Vísir - 10.11.1975, Side 10

Vísir - 10.11.1975, Side 10
Vtsir. IVlánudagur 10. nóvember 1975. Þaft var mikiö fjör i öllum fjórum hrinunum i leiknum á milli Vikings og UMFL i 1. deildinni I blaki i gær. Hér sendir Anton Bjarnason fyrrverandi landsliðsmaöur i körfuknattleik, knattspyrnu og blaki, boltann með krafti fram hjá óskari Hallgrimssyni Vikingi, en álengdar stendur Gestur Báröarson og fær ekkert að gert. Ljósmynd Einar. Vinsælu Barnaog unglincjaskriíboroin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SiMI 44600 íslandsmótið í blaki: Víkingur í vandrœðum með UMFL 1 bráöskemmtilegum og fjörug- um leik tókst Vikingi að sigra UMFL i fyrsta leik liöanna í 1. deildinni i blaki I gær. Liöin léku fjórar hrinur — allar mjög skemmtilegar — og lauk viður- eigninni þannig, að vikingarnir sigruðu I þrem en laug- vetningarnir I einni. í fyrstu hrinunni sigruðu vfkingarnir 15:12 og sluppu þar vel þvi að UMFL komst strax yfir og hafði lengi forustu. 1 þeirri næstu sigruðu vikingarnir 15:7, en i þeirri þriðju töpuðu þeir 16:14. Þá komust þeir i 12:2, en' UMFL náði sér þá vel á strik og tókst að jafna. Vikingarnir náðu aftur yfir 14:13, en UMFL náði boltanum og skoraði þrjú næstu stig, og það nægði til sigurs i hrinunni. 1 fjórðu hrinunni var keppnin ofsalega spennandi. Þar varð UMFL að sigra til að eiga mögu- leika á að sigra i sjálfum leikn- um, og var mjögnálægt þvi. Jafnt var 11:11, en Vikingur hafði það á lokasprettinum, og sigraði 15:12 eða samtals 3:1. Vikingarnir voru ákveðnari i sókninni i þessum leik og á þvi sigruðu þeir. En sýnilegt er, að erfitt veröur að eiga við laug- vetningana i „ljónagryfjunni fyriraustan”þegarliður á vetur- inn. A Akureyri léku á laugardaginn Þróttur og MA. Þar var litið fjör miðað við leikinn I gær — þróttararnir sigruðu i öllum þrem hrinunum — 15:7, 15:9 og 15:9. Leik UMFB og 1S sem átti að vera á Laugarvatni var frestað að ósk heimamanna. Einnleikur var leikinn i 2. deild i gær og áttust þar við Vikingur og Stigandi, sem er skipað nemend- um Iþróttakennaraskólans. Þar mátti sjá marga þekkta iþrótta- kappa, eins og t.d. Viggó Sigurðs- son, Vikingi, Hauk Ottesen KR, Arna Stefánsson Fram og FH-ingana Leif Helgason og Janus Guðlaugsson, svo að ein- hverjir séu nefndir. Leikur þeirra við vikingana var mikil baráttuleikur eins og sjá má á tölunum hér á eftir, en þar átti Stigandi allar stærri tölurnar og sigraði þvi 3:0. Loka- tölurnar urðu: 17:15, 16:14 og 16:14. -klp- Rodney Marsh tíl Belgíu! < Vörumarkaourinn Okkar verð Við kynnum nú í fyrsta sinn í auglýsingu nýjan VERÐMERKIMIÐA sem sýnir viðskiptavininum á augabragði hvað varan kostar almennt í verslunum og hins vegar okkar verð. Þessi verðmerkimiði hefur verið í notkun til reynslu í verzluninni i 4 mánuði með góðum árangri. Skrifar undir samning við Anderlecht ó morgun, fœr ekki að leika í 1. deildinni fyrr en nœsta haust Enska knattspyrnustja rnan Rodney Marsh hefur samþykkt að skrifa undir samning við belgfska 1. deildarliðið Ander- lecht, og er búist við þvi að hann geri það á morgun. Marsh fór fram á sölu eftir að hann lenti I útistöðum við fram- kvæmdarstjóra Manchester City — Tony Book — eftir að hann setti hann út úr aðalliðinu fyrir hálfum mánuði. BUist er við að Anderlecht greiði Manchester City um 75 til 80 þúsund pund fyrir Marsh, sem nU er. orðinn 32 ára gamall. Hann fær þó ekki að leika með Ander- lecht i 1. deildinni fyrr en eftir niu mánuði, en aftur á móti má hann leika með félaginu i næstu umferð i Evrópukeppninni. Rodney Marsh, sem muni hafa þrisvar sinnum launhjá Anderlecht en hann hafði hjá Manchester City, sagði i viðtali i gærkvöldi, að kæmi ekk- ert óvænt fyrir á siðustu sekúndu, yrði hann ánægður með að skrifa undir samning hjá Anderlecht. Formaður Manchester City, Peter Swales, sagði i gærkvöldi, að félagið væri búið að semja við Anderlecht, og frá sinum bæjar- dyrum séð frá öllu gengið varð- andi þessa sölu -klp- Nýliðarnir töpuðu stórt Fyrsti leikurinn i 1. deild ts- landsmótsins i handknattleik kvenna var leikinn I gærkvöldi i Hafnarfirði Þaráttust við FH og nýliðarnir i deildinni, ÍBK, og lauk þeirri viðureign með sigri FH-stúlknanna, sem skoruðu 19 mörk en fengu á sig 6 frá Kefla- vikurdömunum. Rodney Marsh

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.