Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Mánudagur 10. nóvember 1975. BURFELL KRAFTANLÆG Kraflslation f líioríwi Í3v, Isloml Hug- sjona menn Ég gat þess I siðustu mánu- dagsgrein minni i Visi þ. 3. þ.m. að eymdin hafi veriö arfur okk- ar um aldir fram og af sögu lands og þjóðar gætum viö lært æöi mikið. Ég gat að nokkru fjárhagsstöðunnar á áratugnum fyrirsíöari heimsstyrjöldina, en striösárin og eftirstriðsárin eru ekki síður athygli verð i þeim efnum. Það hefir verið lán okkar i öll- um aumingjaskapnum, að oft höfum við átt menn, sem hafa verið hugmyndarikir hugsjóna- menn, en erlend stjórnvöld og innlendur kotungsháttur komu mörgum þörfum hugmyndum þeirra fyrir kattarnef. Mér ar alltaf minnisstætt litið atvik, sem átti sér stað fyrir 50 árum. Þá vann ég á rakarastofu hér i borginni. Hún lá við fjölfarna götu og glugginn snéri að göt- unni. Yfir gluggann miðjann var hilla i brjósthæð. Ég var einn á stofunni, þegar maður kom inn. Hann gekk að glugganum og horfði út og studdi olnbogunum á hilluna. Ég spurði hann hvað ég gæti gert fyrirhann. Ekkert, svaraði hann. Ég þekkti manninn ekki, en horfði á hann hliöhallt. Und- an svörtum hattinum sá ég grátt háriö og undir loðnum brúnum leiftruðu gáfuleg augu. Eitthvað var með þessum manni, sem ekki var í samfylgd annarra. Allt i einu sagði hann. Hvað kostar þetta kölnarvatn sem hér er i glugganum? Ég sagði hon- um það. Þá sagði hann. Já þetta erum við aö flytja til landsins, viö sem eigum bestu lyktina, sem til er i heiminum. Það er reyrinn okkar ungi maður Hvaða lykt er það, spurði ég. Þá snéri hann séraö méreins og prestur fyrir altari, rétti fram aöra höndina og lófinn snéri upp og hann sagöi. Það er reyrinn okkai; ungi maður. Það hefir engin Islensk kona átt fatakistu eða kistil á þessu landi án þess að hafa þar i visk af reyr. Við getum framleitt reyr á fleiri ekrum lands sett ilminn af hon- um á glös og selt hann út um viða veröld. Svo snéri hann sér aftur að glugganum. Þó ég væri rakari þagði ég litla stund. Svo sagði ég. Fyrir- gefiö, en hvað heitið þér? Hann leit ekki við en sagði Einar Benediktsson. Ég held að mér hafi aldrei fundist ég minnka jafn mikið á jafn skömmum tima eins og á þessari stundu, þegar ég vissi aö ég var að tala við einn af mestu vitmönnum, sem fæðst hafa á þessu landi,. skáldið mikla Einar Benediktsson. Hann tók lika flugið á þessari stuttu stund, og hér meö afhendi ég þeim, sem vildu setja lyktina af islenskum ilmjurtum á glös og selja hana út um viða veröld, hugmynd hugsjónamannsins Einars Benediktssonar. Stundum hefir mér dottiö I hug, hvort það hafi ekki verið óhamingja Einars að hann var fæddur á Islandi og orkti á is- lensku, ef hann hefði orkt á ensku væri ekki óliklegt að henn hefði veriö settur á bekk með mestu ljóðskáldum heims. Hugmyndaflug hans var hafið yfir eymdina Hugmyndaflug þessa manns var hafið yfir eymdina sem hann orkti um. Fyrir nokkrum árum var okkur sýnd mynd I sjónvarpinu af þvi, þegar verið var að veita Rangá yfir sandana á afrétti rangvellinga. Viðtal var einnig við einn af forystumönnum sveitarinnar. Hann sagði: Hugmyndin að þessu er nú ekki ný, hún er komin frá Einari Benediktssyni frá þeim tima þegar hann fyrir 65 árum var sýslumaöur rangvellinga. Hug- mynd Einars var að binda með vatni fokjörðina og gera auðn að akri. En þrátt fyrir allan véla- kost nútimans, þá tók það islendinga 65 ár að gera þessa athyglisveröu tilraun, sem kostaði sáralitið fé miðað við þann arð, sem hún gat gefið. Löngu eftir að Einar setti fram þessa hugmynd, var hún fram- kvæmd annarsstaðar með ágætum árangri.og vera má, að hugmynd Einars hafi legið að baki þeirri framkvæmd. Hugsjónir Einars Benedikts- sonar voru svo stórbrotnar, að erfingjar eymdarinnar, fólkið i landinu, fylgdist ekki með hon- um. Það er ekki meiningin með þessari stuttugrein að ræða um hugmyndaflug Einars, svo sem erlendar félagastofnanir, gullnámuvinnslu i Miödal I Mos- fellssveit, og margt annað, en ég ætla aö minnast fáum orðum á hugmyndir hans um virkjanir i Þjórsá, og þaö, sem af þeim má læra. Veröur mér þá fyrst fyrir að vitna til ummæla Sigurðar Nordals, en i stuttri ritgerð um Einar segir hann svo. Engir loftkastalar „Barátta Einars fyrir þessu máli stóð linnulaust frá 1906 — erhann byrjaöi aö vekja athygli norskra fjármálamanna á gifurlegri vatnsorku íslands og fékk nokkurt fé i hendur til þess að afla vatnsréttinda, — til haustsins 1925, þegar hann fór þriðju ferð sina til Vesturheims i þvi skyni að leita þar eftir fjár- magni handa Titan. Meðal veraldlegra áhugamála hans var þetta konungshugsjónin. Þessi stóriðja átti ekki einungis að gefa islendingum kost á afli til ljós, hita og iðnaðar, á ódýr- um áburði til þess að rækta jafnvel „hálendi Islands svo langt að snjólinu sem aðrar þjóðir gera hjá sér”, heldur veita blóöi nýs auðmagns i allar æðar þjóðlifsins. Um trú Einars á þetta mál verður ekki efast, enda voru lengi vel góðar horfur á framkvæmdum, sem hefðu valdið aldahvörfum i sögu landsina.” Þar, sem.hér er getið um Titan má minnast á það, að áriö 1914, var stofnað i Reykjavik hlutafélag með þessu nafni til virkjunar Þjórsár. Arið 1918 kom út bók i Kristianiu i Noregi sem unnin var af norskum verk- fræðingum undir forystu Sætersmoens verkfræðings. í bók þessari voru teikningar og lýsingar af sex stórvirkjunum á Þjórsársvæöinu og samtals var orka þeirra um ellefu hundruð þúsund túrbinuhestöfl. Þetta voru ekki neinir loftkastalar hugsjönamannsins heldur verk, sem var unnið af sérfræöingum i sinni grein og byggt á hugsjón- um Einars Benediktssonar. Nú geta menn stytt sér stundir við að reikna út tapið Þegar þetta gerðist var ég unglingur um fermingu i upp- vexti á Eyrarbakka, ég var þvi i námunda við vettvang þessara stórviðburða. Mér er ennþá minnisstæður sá kliður mót- mæla, sem barst frá manni til manns gegn þessum framkvæmdum. Menn hrópuðu landsala, nú átti að selja landið og skáldin ortu hatrömm ádeiluljóð til þeirra manna sem ætluðu að selja landið. Að sjálfsögðu höfðu islending- ar allt i hendi sér um samninga- gerðir i þessu máli og allt blaör- ið um landsölu var vissulega markleysa ef rétt var að farið, en það haföi þó sin áhrif. A Alþingi 1919 var hlutafélaginu Titansynjaö um leyfi til þess, að hefja framkvæmdir á virkjun Þjórsár. Þessar aðgerðir Alþingis seinkuðu iðnþróun á Islandi um hálfa öld. Menn geta nú stytt sér stundir við það, að reikna út það tap, sem þjóðin hefirbeðið vegna þessarar synj- unar, en það er að visu óút- reiknanlegt. Eymdin hélt áfram að vera arfur þessarar litlu þjóðar. Stundum eru hugsjónir og at- hafnir sameinaöar i sama manninum, en stundum er óra- langt á milli þessara hugtaka. Fáir verða spámenn i sinu föðurlandi og margir hugsjóna- menn hafa legið mörg ár i gröf sinni áður en hugmyndir þeirra koma til framkvæmda. Það sannaðist á Einari Benedikts- syni. Aron Guðbrandsson. Stór v* Jj iv;‘ _£L_ -\ Sigtúni n.k. fimmtudagskvöld kl. 20,30 18 umferðir. Stórglæsilegir vinningar Utanlandsferð kr. 70,000,00 Meðal vinninga Frystikista „ 86,000,00 Frystiskápur „ 63,000,00 ásamt fjölda annara glæsilegra vinninga ■ • fl'ff • r* • • • I • Ath. husið opnað kl. 19,30 Lionsklubburinn Fiolnir . , Ahft t I 1. umterd hetst stundvislega kl. 20,30

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.