbur, stálpipur og rúðugler. Myndin var tekin i gær eftir að saningurinn hafði verið undirrit- aður. Ljósm. Jim. Halló krakkar Frumsýning í dag í Hafnarfirði Það leynir sér ekki að þettta er sko gaman. Krakkarnir á sýn- ingunni koma úr salnum og skella sér i gervi dverganna sjö og leika og syngja með af hjart- ans lyst. Það er ólikt meira gaman að fá að taka þátt i sýn- ingunni sjálfur I staö þess að horfa bara á, þó það sé nú lika óneitanlega spennandi. „Æ, æ, hvernig skyldi þetta nú fara,” hugsa þær scnnilega stöllurnar tvær og fylgjast með slöngunni ógurlegu sem byltist á sviðinu. Myndirnar tók Loftur er Vis- ismenn brugðu sér i gærkvöldi á siðustu æfingu á barnaleikritinu „Halló krakkar” sem ungt fólk i Barnaleikhúsi Hafnarfjaröar er að setja upp. Frumsýning verð- ur i Bæjarbiói kl. 2 i dag og sýn- ingarverða framvegis á laugar- dögum á þessum tima. Leikritið er eftir Leif Forsten- berg, þýtt af Guðlaugu Her- mannsdóttur, en leikstjóri er Magnús Axelsson. Leikendur eru allir ungir, sex að tölu auk barnanna á hverri sýningu sem taka þátt i flutningi, Auk sýn- inga i Bæjarbiói verður á sunnu- dögum farið á flakk og sýnt i skólunum og nærliggjandi byggðarlögum Það er öruggt að þetta gengur i unga mannskapinn, þvi þarna er lifandi leikhús á ferðinni. —EB Líknardráp rœtt í Norrœna húsinu Orator, félag laganema við Háskóla íslands, heldur fund um liknardráp i Norræna hús- inu á sunnudag kl. 14. f til- kynningu um fundinn er bent á málaferlin sem nú standa yfir i Bandarikjunum um ósk for- eldra ungrar stúlku um að heni veröi leyft að deyja. Henni er haldið lifandi með öndunarvél og læknar hennar telja að hún eigi alls enga lifs- möguleika i framtiðinni. Hins vegar sé ef til vill hægt að halda hjarta hennar gangandi með vélum um óvissan tima. Þetta mál hefur vakið gifur- lega athygli og umtal um heim allan. Umræður um liknar- dráp hafa og verið mjög á dagskrá af ýmsum öðru tilefni að undanförnu. A fundi Orators um þetta mál fylgja framsöguerindi þeir Orn Bjarnason, skólayfir- læknir, dr. Björn Björnsson, prófessor i guðfræði og Jóna- tan Þórmundsson, prófessor i lögfræði. Á eftir verða frjálsar umræður. Allir eru velkomnir á fundinn. —ÓT Lést eftir umferðarslys Stúikan sem varð fyrir bil á Ncsvegi i fyrradag er látin. llún lést um miðjan dag i gær á Borgarspitalanum. Stúlkan hét Dóra Margrét Björnsdóttir til heimilis að Tjarnarbóli 2. Hún var fædd 3. nóvember 1963, og var þvi að- eins 12 ára gömul. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.