Vísir - 11.11.1975, Síða 2
2
VISIR Þriðjudagur 11. nóvember 1975.
Astþór óskarsson, bifreiðarstj.:
— Það held ég. Ég hefði ekki
viljað heita neinu öðru nafni.
með
Ertu ánægður
nafnið þitt?
Jóo Eðvarð Kristjónsson,
verslunarmaður: — Ég er mjög
ánægður með nafniö mitt og við
hjónin bæði með nafn verslunar-
innar, sem heitir Dalmúli. Við
erum lika ánægð með blaðið Visi.
Sigriður Guðmundsdóttir, vinnur
við bókband: — Það held ég bara,
mér finnst þetta ágætis nafn,
annars heita svo margar þessu
nafni.
Björg Stefánsdóttir, skrifstofu-
stúlka: — Ég er m jög ánægð með
nafnið mitt, mér datt aldrei i hug
að breyta um nafn við ferming-
una.
Baldvin Heimisson, prentari: —
Mér likar ágætlega við að
Fjólmundur væri lika ágætt nafn
eða hvað finnst þér?
Jón Bates, prentari: — Stórkost-
lega. Ég vildi lika gjarnan heita
Snjólfur.
Um heilsugœslu ó Raufarhöfn
I.andlæknir biður fyrir eftirfar-
andi bréf:
Vegna fréttar Dagblaðsins
siðastliðinn föstudag um slæma
heilsugæslu á Raufarhöfn vill
landlæknisembættið benda á
eftirfarandi:
1. Læknir Raufarhafnarbúa sit-
ur á Þórshöfn.
2. Ekki hefur verið læknislaust i
Þórshafnarumdæmi siðast-
liðin 3 ár utan 4 daga i mai i
ár.
3. Starfsstúlka er starfar á
læknamóttökunni á Raufar-
höfn starfar á ábyrgð lyfsal-
ans á Húsavik en með sam-
þykki heilbrigðisyfirvalda.
Stúlkan hefur getið sér hið
besta orð. Sögumaður Dag-
blaðsins hefur við lögreglu-
yfirheyrslu ekki getað fært
sönnur á staðhæfingu um að
stúlkan hafi afgreitt röng lyf.
4. Fullyrðing um að Raufar-
hafnarbúar forðist að fara á
læknisstofuna hefur ekki við
rök að styðjast.
5. Sögumaður Dagblaðsins
hringdi i sumar i staðgengil
minn, Guðmund Sigurðsson,
og bar fram óljósar kvartan-
ir, sem ekki reyndist hægt að
henda reiður á. Óskaði Guð-
mundur eftir að viðkomandi
sneri sér til Þórshafnarlækna
eða að öðrum kosti skrifaði
bréf og skilgreindi kvartanir
er hann hefði fram að færa.
Ekkert hefur siðan heyrst um
þetta mál fyrr en nú.
Leiðrétting á fréttinni hefur
ekki fengist birt óbrengluð i
Dagblaðinu.
Landlæknir.
Við eigum
Utanóskriftin er:
VÍSIR
c/o „Lesendabréf'
Síðumúla 14
Reykjavík
tannlœkningar
Gunnar Þormar tannlæknir
sem starfað liefur i styrktarfé-
lagi vángefinna hafði samband
við Visi vegna ummæla Óla A.
Bieltvedt um skólatannlækning-
ar vangefinna barna.
Hann sagðist vilja meina að
skólatannlæknar hefðu skvldum
að gegna gagnvart vangefnum
börnum. Lög kvéða á um að
vangefnir eigi rétt á þeirri
menntun sem þeir geta tekið
við. Hins vegar eru ekki til skói-
ar fyrir þessi börn.
Það að þessir skólar eru ekki
til levsir ekki skólatannlækna
undan þeirri skyldu að sinna
vangefnum börnum.
Gunnar sagði að á fundi i Nor-
ræna húsinu sl. fimmtudags-
kvöld hefði það komið fram að
vangefnir njóti alls ekki mann-
réttinda og væru viða dæmi þess
i þjóðféiaginu.
líko réttinn!
1906-9885 skrifar:
„Sem sendill undrar mig hve
fólk virðir rétt okkar sendlanna
litið hér i Reykjavik.
Ég veit fjöldamörg dæmi
þess að ökumenn hafi ekið á
starfsbræður mina, og sjálfur
hef ég margoft lent i svona
veseni. T.d. var einu sinni svin-
að á mér og varð úr þvi árekst-
ur, en ökumaðurinn hafði sig á
brott. Þarna lá ég i götunni svo
illa meiddur að ég gat ekki unn-
ið næstu tólf daga.
Fyrir hönd (áreiðanlega
allra) sendla vil ég minna ykkur
ökumenn á að virða rétt okkar
sem er hinn sami og ykkar.”
LIGGUR ÞÉR
EITTHVAÐ Á
HJARTAV
Gisli Guðjónsson hringdi:
„1 siðustu viku var gerð mikil
auglýsingaherferð um skaðsemi
reykinga. Ég reyki ekki sjálfur
og er hlynntur þvi að allir sem
eru byrjaðir hætti að reykja. En
ég get ekki alveg fellt mig við
eina auglýsinguna sem notuð
var i sjónvarpinu.
Þar á ég við auglýsinguna þar
sem hundrað króna seðill er
brenndur upp i öskubakkanum.
Meiningin er eflaust sú að þeir
| sem reykja brenni þannig upp
fjármunum sinum. Þessi aug-
lýsing er bæði sýnd börnum og
. fullorðnum. Ég er á móti þessu,
mér finnst þetta litilsvirðing við
gjaldmiðilinn okkar að kveikja i
honum og brenna hann fyrir
augunum á okkur.”
Enn um skóla-