Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 10
1.0 VtSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Jóiamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar. Um áratuga skeið hefur kven- félagið Framtiðin á Akureyri gef- ið út jólamerki og rennur ágóði af útgáfunni til liknarmála. í tilefni kvennaárs er myndin á jólamerkinu i ár af frú Aðal- björgu Sigurðardóttur sem þjóð- kunn var af störfum sinum að mennta- og mannúðarmálum. Jólamerkið er gefið út i tveimur stærðum og selt i Frimerkjamið- stöðinni, Skólavörðustig 21 Og Frimerkjahúsinu, Lækjargötu 6a. Eirikur Smith gerði teikning- una af frú Aðalbjörgu en smækk- un og útfærslu annaðist Kristján Kristjánsson teiknari á Akureyri. Vara við samningum um veiði- lieimildir innan 50 milna. Bæjarstjórn Keflavikur gerði nýlega samþykkt á fundi sinum þar sem útfærslu landhelginnar i tvö hundruð milur er fagnað. Jafnfram varar bæjarstjórnin við samningum um veiðiheimild- ir innan 50 milna markanna. Ungmennafélagið Drengur sextiu ára. Ungmennafélagið Drengur i Kjósarhreppi varð 60 ára nú fyrir skömmu. t tilefni þessefndifélag- ið til samsætis 18. október sl. Voru félaginu færðar gjafir og ávörp flutt i tilefni timamótanna. Minnst var fyrsta formannsins, Þorgils Guðmundssonar, en hann lést á þessu ári. Einhugur rikti um áframhald- andi starfsemi félagsins og fram kom vilji hreppsnefndar um auk- inn fjárstyrk til eflingar félags- starfsemi i sveitinni. Samnorræn sýning á textillista- verkum. Nú hafur verið ákveðið að efna til samnorrænnar sýningar á textillistaverkum þriðja hvert ár. Sýning þessi er nefnd Textil- triennalinn og verður sú fyrsta opnuð i Alaborg i júli á næsta ári. Siðar á að senda sýninguna um Norðurlöndin. Erfitt er að skilgreina hvað átt er við með textillist en talað er um myndrænan textil þ.e. verk sem ekki eru gerð til framleiðslu. Nýstofnað er félag textilhönn- uða á tslandi og er formaður þess Ragna Róbertsdóttir. Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðiö með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. .HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILM ALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355 Vandað vöruúrval - Fallegar gjafavörur Höfum verið að taka upp mikið og fjölbreytt úrval af vönduðum og fallegum vörum, hentugum til gjafa. — Vörur fyrir alla — — Verð fyrir alla — IEKKn KKIMim Laugaveg 15 sími 14320 Kvennfélag Breiðholts 5 ára Kvenfélag Breiðhoits varð fimm ára nú fyrir skömmu. Stofnendur félagsins voru konur nýfluttar i hverfið, enda er Breið- holtshverfi ungt að árum. Fyrsti formaður félagsins var Birna G. Bjarnleifsdóttir. Markmið kvenfélagsins er að vinna að menningar- og liknar- málum. Félagið hefur einbeitt sér mjög að ýmsum framfaramálum i hverfinu, t.d. staðið fyrir fundi um skipulagsmál Breiðholts og strætisvagnaferðir i hverfið. Skortur á húsnæði hefur verið félaginu þrándur i götu. 1 Breiðholti 1 er ekkert samkomu- hús og þvi hafa kvenfélagskonur verið á hrakhólum með starfsemi sina. Fjár til starfsemi félagsins afla kvenfélagskonur með kökusölu, flóamörkuðum og basar. Næsti basar Kvenfélags Breiðholts verður 6. desember n.k. Núverandi formaður Kven- félags Breiðholts er Vigdis Einarsdóttir. Myndirnar voru teknar i hófi Kvenfélagsins. — EKG. Sígarettur víkja fyrir Anægjulegt er til þess að vita að sala á sigarettum og vindlum hjá Afengis- og lóbaksverslun rikis- ins er minni að magni til það sem af er þessu ári en á sama timabili i fyrra. Meira reyktóbak hefur aftur á móti selst á þessu ári en i fyrra og bendir það til þess að pipureyk- ingar hafi aukist að undanförnu. Siðari upplýsingaherferð Sam- starfsnefndar um reykingavarnir á þessu ári hófst i gær og stendur til næstkomandi laugardags. Verður birt ýmiss konar efni frá nefndinni i fjölmiðlum bar sem AKUREYRI: Jeppi endaði inni í vörugeymslu Harður árekstur varð á Akureyri I f'yrrakvöld. Báðir biiarnir skemmdust verulega, en engin slys urðu a mönnum. Það var rétt eftir klukkan sjö i gærkvöldi sem árekstur- inn varð. Hann átti sér stað á mótum Aðalstrætis og aðal- vegarins sem liggur suður úr bænum. Jeppi og fólksbíll lentu sam- an og skemmdust mikið. Areksturinn varð lika mjög harður. Endaði jeppinn inni i vörugeymslu rétt við staðinn þar sem bilarnir rákust sam- an, en fólksbillinn fór utan i grindverk. —EA og vindlar pípunni varað er við hættunni af tóbaks- reykingum til að vekja reykinga- menn til umhugsunar um þessi málefni og jafnframt væntir nefndin þess að hægt verði að stappa stálinu i þá, sem ekki hafa fariðútá þessa hættubraut, þann- ig að þeir falli ekki fyrir sigarett- unni. Nefndin hefur til ráðstöfunar tvöprómille af heildarsölu tóbaks hjá Afengis- og tóbaksverslun rikisins til að mæta auglýsinga- kostnaðinum. (Frá Samstarfs- nefnd um reykingavarnir.) Ölvaður undir stýri — endaði í bœði skiptin með árekstri Þær enduðu ekki vcl öku- ferðir tveggja ölvaðra manna sem settust undir stýri um helgina. Báöir lentu i árekstri. Fyrri atburðurinn átti sér stað i Árbænum, en sá siðari i Breiðholtinu. Sem betur fer urðu engin alvarleg slys á mönnum. A föstudagskvöldið settist ungur maður undir stýri i Arbænum. Sá var undir áhrif- um áfengis. Hans ökuferð end- aði með þvi að hann ók á kyrr- stæðan bil, og skemmdust báðir bilarnir mikið. Siðari atburðurinn varð svo i fyrrakvöld. Þá ók ölvaður maður á bil rétt við Fella- skóla. Þrátt fyrir þetta slasað- ist enginn alvarlega. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.