Vísir - 04.11.1975, Qupperneq 6
6
VISIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
dlitstjórn: Siðumúia 14. simi 86611. 7 Hnur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasöju 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ágreiningur átylla
aðgerðarleysis
Athygli vekur, að enn sem komið er virðist litil
sem engin hreyfing vera komin á umræður um kjör-
dæmamálið innan stjórnmálaflokkanna. I þessum
efnum viðgengst nú svo hróplegt ranglæti, að öllu
lengur verður ekki unað við aðgerðarleysið.
Kjördæmaskipanin hefur æði oft verið verulegt
ágreiningsefni i islenskum stjórnmálum. Eftir kjör-
dæmabreytinguna 1959 féllu þessar umræður þó að
mestu niður. Ástæðan var sú, að með þeirri grund-
vallarbreytingu, sem þá var gerð á kjördæma-
skipan og kosningaháttum, náðist að mestu
jöfnuður á milli stjórnmálaflokkanna.
Áður fyrr olli það mestum ágreiningi, að stjórn-
málaflokkarnir höfðu ekki þingmannatölu i réttu
hlutfalli við heildaratkvæðamagn sitt. Framsókn-
arflokkurinn naut lengst af forréttinda i þessum
efnum. Þessi mismunun var óþolandi og þvi eðli-
legt, að flokkarnir legðu mikið kapp á að koma fram
úrbótum.
Nú heyrir þessi ójöfnuður að mestu sögunni til.
Framsóknarflokkurinn hefur þó enn fleiri þing-
menn en atkvæðamagn hans segir til um. En ekki
skakkar þó svo miklu, að unnt sé að tala um
ójöfnuð. Gildandi kjördæmaskipan hefur hins vegar
leitt af sér annars konar mismunun, ekki milli
flokkanna, heldur fólksins i landinu.
Þegar ójöfnuðurinn snertir ekki styrkleikahlutföll
þingflokkanna sjálfra, virðast þeir á hinn bóginn
hafa fremur litinn áhuga á að koma fram úrbótum.
Hér er um að ræða rétt hins almenna borgara, og þá
virðist áhugi stjórnmálamannanna vera af skorn-
um skammti. Þetta er þó ekki siður mikilvægt rétt-
lætismál.
Stjórnarskrárnefnd hefur um nokkra hrið unnið
að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndin
hefur ekki tekið kjördæmamálið til meðferðar, þar
sem vitað er um ágreining i þvi máli. 1 raun réttri
ætti þetta þó að vera eina verkefni nefndarinnar,
enda er það eini þáttur stjórnarskrárinnar, sem
knýjandi er að endurskoða. Þess i stað er verkefn-
inu vikið til hliðar með þessum sérstæða rök-
stuðningi.
Það er út af fyrir sig þægilegt að sitja i nefnd og
skóta sér undan þvi að fjalla um þau mál, þar sem
ágreiningur er milli manna. En ætla má, að erfitt
yrði að koma málum fram, ef þessi háttur yrði
hafður á viðar. Vitaskuld eru skiptar skoðanir um
þetta mikilvæga atriði, en sú staðreynd á ekki að
verða þess valdandi, að stjórnmálaflokkarnir stingi
vandamálinu undir stól.
Við breytingar á kjördæmaskipaninni þarf að
gæta tveggja meginsjónarmiða. í fyrsta lagi að
jafna kosningaréttinn og draga úr þeim ójöfnuði,
sem nú viðgengst i þeim efnum. í öðru lagi þarf að
stuðla að þvi að kjósendur geti i auknum mæli valið
milli manna en ekki einvörðungu flokka, þegar
kosnir eru fulltrúar til setu á Alþingi. Ýmsir mögu-
leikar koma til greina i þvi efni, sem nauðsynlegt er
að ræða til þrautar.
Auðvitað er æskilegast, að unnt verði að ná sem
viðtækastri samstöðu um breytingar á kjördæma-
skipaninni. En það er ekki afsökin fyrir aðgerðar-
leysi þó að vitað sé að skoðanir eru skiptar. Þvert á
móti ætti sú staðreynd að ýta undir umræður innan
stjórnmálaflokkanna um þetta efni.
Umsjón: GP
Olíu-
skipa
stóll-
inn
verk-
efna-
lítill
Helstu menn olluflutninga
halda nú viðræöur i London um
það að reka olfutankskip á hag-
kvæman hátt.
Bankastjórar, oliufélög,
skipaútgerðarmenn og skipa-
smiðir eru að reyna að finna
leiðir til að halda þessum risa-
skipum I gangi.
Gerð var samþykkt I Osló,
fyrir tilstilli óháðra olfuskipa-
eigenda, um að halda ráðstefnu
i London 16. desember n.k.
Hin risavöxnu tankskip
standa sem eyðilegt minnis-
merki um samdrátt í iðnaði,
sem verður að skipuleggja
mörg ár fram i tímann.
Oliuiðnaðurinn stóð i blóma
fyrir 2 árum og var þá samið um
byggingu stórra skipa og greitt
fyrir með lánsfé.
Með aukinni oliuneyslu, jókst
álagið á skipasmiðastöðvar um
gerð nýrra og stærri tankskipa.
Á þeim velmektardögum,
virtist alltaf vera hörgull á oliu-
skipum.
En þá byrjaði striðið fyrir
botni Miðjarðarhafs, oliuverð
fimmfaldaðist og samdráttur-
inn varð til þess að eftirspurn
eftir oliu minnkaði.
Og i stöku tilfellum borgaði
það sig einfaldlega ekki að
| halda oliutankskipum úti.
Það er áætlun manna i
London, að 44 milljónir tonna
eða um 55 skip séu ekki i notkun
sem stendur.
Reynt hefur verið að minnka
kostnað með þvi að hægja ferð
eða með þvi að biða i viku eða
lengur að taka farm.
Fundurinn I Osló var fram-
hald af undirbúningsviðræðum
50 aðalframkvæmdastjóra frá
14 rikjum. Þar koma saman
áhrifamestu menn iðnaðarins
og skipasmiða og eigenda oliu-
flutningaskipa.
Norski skipaeigandinn Jörgen
Jahr var helsti hvatamaður að
þessum viðræðum, en hann er
forseti InterTanko, sambandi
tankskipa-eigenda.
Það er álit útgerðarmanna i
London, að á ráðstefnunni verði
samþykkt að rifa gömul tank-
skip og hætt verði aö setja
aðskilda geyma i skipin, til þess
að tryggja það, að engin
mengun stafi frá þeim, auk þess
sem rými minnkar.
Likur eru taldar til þess að
þau oliuskip, sem ekki eru notuð
til flutninga lengur, verði
nokkurs konar fljótandi oliu-
geymar, og mörg þeirra
umbyggð til annarra nota.
En ágreiningur mun liklega
risa á milli oliufélaganna og
skipasmiða, vegna samninga
sem nú verður að rifta. Skipa-
smiðir munu vart samþykkja
riftun samninga án þess að rif-
legar skaðabætur komi á móti.
Skip, er pöntuð voru á
blómatimanum, verða þvi
afhent kaupendum — hvort sem
það eru olfufélögin stóru ellegar
einkaaðilar, og þá sérstaklega
grfskir og sænskir eigendur.
Oftlega hefur þvi mátt leggja
nýum skipum vegna þess að
engir viðtakendur fyrirfinnast.
261.000 tonnum af oliuskipa-
flota Breta hefur nú verið lagt
við akkeri i Labuan, Brunei, en
þau hafði skipasmiðastöð i
Nagasaki smiðaðhanda British
Petroleum
Ot um allan heim liggja verk-
efnalaus oliuskip i höfnum i
Norður- og Suður-Ameriku,
Austurlöndum fjær og i fjörðum
i Noregi, og mörg þeirra liggja i
hafnarborg Aþenu, Pýreus.
Margir eru svartsýnir á af-
komu oliuiðnaðarins er svo
mörg tankskip liggja verkefna-
laus i höfnum. Og einn sér-
fræðingur spáði þvi ,,að þetta
ástand héldist út þennan ára-
tug.”
Siglingaráðunautar i London,
H.P. Orewry, hafa spáð þvi að
ástandið haldist allt til ársins
1980 vegna oliuverðhækkana
Araba.
Otgerðarsamtök i Japan
segja að engin von sé um aftur-
bata i oliuflutningum þar til
1985.
Það eru ekki einungis Ut-
gerðarfélög, sem hafa fengið að
kenna á þessum samdrætti,
bankar þeir er fjármagna þau,
hafa ekki siður fundið fyrir hon-
um.
Heimildir i' London segja, að
bankar i Vestur-Evrópu og
Bandarikjunum veiti útgerðar-
mönnum greiðslufrest á lánum,
sem nema milljónum dollara.
Bankar hafa valið þann
kostinn að veita heldur frest á
endurgreiðslum — heldur en að
loka fyrir þau vegna hinnar
tregu endursölu á tankskipum.
Bankastjóri nokkur i London
hefur áætlað að bankar þeir er
starfa innan evrópska gjald-
eyrissambandsins, hafi veitt út-
gerðarmönnum 5 eða 6 milljóna
dollara lán.
A hverju 200-300.000 tonna
tankskipi hvila veð er nema
milli 70 og 80% og á sumum
hvila fleiri en eitt veð.
Við núverandi ástand verða
þessi skip aðeins seld á um
þriðjung kostnaðarverðs — og
þannig fengju bankarnir ekkert
af höfuðstól sinum, ef þeir