Vísir - 04.11.1975, Síða 8

Vísir - 04.11.1975, Síða 8
8 ViSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975 ATHVARF - TILFINNINGALEG OG FÉLAGSLEG AÐSTOÐ FYRIR BÖRN Það var heilmikið um að vera i gær þegar ljósmyndarann bar að garði i athvarfið I Feilaskóla. Ljósm. JIM. Fræðsluyfirvöld, ásamt sálfræðideildum skólanna, settu i fyrra á laggirnar stofnun innan þriggja skóla borgarinnar fyrir börn á skyldunámsstigi sem eru með slik hegðunar- afbriðgi að þau valdi alvarlegum truflunum i skólasókn og námi og hindri eðlilega aðlögun nemendanna að skóla- starfinu og samfélag- inu. Stofnaanir þessar eru nefndar athvarf. Nýr uppseldisaðili Ýmsar ytri aðstæður valda þvi að börn sinna ekki skóla og er þvi búin til aðstaða handa þeim, fyrst og fremst tilfinn- ingaleg og félagsleg og er það athvarfið. Það er þvi nýr uppeldisaðili. f athvarfið koma börn utan skólatima og sinna þar bæði leik og starfi, ljúka t.d. við heima- verkefni sin úr skólanum. Þeim er ieiðbeint af kennurum og auk þess starfar þar (kona,) hús- móðir, sem sinnir móðurhlut- verkinu, gefur börnunum að borða og sinnir þeim á ýmsan hátt annan. Kennararnir hjálpa þeim siðan með heimaverkefnin og kenna þeim smiðar og myndið. Athvarfið kemur að hlúta i stað skóladagheimila sem eru rekin af Félagsmálastofnun Reykjavikur en þangað fara börn vegna ýmissa félagslegra orsaka. Með athvarfinu er reynt að vinna fyrirbyggjandi starf og keppst við að koma i veg fyrir að senda þurfi börnin á sér- stofananir. Föndrað. Athvarf er ekki dagheimili Þetta eru ekki endilega . krakkar, sem hegða sér illa, heldur lika börn sem njóta sin ekki meðal annarra barna vegna erfiðleika i persónulegum tengslum. Þarna geta komið til hei'miliserfiðleikar sem þýða að barnið er ekki undir heppilegu eftirliti þegar það er ekki i skólanum. Vert er að leggja áherslu á að það þarf meira að koma til en að barnið þurfi á dagvistun að halda, þ.e. að athvarfið er ekki dagheimili. Þau börn fá forgang sem talið er að hljóti skaða af, ef ekki komi til aðstoð við sam- neyti og nám. Dvölin i athvarfinu er skammtimadvöl, frá 6 viku'm til 6 mánaða. Hvert tilfelli er endurmetið með ákveðnu milli- bili og ákvörðun tekin i hvert sinn. Þá er möguleiki á að barnið fari alveg undir eftirlit at- hvarfskennara eða hljóti aðstoð hjá Félagsmálastofnun Reykja- vikurborgar við dagvistun eða fari á meðferðarheimili. Könnun á tiðni námserfiðleika hjá börnumi Fellaskóla, sem gerð var i fyrra, leiddi i ljós að meðaj þeirra sem áttu eingöngu i námserfiðleikum þurftu 40 at- hvarf af 1500nemendum. Þá eru ótaldir þeir nemendur sem áttu við sálræna erfiðleika að etja. En i dag eru aðeins 16 börn i at- hvarfinu, þannig að það nær ekki alveg tilgangi sinum eins og að framan getur. — RJ. Athvarf í Eins og fram kemur hér á undan er eitt athvarfanna i Kellaskóla. i þvi eru 16 börn, átta fyrir hádegi og átta eftir hádegi. Börnin eru valin i athvarfið af sáll'ræðingum Kellaskóla i sam- ráði við starfsmenn athvarfsins og skólastjórans. Beri athvarfsiðjan ekki árangur tekur barnið þátt i starfi athvarfsins eftir tilmæl- um sálfræðinga viðkomandi skóla og er starfið eins og áður er lýst. Ef það dugar ekki til fer barnið á meðferðarheimili, en þess má geta að þörfin fyrir slikt heimili hefur minnkað eftir tilkomu athvarfanna. Næsta skref er svo Geðdeild barna- spítala Hringsins eða Upptöku- heimili rikisins i Kópavogi. Auk þessa er svo hægt að senda ung- linga til dvalar i Breiðuvik eða á valin sveitaheimili, en það er hvergi nærri viðunandi lausn. Fyrstu tveir þessara þátta eru fyrirbyggjandi, enda reynt að leysa vandkvæðin i skólanum sjálfum i stað þess að leita sér- stakra stofnana sem slitnar eru úr tengslum við skólastarfið. Of mörg börn Visir ræddi við Finnboga Jó- hannsson, skólastjóra Fella- skóla og Grétar Marinósson, sálfræðing, um vistun barnanna i athvarfið. Finnbogi sagði að i skólanum væru fyrst og fremst alltof mörg börn, eins og al- gengt væri i nýju hverfi sem Fellahverfið er og sennilega væri það nemendafjöldi skólans sem kæmi i veg fyrir það að at- hvarfið næði fullkomlega til- gangi sinum. Skólinn er byggð- ur fyrir 900 nemendur en i hon- um eru nú um 1500 nemendur. Finnbogi sagðist þó vera ánægður með árangurinn svo langt sem það næði og tók sér- staklega fram að samvinna meðal starfsmanna væri góð. 1 samtali við Grétar kom fram að val á barni I athvarf er gert af tveimur fulltrúum sál- fræðideildarinnar i Fellaskóla i samráði við starfsfólk athvarf- anna. Það sem lagt er til grund- vallar við valið er mat á þvi sem liklegt er að hver sú hjálp sem athvarfið getur veitt, geti að- stoðað barnið við að nýta sér dvölina i skólanum til hins ýtrasta. Stofnun á tilraunastigi Athvarfið er enn stofnun á til- raunastigi en hefur fram til þessa gefið sæmilega raun eins og framar er getið. Það er nú starfrækt i þremur skólum, i hádeginu hittast báðir hóparnir og borða saman hádegisverð. i þessum básum geta börnin unnið að heimaverkefnum sinum eða unað sér við eitthvað annað i tiltölulega góðu næði. Sexþætt aðstoð Félagsleg aðstoð við börn og unglinga er sexþætt núorðið og ber i dag meira á fyrirbyggj- andi starfi en áður. Þessir þætt- ir eru athvarfsiðja, þar sem kennarar viðkomandi skóla fá sérstakan tima til að aðstoða nemendur, kennara og foreldra vegna hegðunarvandkvæða eða vandræða við skólasókn. Fellaskóla, Austurbæjarskóla og Melaskóla. Daglegur starfs- timi er frá kl. 8-17 fimm daga vikunnar og eru átta nemendur fyrir hádegi en aðrir átta eftir hádegi. Hóparnir hittast svo við hádegisverðarborðið og snæða saman. Arlegur starfstimi at- hvarfsins er hinn sami og skól- anna eða niu mánuðir. — RJ. Fellaskóla

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.