Vísir - 11.11.1975, Síða 4

Vísir - 11.11.1975, Síða 4
4 REUTER AP/NTB Þriðjudagur 11. nóvember 1975. VISIR Þessar buxur virðast vera eins og \ allar hinar. ÍÞœr eru það ekki. I Þetta eru KORATRON buxur. Þœr þarf aldrei að pressa. MIKIÐ STÆRÐARURVAL ^GAteURÍNN A-ÐALSTRÆTI 9 - SÍMI12234 Hve lengi viltu biða eftir f réttunum? Viltu fá þær heim til þín samdægurs? Eda viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! MUÖStflVER Sími (96)23626 Glerárgötu 32 Akureyri ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚT IANDSTJOMNN StTTI WHITLAM FHÁ ÍMBÆTTI Landstjóri Ástraliu, sir John Kerr, vék i nótt Gough Whitlam, forsætisráðherra, úr embætti, og fól leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Malcolm Fraser, að mynda stjórn til bráða- birgða. Landstjórinn lýsti þvi yfir eftir viðræður við Whitlam að þessi ákvörðun hefði verið nauðsynleg til þess að finna lýðræðislega lausn I anda stjórnar- skrárinnar á stjórnar- kreppu sem staðið hefur siðustu fimm vik- ur. Ætluðu að kjósa um sœti andstöðunnar Þá voru tæpar tvær stundir liðnar, siðanþing verkamanna- flokksins (Whitlams) hafði boð- að að stefnt skyldi að kosning- um 13. desember i þeim kjör- dæmum sem þingmenn eiga i efri deild. — En það er einmitt efri deild — þar sem stjórnar- andstaðan er i meirihluta — sem neitaði að afgreiða fjáröflunarfrumvarp stjórnar- innar, ivon um að þing yrði rof- ið og efnt yrði til almennra kosninga. Hálfri stundu eftir að land- stjórinn hafði tilkynnt að hann hefði vikið stjórninni frá sam- þykkti efri deildin frumvarpið til þess að nýja stjórnin hefði Ur einhverju fé að spila. Fékk engu ráðið og bar að víkja Landstjórinn hafði lýst þvi yfir að nýja stjórnin yrði aðeins til bráðabirgða, og þar til efnt hefði verið til almennra kosn- inga. Hann sagði að það væri siðferðisleg skylda forsætisráð- herra sem engu fengi ráðið og ekki gæti einu sinni útvegað þvi opinbera fé til daglegra þarfa að segja af sér og boða til nýrra kosninga. Til þess hefði Gough Whitlam verið ófáan- legur, og þvf hefði landstjóra- embættinu borið skylda til að taka i taumana. „Lögreglustiórinn" sem nú tekur við Malcolm Fraser, sem land- stjóri Ástraliu hefur falið að fara með bráðabirgðastjórn, eftir aö Whitiam var vikið frá, hefur veitt frjálslynda flokknum forystu i stjórnarandstöðunni siðan i mars á þessu ári. Þessi milljónabúhöldur frá ViktóriU hefur átt sæti á þingi i 20 ár og hefur lengi þótt liklegur til að taka við þjóðarforystu I framtiðinni. Hann varð hermálaráðherra 1966, en tók við embætti menntamálaráðherra 1968. Þegar hann sagði sig Ur stjórninni 1971 eftir beiskar deilur við John Gorton forsætis- ráðherra. var Fraser varnar- málaráðherra. SU deila spratt upp úr ágreiningi Frasers og háttsettra foringja hersins um niðurskurð á aðstoð við stjórn Suður-Vietnams. Hitnaði mjög i kolunum og sá kvittur komst á kreik að Fraser léti leyniþjónustuna njósna um her- inn þvi að hann treysti ekki hershöfóing junum. Fraser er kvæntur maður og á fjögur börn Hann er mikill áhugamaður um stangaveiði og ljósmyndun. 1 daglegu tali er hann oft kallaður „lögreglu- stjórinn”, þvi að maðurinn er ábúðarmikill i daglegri fram- komu sinni við undirmennina. Forsœtisráðherrann sem vikið var frá Þegar Gough Whitlam gerðist fyrsti forsætisráðherra Verka- mannaflokks ÁstraUu i 23 ár eft- ir kosningarnar 1972 hófst hann þegar handa um róttækar breytingar i innanrikismálum og stefnu Ástraiiu I utanrikis- málum. Hann þykir heyra til þeim fámenna hópi stjórnmála- manna, sem eru nær ofstækis- trúar á efndir kosningaloforða sinna. Lét hinn 59 ára gamli forsætisráðherra ekki lengi biða eftir efndum sinna. Aöur en mánuður var liðinn frá kosningasigrinum, hafði stjórn hans viðurkennt alþýðu- lýðveldið Kina, en Ástralia hefur fylgtfram tilþessa afstöðu Bandarikjastjórnar til valdhaf- anna i Peking. Whitlam lét af- nema breskt titlatog meðal landsmanna sinna og mælti með nýjum þjóðsöng, sem leysa skyldi „God save the queen” af hólmi. „Nú talar Astralia með skýrri og sjálfstæðri röddu, og ég held, að hlustað sé á hana með nýrri virðingu,” sagði Whitlam við Gough Whitiam og kona hans, Margrct, eftir kosningasigurinn i fyrra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.