Vísir - 10.11.1975, Síða 6

Vísir - 10.11.1975, Síða 6
6 Visir. Mánudagur 10. nóvember 1975. vísm (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Páisson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur • Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasöl u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Veiðiheimildir og viðskiptasamningar Samningar þeir sem i gildi eru við aðrar þjóðir um takmarkaðar veiðiheimildir innan fiskveiðilög- sögunnar falla úr gildi i þessari viku. Veruleg óvissa er nú rikjandi um framvindu samningamálanna einkanlega að þvi er varðar breta og vestur-þjóð- verja. Einsýnt er, að nýir samningar verða ekki gerðir fyrir fimmtud., nemaveruleg umskipti verði. Bresk stjórnvöld hafa veifað dæmalausum hótun- un um herskipavernd ef samningar takast ekki. Yfirlýsingar af þvi tagi eru sannarlega ekki til þess fallnar að auðvelda lausn deilunnar. Vestur-þjóð- verjar hafa á hinn bóginn hopað allverulega, en til skamms tima voru þeir miklum mun aðgangsharð- ari en bretar. Rikisstjórnin og samninganefnd hennar hafa haldið rétt á spilunum fram til þessa. Það er bæði rétt og skynsamlegt að freista þess að leysa þessa þrætu með friðsamlegum hætti. Við setjum eðlilega ströng skilyrði fyrir hugsanlegum skammtima veiðiheimildum. Á sama tima og algjör óvissa rikir um hugsanlega samninga við breta og vestur-þjóðverja lýsir ráðu- neytisstjóri viðskiptaráðuneytisins yfir þvi á fundi Friverslunarbandalagsins, að is- lendingar kynnu að neyðast til þess að endur- skoða þátttöku sina i efnahagssamvinnu Evrópu- rikja. Þetta er i samræmi við fyrri yfirlýsingar rikisstjórnarinnar um þetta efni, og er i beinum tengslum við landhelgisdeiluna. Tollaivilnanir þær, sem við eigum að njóta sam- kvæmt viðskiptasamningi okkar við Efna- hagsbandalagið, hafa ekki komið til framkvæmda. Bandalagið hefur sett það skilyrði fyrir gildistöku samningsins, að samkomulag náist um fisk- veiðiréttindin hér við land. Með þessari einstreng- ingslegu afstöðu eru Efnahagsbandalagsþjóðirnar i raun réttri að gera tilraun til þess að þrengja okkur út úr þessu samstarfi. Þó að við séum reiðubúnir til samninga um mjög takmarkaðar veiðiheimildir innan nýju fiskveiði- lögsögunnar kemur að sjálfsögðu ekki til alita að hvika frá settu marki i landhelgismálinu vegna þessa. Á hinn bóginn verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, að áframhaldandi óvissa um lausn landhelgismálsins getur haft veruleg áhrif á utan- rikisviðskipti okkar ogýmsar greinar isl.atvinnulifs. Vegna þessarar einstrengingslegu afstöðu Efna- hagsbandalagsrikjanna mótaði Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra þá skynsamlegu afstöðu að ganga ekki til samninga við eina þjóð bandalagsins án þess að viðskiptaþvingunum yrði aflétt um leið. í þessu efni urðu okkur á mistök, þegar samið var við breta 1973. Þjóðverjar gátu þá stöðvað gildistöku tollaivilnananna, en bretar fengu hér samtimis veiðiheimildir. Stefna núverandi rikisstjórnar á að koma i veg fyrir að slik mistök endurtaki sig. Löndunarbann vestur-þjóðverja, sem aflétt var fyrir skömmu, kom fyrst og fremst niður á þeim sjálfum þegar á reyndi. Þeir þurfa einfaldlega á fiski frá okkur að halda. Þá er einnig á það að lita, að fiskimenn og út- gerðarmenn i Bretlandi hafa sett fram óskir um 200 sjómilna fiskveiðilögsögu. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar i huga, má ljóst vera, að rikisstjórnir þessara tveggja rikja hafa ekki aðstöðu til þess að sýna sama þvergirð- ingshátt og áður i þessu máli. Það á þvi að vera unnt að ná viðunandi samningum og leiða deiluna þannig til lykta á friðsaman hátt. Þó vitað sé um fólk sem hefur reykt lengi án þess það ylli þvi alvar- legum sjúkdómum, eru hinir miklu fleiri, sem hafa fengið að kenna á afleiðingunum. Á Vifilsstöðum er fjöldi slikra sjúklinga. Sumir fá bót, eða nokkra heilsu, aðrir eiga fram- undan algjöra örorku. Visismenn heimsóttu Vifilsstaði og ræddu við þrjá sjúklinga þar. Augnabliksánægjá Sigriður Ingimarsdóttir: „Ég er búin að reykja i þrjátiu, fjöru- tiu ár,en nú er ég hætt. Ég hef oft reykt yfir pakka á dag, sérstak- lega seinni árin, eftir að heilsan bilaði. Þá reyki ég meira. Þegar ég byrjaði vissi ég ekki að þetta væri hættulegt. Ég furða mig á aukningu reykinga nú þeg- ar fræðslan er orðin svona mikil. Það er hörmulegt að horfa upp á ungtfölk reykja sér tilöbrta, ungt fólk ætti skilyrðislaust ð láta þetta eiga sig. Reykingar eru vam, ekkert nema augnabliksánægja. Mig hefur oft langað til að losna við reykingarnar, en alltaf fallið i sama farið aftur, þar til nú. Ég var með snert af berkla- veiki, við reykingarnar myndað- ist siðan tjara i lungunum og bólga. Ég hef fengið slæm köst undanfarin ár og tvisvar verið flutt hingað áður mikið veik af lungnabólgu. Ég veit að ég væri laus við þennan sjúkdóm ef ég hefði ekki reykt. Sigriðrr Ekki áródu. aðeins reym lan Ég finn það hér á Vifilsstöðum að það er allt fyrir mig gert og vel hugsað um mann. En fólk verður lika að hugsa um, hvað það getur sjálft gert, ekki bara hvað aðrir gera fyrir mann. Eftir að ég hætti að reykja liður mér miklu betur. Ég hef betri öndun og betra súrefnisþol. Nú veit ég bæði hvað er að reykja og að reykja ekki og ég ætla ekki að byrja aftur. Þetta eru engin áróðursorð, þetta er reynslan.” Asminn kom af reykingum Jónatan ólafsson: „Ég byrjaði að reykja sextán ára gamall og reykti i yfir þrjátiu ár. Ég var músikant og var alltaf i reyk, þá þótti fint að reykja og ég byrjaði til að vera eins og aðrir. Það var aldrei talað um hætt- una af reykingum þá. Ég reykti einn til einn og hálfan pakka á dag. Nú er ég hættur þvi, en fæ mér einstaka sinnum pipu á kvöldin. Það er meiri munur en á degi og nóttu að reykja eða reykja ekki. Það getur enginn hætt fyrir aðra, hver og einn verður að Jónatan Allt niður í fimmtán ára „Yfirleitt er það fólk sem hingað kemur vegna sjúkdóma af völdum reykinga nokkuð full- oröið. Stafar það af þvi, að þess- ir sjúkdómar þurfa nokkurn tlma til að verða svo alvarlegir að sjúkrahúsvistar sé þörf. Þó fáum við hér inn fólk um tvitugt, og jafnvel niður i 15 ára gam- alt,” sagði Hrafnkell Helgason, yfirlæknir á Vifilsstöðum, i við- tali við Visi. A Vifilsstöðum eru milli 60 og 70 lungnasjúklingar og lang- flestir þeirra eru með sjúkdóma af völdum reykinga, það er að segja langvinna barkabólgu, lungnaþan og lungnakrabba- mein. „Iflestum þessara tilfella má segja að þetta fólk hefði ekki fengið þessa sjúkdóma, ef það hefði ekki reykt. Auk þeirra dvalarsjúklinga sem hér eru, koma fimm daga vikunnar á göngudeild milli tuttugu og þrjátiu manns. Að sjálfsögðu eru margir slik- irannars staðará landinu, bæði á sjúkrahúsum og þeir sem ekki leita til læknis,” sagði Hrafnkell Helgason.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.