Vísir - 04.11.1975, Page 13

Vísir - 04.11.1975, Page 13
VÍSIR. Þriöjudagur 4. nóvember 1975 VtSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975 13 Oppsal er með stérka vörn! Það' er greinilegt að mótherjar FH i Evrópubikarkeppninni i handknatt- leik, norska félagið Oppsal, er mjög sterkt um þessar mundir. Það sýnir frammistaða liðsins i norsku 1. deildarkeppninni. Nú hala öll liðin leikið sjö leiki og eruRrlstadog Oppsal efst og jöfn með 14 stig, liafa unnið alla sina leiki. Þegar markatala Oppsal er skoðuð kemur Mjós að liðið liefur skorað 138 inörk, cða tæplcga 20 mörk i leik og fengið aðeins á sig 77 mörk eða 11 mörk i leik sem gefur til kynna að vörn liðsins er mjög góð. Það er þvi greinilegt að róðurinn verður erfiður hjá FH-ingum i keppninni, en ef þeim tekst vel upp i viðureign sinni við norðmennina er aldrci að vita hvað getur skeð. —BB Tveggja tíma úrslitoleikur Hollendingurinn Tom Okker varð sigurvegari i „Grand Prix” keppn- inniitennisiFrakklandi um helgina. Þetta var hans fjórða „Grand Prix” keppni á þessu ári, og hans annar sigur. t úrsiitunum lék hann við banda- rikjamaininn Arthur Ashe og vann hann efíir rúmlega tveggja tima viðureign og fimm hrinur. tJrslitin i þeim uröu 6:3 (fyrir Okker) — 2:6 — 6:3 — 3:6 og 6:4. Fyrir þennan sigur fékk hol- lendingurinn níu þúsund doilara og dýrmæt stig I „Grand Prix” keppn- inni, en það eru stórmót í tennis, sem háð eru viða um heim. Þar eru nú i efstu sætunum Guillermo Vilas, Argentinu, Manuel Orantcs, Spáni og Björn Borg, Svi- þjóð. — klp — Skagamenn fó aura Hollenskt fyrirtæki Brons, sem framleiðir diselvélar hefur nú um tveggja ára skeið gefið 100 þúsund krónur á ári til íþróttabandalags Akraness. Fyrirtækið seldi sina fyrstu disel- vél frá llollandi til islands og var það fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar & Co á Akranesi sem keypti vélina. Þegar forráðamenn fyrirtækisins l'réttu um hversu frábærlega vel knattspyrn uliði staðarins gengi ákváðu þeir að gefa þvi 100 þúsund á ári i hvert skipti sem liðið yrði is- landsmcista ri —BB Úrslit leikjo í Englandi Nokkrir leikir voru leiknir i Eng- landi i gærkvöldi og urðu úrslit þeirra þessi: Ensk—skoska keppnin (undanúr- slit): Mansfield—Middlesbrough 0:2 (Middlesbrough áfram 5:9) 3. deild Port Vale—Aldershot 0:1. 4. deild Brentford—Workington 4:0 Darlington—Hartlepool 1:2 Rochdale—Northampton 0:2 Sto ckport—N ewport 0:2 ÞEiR BESTU I EVRÓPU MÆTA SKAGAMÖNNUM ANNAÐ KVÖLD! Lið Dynamo Kiev sem cr ný- bakaður Sovétmeistari i knatt- spyrnu annað árið i röð kom til landsins i gær. Kom liðið með einkaþotu sem flaug viðstöðu- laust til Keflavikur frá Leningrad og tók ferðin rúma 4 tíma. Dyna- mo Kiev sem sigraði i Evrópu- keppni bikarhafa á siðasta keppnistimabili, og er nú talið besta knattspyrnulið Evrópu, leikur gegn islandsmeisturunum Akranesi á Melavellinum annað kvöld. í dag þekkjast sovétmennirnir boð Knattspyrnuráðs Akraness og halda uppá Skipaskaga. „Þeir neituðu að trúa okkur þegar við sögðum þeim að við værum frá 4 þúsund manna fiskimannaþorpi frá Islandi, og voru fljótir að þiggja boð okkar um að lita á bæ- inn”, sagði Gunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnuráðsins i viðtali við Visi i morgun. ,,0g þá ætti sjón að verða sögu rikari”. Gunnar sagði að þeir Skaga- menn væru bjartsýnir vegna leiksins annað kvöld. Þetta væri að visu mikil áhætta að leika hér á landi þegar svo væri áliðið, en samkvæmt spám veðurstofunnar væri útlit fyrir gott veður. Þurfum 4 til 5 þúsund manns „Við þurfum að fá 4 til 5 þúsund áhorfendur á völlinn til að ná end-' unum saman. Kostnaðurinn vegna þessara leikja er 2 1/2 mill- jón og erum við nú með ýmsar fjáröflunarleiðir i gangi”. „Allir þeirsem við höfum leitað til, bæði á Akranesi og i Reykjavik hafa sýnt okkur mikla velvild og lagt sitt fram til að styðja við bakið á- okkur og veitt alla þá fyrir- greiðslu sem þeir hafa getað. Eru við þessum aðilum mjög þakklát- ir þvi að án þeirra hjálpar hefði þessi Evrópu-keppni orðið óvinn- andi vegur.” „Ég er mjög bjartsýnn fyrir leikinn annan kvöld”, sagði George Kirby, þjálfari akurnes- inga. „Ef veðrið verður gott þá er ég sannfærður um að strákarnir standa sig vel. Þa§ verður samt við erfiðan keppinaut að fást þvi að Dynamo Kiev er besta félags- liðið sem ég hef séð. Hef ég þar til samanburðar Englandsmeistar- ana Derby, tékknesku meistar- ana Slovan Bratislava, Everton og West Ham. Þessi lið sá ég leika ekki fyrir löngu — og verð ég að segja eins og er að sovéska liðið er nokkrum þrepum ofar. Leik- men Dynamo Kiev eru frábær- lega vel þjálfaðir og þeir beinlinis prjónuðu sig i gegnum vörnina hjá okkur með vel útfærðum og nákvæmum leikfléttum — og geta allir leikmenn liðsins leikið hvaða stöðu sem er á vellinum.” MMl 'fj \ •/ . WBBUBBKBBKBBBBUBBBEBBKBHBBHBBÍL miaBawHHBRMlsgS Bjóst við markasúpu Kirby sagði að leikmenn Akra- ness hefðu sýnt ótrúlegt þrek og baráttuvilja i leiknum i Kiev. Hann hefði búist við mikilli markasúpu i upphafi leiksins, þvi að þegar á fyrstu minútum leiks- ins hefðu sovésku leikmennirnir átt stangarskot auk annarra hættulegra marktækifæra. En strákarnir hefðu þá sýnt hvað i þeim bjó og þeir hefðu aldrei hætt að berjast fyrr en leikurinn hefði verið flautaður af. „Við höfum æft mjög vel að undanförnu,” sagði Kirby, „og hafa allar æfingarnar farið fram á mölinni. Akranesliðið leikur betur á grasinu, en ég er samt viss um að það verður okkur i hag að leikurinn skuli fara fram á möl. Ég á von á að leikmenn Dynamo Kiev lofi okkur að sækja meira en þeir gerðu i Kiev og reyni siðan snögg skyndiupp- hlaup, en hvort sem þeir verða með tvo, þrjá eða fjóra menn frammi þá munum við eiga svar.” Meir en nóg ljós „Melavöllurinn hefur verið i ágætu ásigkomulagi og ef veðrið helst skaplegt, ætti hann að geta orðið eins og á sumardegi,” sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri, um ástand Melavallarins. „Við erum m.a. nýbúnir aðfara yfir og mæla ljósmagnið frá flóðljósunum á vellinum og sýndi sú mæling 250 Lux, sem er 50 Luxum meira en krafist er af Evrópusambandinu i Evrópuleikjum. Það sem mér þykir verst, er að við getum ekki boðið áhorfendum upp á þá að- stöðu sem við hefðum kosið, en það er vegna þess að fjármagnið sem við höfum úr að spila er ekki til skiptanna.” Sérstök girðing verður gerð frá búningsherbergjum dómara og leikmanna að knattspyrnuvellin- um, samkvæmt reglum UEFA, og er það gert i öryggisskyni. Leikur akurnesinga og Dynamo Kiev hefst annað kvöld kl. 20:00 og fer Akraborgin sérstakar ferð- ir vegna leiksins. Farið verður frá Akranesi kl. 18:15 og til baka aftur að leik loknum, kl. 22:15. Verð aðgöngumiðanna á leikinn er: Stúkusæti 900 kr., stæði 700 kr. og barnamiðar 200 kr. Fólki skal bent á að aðeins eru seldir 500 stúkumiðar svo að betra er að verða með fyrra fallinu — ef menn vilja sitja. —BB Þið megið ekki leggjast í vetrardvala sigraði landslið Englands i HM i Argentinu 1962 og leikurinn gegn Brasiliu i HM i Englandi 1966 sem Ungverjaland vann svo óvænt 3:1 og gerði vonir Brasiliu um sigur i keppninni að engu. Baróti er mjög vel menntaður. Hann er lögfræðingur og hefur auk þess próf frá iþróttaháskóla. Hann sagði að knattspyrnan ætti hug sinn allan og þótt hann fengi að velja sér ævistarf aftur, þá kæmi ekki nema eitt til greina — knattspyrna. „Það er ekkert vafamál að Baróti er mjög fær þjálfari,” sagði Karl Guðmundsson.iþrótta- kennari, sem veitir knattspyrnu- þjálfaraskólanum forstöðu. „Það sést best á þeim árangri sem hann hefur náð með þau lið sem hann hefur þjálfað. Þjálfunaraðferðir hans eru þveröfugar við þær aðferður sem bretar nota og hafa kennt hjá okkur. Baróti leggur mikið uppúr knattþjálfun og hann timasetur allar æfingar mjög nákvæmlega til að hægt sé að fylgjast með hversu góða raun hver æfing gefur. Baróti notar nýtisku leikaðferð- ir eða þær sömu og hollendingar og vestur-þjóðverjar notuðu i siðustu HM keppni þar sem allir leikmenn taka mjög virkan þátt i leiknum, hvort heldur er i sókn eða vörn án tillits til hvaða stöðu hver leikmaður leikur. Æfingarnar eru léttar, en ekki þessar erfiðu æfingar eins og bretinn notar þar sem allt bygg- ist á hörku og keppni.” Þeir Lárus Loftsson (Val) og „Ef þið viljið að knattspyrnu- menn ykkar verði betri og dragist ekki aftur úr, þá þýðir ekki að leggjast i dvala á veturna — gefa langt fri og hætta öllum æfingum. Þá detta liðin niður og meiri hluti kcppnistimabilsins fer I að koma leikmönnunum i þjálfun aftur”, sagði ungverski knattspyrnu- þjálfarinn, Lajos Bardti, i viðtali við Visi. Eji Baróti hefur að undanförnu kennt við knatt- spyrn uþjálfaraskóla KSI á vegum Evrópuknattspyrnusam- bandsins þar sem hann á sæti i tækninefnd. , ,Ef ekki á að verða stöðnun hjá ykkur, þá verðið þið að taka upp vetraræfingar, þó að það sé frost þá er hægt að hlaupa úti og gera æfingar með bolta. Þetta gerum við i Ungverjalandi og þar kemst frostið oft niður i 20 gráður.” Þetta er álit ungverska þjálfar- ans á vetraræfingum en þær virð- ast algerlega hafa dottið upp fyrir hér á landi um leið og Albert Guðmundsson hætti sem formað- ur KSÍ. Baróti er heimsfrægur þjálfari og hefur starfað sem slik- ur i 26 ár. Hann þjálfaði landslið Ungverjalands á árunum 1957 til 1966 og tók það þá þátt i þrem heimsmeistarakeppnum undir hans stjórn og var ávallt meðal átta efstu liða. Baróti hefur auk þess þjálfað hjá nokkrum 1. deild- arliðum i Ungverjalandi og má nefna tvö — Ujpest Dozsa og Vasas sem hafa unnið deildar- keppnina undir hans stjórn. Nú hefur Baróti aftur tekið að sér að þjálfa landsliðið og hefur það nú leikið 4 leiki undir hans stjórn. Þegar við spurðum Baróti hverjir væru eftirminnilegustu lands- leikir Ungverjalands undir hans stjórn, sagði hann að þeir væru tveir. Þegar ungverska liðið Ungverski knattspyrnulands- liðsþjálfarinn Lajos Baróti var önnum kafinn alla siðustu viku við að leiðbeina nemendum við knattspyrnuþjálfaraskóla KSÍ. Hann leggur megináhersluna á léttleika, fimi og góða bolta- meðferð i kcnnsluaðfcrðum sin- um. Myndina tók Einar af Baróti i tima i þjálfaraskólan- um og er hann að útskýra fyrir nemendum sinum hvernig best cr að taka hornspyrnur. Sigurleiðin I leit aft nýjum leikniönnum finnur AJli átján ára gamlan pilt, t olin Randall. Ilann lætur hann leika á frægu erfendu IIBf. Galaxy, og strákurinn stendur sig vel.... StaBan er jöfn 1:1......... Stcfán Gunnarsson hefur verið drjúgur i leikjunum með Val að undan- lörnu. Ilonura tókst þó ekki sem best upp i leiknum gegn FH, cn á möguleika að bæta það upp i kvöld þcgar Valur leikur við Armann. Ljósmynd Einar. Ilann er göfiur, Bob...... Og hann á eftir að verða enn betri þegar hann eldist............... I A SIDUSTU SEKUNDUM ! I.EIKSINS... Axel Axelsson (Þrótti) sem eru nemendur við knattspyrnuþjálf- araskólann voru mjög hrifnir af Baróti og þeim þjálfunar- og leik- aðferðum sem hann kenndi — „þetta er eins og svart og hvitt miðað við það sem okkur hefur verið kennt af bresku þjálfurun- um tveim sem kennt hafa við skólann,” sögðu þeir félagar og áttu varla nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni yfir þjálf- unaraðferðum ungverjans. — BB Fœrt til fyrir Skagamennina! Vegna leiks Akraness og Dynamo Kiev i Evrópukeppn- inni i knattspyrnu á Melavcllin- um anttað kvöld hefur verið ákveðið að færa til leikina i 1. deildinni í handknattleik karla, sem áttu að vera þá um kvöldið. Það eru leikirnir á milli Armanns og Vals og Fram og Víkings, sem áttu að vera sam- kvæmt skránni i Laugardals- höllinni á morgun. Hafa þeir verið færðir fram um einn .sólarhring, og verða þvi i Laugardalshöllinni i kvöld. Var þetta gert af tillitssemi við Skagamenn, sem þurfa á góðri aðsókn að halda á mið- vikudagskvöldið til að koma ekki út úr keppninni með bull- andi tap — fjárhagslega — og einnig var óttast að aðstókn að handboltalcikjunum yrði litil, ef þeirfæru fram á sama tima og þessi siðasti stórleikur ársins i knattspyrnunni hér á landi. — klp — ,Aldrei boðið — segir Sveinn Jónsson formaður KR Þjóðviljinn skýrir frá þvi i morgun að Sveinn Jónsson, formaður KR, hafi boðið Georg Kirby, þjálfara akuniesinga, stöðu landsliðsþjálfara næsta sumar gegn þvi skilyrði að hann gerðist jafnframt þjáifari hjá KR — og hefur blaðið þetta eftir Georg Kirby. Við snerum okkur til Sveins vegna þessarar fréttar og spurðum hann, hvort þetta .væri rétt. „Ég kannast ekki við að hafa boðið nokkrum manni landsliðsþjálfarastöðuna”, sagði Sveinn. „Ég hef ekkert umboð til að ráða þjálfara til knattspyrnu- deildar KR og þaðan af siður lands- liðsþjálfara. Kirby þekki ég ekki persónulega, hef aðeins talað við hann stuttlega nokkrum sinnum. Siðast var það eft- irleik ÍA og Omonia, og þaðeina sem okkar fór á milli var að ég spurði hann kurteislega, hvað hann ætlaði að starfa næsta sumar. En að ég hafi boðið honum að gerast landsliðs- þjálfari er út i hött.” —BB Bikarinn til Kanada Lynn Nightingale frá Kanada varð sigurvegari i keppninni um Rich- mond bikarinn i listhlaupi kvenna á skautum, sem lauk i London i gær- kv öldi. Hlaut hún 140,80 stig, eða 0,4 stig- um meira en Barbie Sn.ith frá Bandarikjunum, sem var með for- ustu eftir fyrri dag keppninnar. Illauthún 140,76 stig en i þriðja sæti varð Linda Fratianne, Bandarikjun- um, með 139,66 stig. Þetta er i fyrsta sinn i þau 27 ár, sem keppt hefur veriö um þennan fræga bikar, sem stúlka frá Kanada hlýtur hann. Lynn Nightingale er 19 ára gömul og cr talin sterkasta vopn Kanada á vetrarolvmpiuleikunum i Innsbruck i vetur. Enn fjölgar óhorfendum Aðsókn að knattspyrnuleikjum i Frakklandi er stöðugt að aukast. Eftir tiu fyrstu umferðirnar á þessu kcppnistim abili hafa rúmlega milljón manns komið á leikina i 1. deild, og hefur aðsókn að leikjunum þvi aukist um nær 10 þúsund á leik, miðað við sama tima I fyrra. Frakkar þakka þetta góöri knatt- spvrnu, sem liðin leiki, svo og að mikið er skorað af mörkum eftir að ákveðið var að gefa eitt aukastig fyrir 3ja marka sigur eða meira. Það félag sem dregur að sér flesta áhorfendurer Nice, sem nú er i efsta sæti. Liðið leikur mjög opna og góða knattspyrnu og skorar mikið af mörkum. Stjarna liðsins er júgóslav- inn Katalinski, sem félagið keypti i haust, en hann er talinn besti knatt- spyrnumaðurinn i frönsku 1. deild- inni um þcssar inundir. —klp—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.