Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Laugardagur 1. nóvember 1975 vísm (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 línur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i Iausasö|;u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Lofsvert frumkvæði Alþingi hefur nú þegar fengið til meðferðar nokk- ur mál, er hafa þýðingu fyrir uppbyggingu stjórn- kerfisins. Auk tillagna um breytingar á yfirstjórn Framkvæmdastofnunar rikisins hafa verið lögð fram tvö lagafrumvörp og ein þingsályktunartil- laga, er varða fjárreiður stjórnmálaflokkanna i landinu. Það skiptir vissulega miklu máli fyrir þróun lýð- ræðislegra stjórnarhátta hvernig yfirstjórn opin- berrar stjórnsýslu er háttað. Starfsemi stjórnmála- flokkanna hefur ekki minni þýðingu i þessu sam- bandi. Mikilvægt er að þeim séu búin góð starfsskil- yrði og að þeir hafi svigrúm til eðlilegra athafna i samræmi við hlutverk þeirra i lýðræðisþjóðfélagi. Á liðnu sumri vakti Visir athygli á nauðsyn þess að opna frekar en nú er starfsemi stjórnmálaflokk- anna. Sérstaklega benti blaðið á mikilvægi þess að lyfta hluiðshjálminum af fjármálastarfsemi þeirra. Fyrir nokkru gerðust svo þeir atburðir, er hleyptu af stað miklum umræðum um þetta efni. Þær voru þó fyrst og fremst þáttur i daglegum sandkassaleik stjórnmálamanna. Eigi að siður hafa komið fram nokkrar hugmyndir, er miða að raunhæfum úrbót- um. Lang athyglisverðastar eru tillögur þær, sem komið hafa fram i frumvörpum Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Þar er i fyrsta lagi gert ráð fyrir að tek- in verði af öll tvimæli um bókhalds- og framtals- skyldu stjórnmálaflokkanna. í öðru lagi miða frum- vörp hans að þvi að framlög og gjafir til stjórn- málaflokka verði skattfrjálsar. Ennfremur er lagt til að heimilt verði að undanþiggja happdrættis- vinninga flokkanna skattálagningu. Þessar tillögur ganga tvimælalaust lengst i þá átt að opna íjármálastarfsemi stjórnmálaflokkanna. Ef þessi háttur yrði upp tekinn væri það án nokkurs vafa stórt spor i átt að þvi að uppræta þá leynd, sem óneitanlega hvilir yfir fésýslu flokkanna. Þessar til- lögur hafa að sjálfsögðu ýmsa annmarka og ekki vist að þær nái tilgangi sinum að öllu leyti. Rétt er t.d. að hafa i huga, að flokkarnir skiptast allir upp i f jölmargar einingar, sem hver um sig eru að meira eða minna leyti sjálfstæðar. Þá hafa sum- ir flokkanna og þá einna helst Alþýðubandalagið komið upp kerfi hlutafélaga i kringum sjálfan flokkskjarnann. Ljóst er þvi að ræða þarf til þrautar hvernig koma má i veg fyrir, að stjórnmála- flokkarnir fari i kringum reglur af þessu tagi. Mikilsverðast er, að með þessum frumvörpum eru lagðar fram tillögur, sem ótvirætt miða að raunhæfum úrbótum á þessu sviði. Hér er um lofs- vert frumkvæði að ræða, sem alltof sjaldan verður vart i sölum Alþingis. Fyrir Alþingi hefur einnig verið lögð tillaga um skipan fimm manna nefndar til að rannsaka fjárreiður flokkanna og gera tillögur um rikisstuðning við þá. Tillaga af þessu tagi leysir i sjálfu sér engan vanda. Þegar stjórnmálamenn, einn frá hverjum flokki, væru saman komnir i slika nefnd yrði það aðeins framhald á sandkassaleiknum. í öðru lagi ber að vara mjög eindregið við rikisframlögum til stjórnmálaflokkanna. Það er fólkið i landinu, sem á að byggja þá upp en ekki rikisvaldið. Það er grund- vallaratriði i okkar stjórnkerfi. Umsjón: GP m Að þvi er Reuterfr étta stof an hefur komist að hafa laun og vinnuskilyrði lækna i heiminum farið siversnandi, og fjöldi þeirra flýr úr landi sinu. T.a.m. hefur læknir i sveita- héruöum Indlands allt upp i 50.000 sjúklinga sem dreifðir eru i þorpum viðs vegar, og stund- um getur það tekið hann marga daga að vitja þeirra, oft á hjóli en stundum gangandi. Og tökum svo til samanburð- ar enskan sveitalækni sem hefur að meðaltali 2.400 sjúkl- inga á sinu svæði. Hann hefur til umráða skurðstofu, bifreið, sjúkrabila og alla nýjustu tækni i læknavisindum sér til fullting- is. Og breski læknirinn, sem er lægst launaður af starfsbræðr- um sinum i Evrópu, mun hafa átta sinnum hærri árstekjur en starfsbróðir hans i Indlandi. Þegar svo læknar i vanþróuð- um rikjum eins og Indlandi og Pakistan frétta um hin góðu kjör starfsbræðra sinna i auð- ugri löndum, getur ekki hjá þvi komist, að mikill leki myndast i læknastétt fátæku landanna. Stöðugt streyma erlendir læknar til Bretlands i stað þeirra, sem flytjast úr landi vegna ófullkominnar heilbrigð- isþjónustu. Pakistan hefur einkum orðið illa úti vegna hins mikla flótta lækna úr landi, þvi að af hverj- um fimm læknum þar, flytjast tveir þeirra að lokum úr Íandi. A að giska 10.000 indverskir læknar starfa nú i Bretlandi, og önnur eins tala er á biðlista til að komast þangað, á sama tlma og 600 millj. indverja skortir tilfinnanlega lækna og hjúkrunarkonur. 1 Bandarikjunum hafa menn lýst yfir áhyggjum yfir þvi, að þar væri verið að ræna önnur lönd læknum sinum. Fjórir af hverjum 10 læknum, sem veitt var lækningaleyfi i Bandarikj- unum á sl. ári, voru erlendir. Og i Bretlandi er það opinbert leyndarmál, að almenn heilbrigðisþjónusta mundi biða alvarlegan hnekki, ef ekki kæmu til þeir 20.000læknar, sem komnir eru erlendis frá. En það eru ekki öll auðug riki, sem hafa mátt taka við straumi lækna frá vanþróuðu rikjunum. T.d. er i læknastétt itala 114.000 manns, og þar af eru aðeins 100 þeirra erlendis, þrátt fyrir gerða samninga um skipti á opinberum starfsmönnum við önnur lönd. Suður-Afrikumenn hafa tryggt sér, að læknar þeirra njóti góðra vinnuskilyrða og mjög strangar reglur gilda um innflutning lækna. Hér er aðeins nákvæmari mynd: Læknasamtök Pakistan áætla, að um 10.000 þarlendir læknar starfi nú erlendis, þar af starfar helmingur i Bretlandi, hinir i Kanada, Bandarikjunum Libýu, Iran og öðrum oliuauð- ugum Arabarikjum. Eftir eru þvi um 15.500 læknar i Pakistan, einn á hverja 5.000-6.000 Ibúa. Eftir að hafa lokið prófi getur læknir aðeins búist við að hafa um 75 til 100 pund á mánuði. Annað atriði er veldur óánægju meðal lækna, er her- skyldan. Læknasamtökin segja, að 75% af útskrifuðum læknum á þessu ári, hafi enn ekki verið skráðir, þar eð þeir vilja ekki gegna herþjónustu — og þvi muni margir þeirra flytjast úr landi. Heilbrigðisþjónustuna skortir einnig mjög hjúkrunarkonur. Um 2.000 af 6.000 útskrifuðum hjúkrunarkonum hafa nú reynt voru erlendis frá, flestir frá Ind- landi, Filippseyjum og Suður-Kóreu. Nýútskrifaður læknir hefur um 6.000 sterlings- pund i byrjunarlaun, en getur komist upp i allt að 25.000 sterlingspunda meðaltekjur. Bandarisku læknasamtökin hafa haldið því fram, að þörfin á erlendum læknum væri mjög brýn vegna aukinna krafna um heilsugæslu i landinu. Einnig var það álit samtakanna, að Bandarikin stælu læknum ann- arra rikja, ef svo mætti orða það. 1 Bretlandi hafa áætlanir rikisstjórnarinnar um rikis- rekna heilbrigðisþjónustu aukið á flótta lækna úr landi, en sá missir er bættur upp með erlendum læknum. Á siðasta ári yfirgáfu 300 læknisráðgjafar Bretland i leit að betri vinnu, og bresku lækna- samtökin sögðu að fjöldi lækna, LÆKNAR Á FLÓTTA að fá betur launaða vinnu erlendis. Og indverjar þjást ekki siður af stöðugum flótta lækna til Bretlands, Norður-Ameriku og Miðausturlanda. Ekkert er fylgst skipulega með þvi, og eru þvi engar tölur til. En það gefur einhverja vis- bendingu, að um 2.000 læknar hafa flust til Arabalandanna einna á þessu ári með þvi að háskólarnir útskrifa um 12.500 læknastúdenta á ári. Nýlega kom sendinefnd frá Libýu til Nýju Delhi til að skrá þá 1.000 lækna og hjúkrunarkon- ur sem bætast nú við i hóp ind- versks læknaliðs i Libýu. Læknir sem hefur milli 30 og 150 sterlingspund i mánaðar- laun hefur vissulega ástæður til að litast um eftir betri launum og auknum starfsmöguleikum erlendis. Einn nýútskrifaður indverskur læknir hélt til Uganda, en starfar nú i Bret- landisem sérfræðingur I brjóst- holi, og hefur um 12.000 sterl- ingspund i árslaun. Indland hefur mjög brýna þörf f yrirallaþá lækna er flytj- ast þaðan á ári hverju, og það gerir myndina enn svartari að 80% indverja lifa i sveitaþorp- um en 85% lækna i bæjunum. 1 Bandarikjunum fara 65.000 milljónir sterlingspunda á ári til heilbrigðiseftirlits. Þar starfa nú ekki færri en 70.000 erlendir læknar. Yfir 7.000 þeirra 17.000 lækna, er fengu lækningaleyfi árið 1974, ■'iiinnn ii■! r~m——nnnr er flúið hafa á þessu ári, næmi nú 600, sem er meira en árin 1973 og 1974 til samans. Að sögn rikisstjórnarinnar er full djúpt tekið i árinni að tala um „spekileka” en sumir lækn- anna sem flust hafa úr landi, eru forystumenn á sinu sviði.. Til að mynda fluttist prófessor Lynne Reid, sem er fær lungna- sérfræðingur, með allt starfslið sitt til Bandarikjanna, þar sem það vinnur nú allt við Harvard- háskólann. Til þess að halda spitölum sinum starfandi reiða bretar sig nú mjög á straum erlendra lækna. Hætta er þó á, að eitt- hvað dragi úr honum, eftir að settar voru reglur um tungu- mála- og kunnáttupróf i sumum greinum. Helmingur þeirra er tóku prófið i sl. mánuði stóðst það ekki. Ástandið er svipað i Ástraliu. Þar hefur innflutningur á lækn- um komið á móti flótta þeirra úr landi. Siðustu áreiðanlegar töl- ur eru frá 1972. þá jókst 20.000 manna læknalið þeirra litið eitt. 1 Suðaustur- og Austur-Asiu eru suður-kóreumenn greini- lega best staddir, þriðjungur þarlendra lækna eða ,um 4.000 manns, er starfandi .erlendis. Ekki verður þó vart við neinn skort á læknum heima fyrir. 1 Thailandi flytjast um 300 læknar eða 17% af heildar- tölulækna úr landi á ári hverju. Indónesiumenn hafa bannað erlendum læknum að starfa i landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.