Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 10. nóvember 1975. 9 Nœsti eigin- maður Fyrrverandi skiða- kennari, Mirco Brozek, telur sig hafa fundið hamingjuna. Og hún er engin önnur en hin 41 árs gamla Brigitte Bardot. „Við erum eins hamingjusöm og hugsanlega getur orðið,” lýsti Brozek yfir. Bri- gitte? Myndin sýnir þau Brigitte og Micro Brozek. „Brigitte er sú sem ég hef beðið eftir. Og hvernig er hægt að vera hamingjusamari.” Náinn vinur B.B. segir að hún endurgjaldi ást Brozeks fullkom- lega. „Mikil breyting hefur orðið á Brigitte. Skassið hefur tamist.” Það er nú æskilegt að þessi ást- arbrimi endist eitthvað. Siðast var Brigette með hinum 26 ára gamla leikara Laurent Vergez. 72 PRÓSENT LÆKNA í RÚSSLANDI ERU KONUR Sjötíu og tvö% lækna og 39% A'isindamanna i Sovétrikjun- um eru konur, að þvi er tima- ritið Soviet Life skrifar. Og timaritið bætir þvi við „að meira en helmingur þess fólks er vinna ábatasöm störf i Sovétríkjunum séu konur”. Þriðji hver dómari eða lög- fræðingur er kona, og næstum þriðji hver meðlimur i æðsta- ráði Sovétri'kjanna eru konur. Æðstaráð Sovétrikjanna svip- ar nokkuð til Bandarikja- þings, þótt öll völd séu i hönd- um leiðtoga Kommúnista- flokksins. Nýtt lyf í barátt- unni gegn hjarta- sjúk- dómum Bandarískur læknir hefur gert mikla uppgötv- un i baráttunni viö kole- steról i hjartaæðum. Hann hefur sem sé framleitt lyf, er drepur fituefniö kólesteról, er sest innaná æöaveggi og stööv- ar blóðrás til hjartans. Dr. Richard Bing við Hunging- ton sjúkrahúsið i Pasadena i Kali- forniu kallar lyf þetta ketocole- sterol. Tilraunir hafa sýnt, að það getur eytt kólesterlóli um allt að 90%. „Þetta er mjög mikilsverð upp- götvun, en gera verður fleiri til- raunir með það á dýrum, áður en hægt er að reyna það á mönn- um,” sagði dr. Bing blm. „Annars ganga rannsóknir mjög vel, og lyfjafræðingar hafa sýnt nægilegan áhuga. Ég vona, að nota megi það á fyrsta sjúk- linginn núna bráðlega.” Hann sagði einnig, að keto- cholesterol væri svipað að upp- byggingu og cholesterol, en heföi þveröfug áhrif. Það festist ekki innan á æða- veggi, og er þvi hættulausara en kólasteról. „Það var álit okkar, að ef við sprautuðum einhverju, er liktist kólesteróli inn i æðina, þá tæki hún frekar við þvi.” „Þessi kenning stóðst i öllum þeim 17 tilraunum sem við gerð- um.” „Þótt við séum ekki eins viss- ir um að ketocholesterol hafi gagnstæð áhrif og kólesteról, þá hefur það alla vega áhrif á sömu frumurnar. Það er álit dr. Bings, að lyf þetta geti komið að miklum not- um i sambandi við baráttuna gegn hjartasjúkdómum. Fýrstír með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu Nýr áfangi á Kanarí blómaeyjan Tenerife í vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta 14. desember en hin síöasta 4. apríl og er hún jafnframt páskaferð. Dvaliö veröur í íbúöum og á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum og veróið í tvær vikur er frá 47.900 krónum, sem er þaö hagstæðasta sem býöst. Sért þú aö hugsa um sólarferð í skammdeginu, þá snúöu þér til okkar. FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR ISLANDS Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí- eyjaferðum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til aö færa enn út kvíarnar. Viö höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí- eyja, en hún er granneyja Gran Canaría, þar sem þúsundir íslendinga hafa notið hvíldar og hressing- ar á undanförnum árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.