Vísir - 04.11.1975, Page 11
f IIMIM1
= SIÐAIVi =
VtSIR. Þriöjudagur 4. nóvember 1975
Helga Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi i Kópavogi, á sæti i jafnréttisnefndinni. Hún á frumkvæðið að
stofnun hennar, en slikar nefndir starfa nú viða I Noregi. Ljósm: Jim.
Jafnréttisbaráttan er
ekki sérmál kvenna
,,Ein höfuðorsök fyr-
ir misrétti kynjanna til
þátttöku i atvinnulifinu
er skortur á dag-
vistunarheimilum, en
hann er mikill viðast
hvar á landinu. í Kópa-
vogi má segja að
neyðarástand riki og
hefur svo verið um ára-
bil. Biðtimi á dag-
vistunarheimilunum
tveim er um 2 ár og vill
jafnréttisnefnd Kópa-
vogs skora á bæjaryfir-
völd að leggja aukna
áherslu á uppbyggingu
dagvistunarheimila og
gera um hana tima-
setta áætlun.”
Þannig segir meðal
annars i fréttatilkynn-
ingu frá jafnréttisnefnd
Kópavogs. Sjálfsagt
vita ekki nærri allir
hvaða nefnd þetta er.
Þeir hafa kannski
heyrt á hana minnst, en
siðan ekki söguna
meir.
Jafnréttisnefnd er
lika nýtt fyrirbrigði,
þvi að þessi er sú eina
sem er starfandi hér á
landi, og hún er, eins og
Kennsla og
kynning
jafnréttismála
undirbúin í
skólum í Kópavogi
fyrr kom fram, starf-
andi i Kópavogi.
„Ættu að
starfa víðar"
„Jú, slikar nefndir ættu tvi-
mælalaust að starfa viðar”,
sagði Helga Sigurjónsdóttir,
bæjarfulltrúi i Kópavogi, þegar
við ræddum við hana. Helga á
sæti i nefndinni og á reyndar
frumkvæðið að stofnun þessarar
nefndar.
,,Að visu er Kvennaársnefnd-
in starfandi, sem er ágætt, en
það eru mjög ólikar aðstæður i
byggðarlögum”, bætti Helga
við.
Helga gat þess að hugmyndin
að skipan jafnréttisnefnda væri
komin frá Noregi. Þar starfa nú
slikar nefndir i meira en
helmingi bæjar- og sveitar-
félaga.
Jafnréttisnefndin'var skipuð i
júli i sumar. Ákveðið var að
starfstimi hennar skyldi verða
eitt ár, frá 1. ágúst að telja, en
verði framlengdur ef þurfa þyk-
ir.
„Jú, ég reikna fastlega með þvi
að timinn verði framlengdur”,
sagði Helga. „Ég held að svona
nefnd komi litlu fram á aðeins
einu ári.”
Frœðsla um stöðu
kynjanna
liður í námsefni
Meðal þeirra verkefna sem
nefndinni voru falin, er að vinna
að skrá um óskir kvenna i bæn-
um varðandi stjórnun og rekst-
ur bæjarfélagsins. Þvi næst að
gera Uttekt á stöðu kvenna i
bænum. Að beita sér fyrir þvi,
að fræðsla um stöðu kynjanna
verði liður i námsefni skólanna
næsta vetur, og loks að hafa
með höndum almenna fræðslu-
og auglýsingastarfsemi meðal
almennings um jafnréttismál.
Nú er nefndin að hefja störf af
fullum krafti, og hefur verið
gerð starfsáætlun fram til vors-
ins.
Fram til áramóta verður
höfuðáhersla lögð á að kynna
hugmyndir nefndarinnar fyrir
skólastjórum,kennurum og öðru
starfsfólki skólanna. Undirbúin
verður kennsla og kynning jafn-
réttismála i skólunum.
Reynt verður að fá kennslu-
efni erlendis frá, t.d. kennslu-
kvikmyndir og efni til kennslu i
samfélagsfræðum. Samfélags-
fræði er saga, þjóðfélagsfræði,
landafræði og átthagafræði.
Þá mun nefndin leggja til við
fræðsluyfirvöld, að verkleg
kennsla verði hin sama fyrir
bæði kyn i öllu skyldunámi, svo
og iþróttakennsla að minnsta
kosti til 11 eða 12 ára aldurs.
Helga sagði okkur að barna-
skólarnir hefðu tekið mjög
ákveðna stefnu i handavinnu-
kennslu, en hún tók það fram að
ennþá væri óþarflega mikill
munur á leikfimi- og iþrótta-
kennslu.
Eftir áramótin er ætlunin að
gera skoðanakönnun meðal
kvenna i bænum á stöðu þeirra
og viðhorfum til einstakra þátta
bæjarmála. Stefnt er að þvi, að
könnunin fari af stað i janúar
n.k. og verður fenginn sérfröður
maður i félagsvisindum til þess
að aðstoða nefndina við gerð og
framkvæmd könnunarinnar.
Jafnréttisnefndin
hefur störf að
fullum krafti
Auk þess verður svo nefndin
sivakandi fyrir öllu þvi, sem
verða má til aukins jafnréttis i
Kópavogi, og mun láta einstök
mál til sin taka eftir þvi sem þau
ber að.
Barist fyrir
jafnrétti f 100 ár
Helga kvaðst halda að hátt
hlutfall kvenna i Kópavogi ynni
úti jafnframt heimilisstörfum.
Jafnréttisnefndin hefur nú
sent frá sér dreifibréf, þar sem
hún kynnir bæjarbúum starf
sitt. 1 þvi segir meðal annars:
„Islenskar konur hafa barist
fyrir jafnrétti hátt i 100 ár.
Árangur baráttunnar hingað til
er einkum sá, að jafnrétti að
lögum er orðið staðreynd. Jafn-
rétti í REYND er hinsvegar
langt undan.
Samfélag okkar er enn miðað
við ákveðin forréttindi karla.
Vinna þeirra er metin til hærri
launa en vinna kvenna og karl-
mannlegir eiginleikar eru
meira virtir en kvenlegir. Karl-
ar eru við stjórnvölinn alls stað-
ar i þjóðfélaginu og taka því oft-
ast ákvarðanir og ráða málum
til lykta án þess að vilji kvenna
komi fram. Konur geta ekki not-
fært sér réttindi sin nema að
takmörkuðu leyti vegna þess að
ábyrgð á börnum og heimili
hvilir að mestu leyti á þeim.
Þess vegna þarf enn að heyja
jafnréttisbaráttu á Islandi.
Ekki
sérmál kvenna
„Sú barátta er samt EKKI
SÉRMAL kvenna. Við i nefnd-
inni teljum, að karlar verði ekki
ánægðir til frambúðar með
þessa skipan mála. Þegar þeir
átta sig á þvi, að grundvöllur að
forréttindum karla er réttinda-
skerðing kvenna, hljóta þeir að
snúa við blaðinu og taka upp
baráttuna við hlið kvenna fyrir
samfélagi, sem gerir hlut
beggja kynja jafnan.
Eflaust liður á löngu áður en
þvi marki verður náð, þvi að
hefðir og fordómar eru ótrúlega
lifseigir. Við trúum þvi, að betra
mannlif skapist fyrir bæði kyn,
þegar konur og karlar hafa
sameinast i baráttu við forynjur
hleypidóma og vanhugsunar og
lagt þær að velli.”
Einbeitir sér
að jafnrétti
karla og kvenna
Þá segir að jafnréttisnefndin
hafi fullan hug á þvi að vinna að
jafnrétti og jafnstöðu allra i
þjóðfélaginu, ungra jafnt sem
aldinna, heiíbrigðra sem van-
heilla, karla og kvenna. Nefndin
mun þó fyrst um sinn einbeita
sér að þvi siðast talda raun-
verulegu jafnrétti karla og
kvenna.
Þeir sem eiga sæti i jafn-
réttisnefndinni eru: Sólveig
Runólfsdóttir, Baldvin Erlings-
son, Helga Sigurjónsdóttir,
Kristin Viggósdóttir, Lárus
Ragnarsson, Sigriður Þor-
steinsdóttir og Sólveig B.
Eyjólfsdóttir.
Ef til vill fara fleiri að dæmi
Kópavogs og skipa jafnréttis-
nefnd. Gaman verðurlika að sjá
árangurinn.
Annars hefur Kópavogur gert
fleira i þessa áttina, til dæmis
með banni við kyngreiningu i
auglýsingum.
Það þýðir þvi ekkert fyrir
þann sem þar auglýsir að ætla
sér að fá karlmann i eitthvert
starfið frekar en konu.
Þetta hefur einu sinni verið
brotið, en auglýsandinn slapp
ekki án þess að nokkuð væri að
gert, hann fékk áminningu.
— EA