Vísir - 11.11.1975, Side 6
6
Þriðjudagur 11. nóvember 1975. VISIR
visir
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóriogábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson
Fréttgstjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Sími 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Fyrirgreiðslupólitík og
s/álfstæði sveitarfélaga
Byggðamálum hefur stöku sinnum að undanförnu
verið blandað inn i umræður um pólitiska eftirlits-
mannakerfið i Framkvæmdastofnun rikisins. Ýms-
ir stjórnmálamenn eru greinilega þeirrar skoðunar
að byggðastefna verði ekki rekin nema fyrir hendi
sé i Reykjavik flokkspólitiskt fyrirgreiðslukerfi er
náðarsamlegast útdeili fjármunum út um hinar
dreifðu byggðir landsins.
Þrátt fyrir allt tal um byggðastefnu sem nú er
eins konar heilög kýr i stjórnmálaumræðum hefur
verulega skort á skipuleg vinnubrögð i þeim efnum.
Meðan Efnahagsstofnunin starfaði hófst hér gerð
landshlutaáætlana. Áætlunardeild Framkvæmda-
stofnunarinnar tók við þeim verkefnum. En að sögn
starfsmanna þeirrar deildar ber það starf nú tak-
markaðan árangur þar sem atfylgi einstakra hags-
munahópa ræður mestu um hinar pólitisku ákvarð-
anir.
Byggðastefnan hefur verið rekin á þeim grund-
velli fram til þessa að dreifa fjármagni úr sjóðum i
Reykjavik að meira eða minna leyti handahófs-
kennt. Miklum mun minni áhersla hefur verið lögð
á að efla sjálfstæði sveitarfélaga og samtaka
þeirra. Byggðastefnumennirnir vilja helst reka
þetta sem ölmusustarfsemi frá Reykjavik.
Landsbyggðaþingmennirnir óttast að þeir hafi lit-
ið til þess að státa af við kjósendur ef dregið verði úr
fyrirgreiðsluhlutverki þeirra i höfuðborginni. Þeir
mega helst ekki heyra það nefnt að færa sveitarfé-
lögunum og samtökum þeirra meira ákvörðunar-
vald i hendur. Þingmennirnir vilja sjálfir hafa hönd
i bagga með þvi hvaðan kjósendur fá aurana.
Á undanförnum árum hefur talsvert verið rætt
um sjálfstæði sveitarfélaga, en minna orðið úr
framkvæmdum. Það ætti að vera grundvallaratriði
við mótun raunhæfrar byggðastefnu að efla stjórn-
sýslueiningar úti á landi. Margir af helstu postulum
svonefndrar byggðastefnu hafa hins vegar litið á
þetta verkefni sem eins konar góðgerðarstarfsemi.
Um leið hefur verið reynt að etja saman fólki i þétt-
býli og strjálbýli.
Vinnubrögð af þessu tagi hljóta að leiða til ófarn-
aðar. Miklu meira kapp þarf nú að leggja á að efla
sjálfstæði sveitarfélaganna og samtaka þeirra.
Sveitarfélögin eiga að fá aukin verkefni og tekju-
stofna i samræmi við það. Með fjárlagafrumvarpi
þvi sem lagt hefur verið fram á Alþingi er gert ráð
fyrir að stigið verði spor i þessa átt. Ekki hefur þó
verið ákveðið með hvaða hætti það verður.
Verkefnaskipting rikis og sveitarfélaga er i raun
réttri i hinum mesta hrærigraut. Engin ákveðin
stefnumörkun hefur verið lögð þar til grundvallar,
heldur hefur handahóf verið látið ráða hverju sinni.
Þessu þarf nú að gjörbreyta og koma á eðlilegu
skipulagi með sjálfstæði sveitarfélaganna fyrir
augum.
Byggðastefna er ekki einvörðungu fyrirgreiðslu-
pólitik að þvi er varðar lán úr byggðasjóði. Hér er
um miklu viðfeðmari verkefni að ræða þó að það
vilji stundum gleymast að þvi er virðist. Einn
veigamesti þátturinn hlýtur að vera aukið stjórn-
skipuiagt og fjárhagslegt sjálfstæði einstakra sveit-
arfélaga og samtaka þeirra.
Angola öðlast sjálfstæði i
þessari viku, og það virðist ætl-
un Kremlarbænda að gera það ,
að miklu ieyti háð sér.
Fréttaskýrendur og fréttarit-
arar i Moskvu segja að stuðn-
ingur sovétmanna við frelsis-
hreyfingu Angola, M.P.L.A.,
muni leiða til þess að landið
verði tengt Sovétríkjunum i ná-
inni framtið.
Einnig er búist við að itök kin-
verja i Afriku minnki nokkuð
þrátt fyrir stuðning þeirra við
liina frelsishrey finguna i
Angola, F.N.L.A., sem hefur
verið fordæmd af mörgum Af-
rikurikjum.
Sovéskur fréttaskýringabækl-
ingur um vinstrisinnaðar hreyf-
ingar i Afriku gefur i skyn að
þriðja frelsishreyfingin, Unita,
sé sprottin frá klnverjum, og
leiðtogi hennar, Jonas Savinbi,
sé aðeins strengbrúða kinverja.
Séð frá bæjardyrum rússa er
M.P.L.A. hinn eini sanni fulltrúi
þjóðar Angola sem hóf upp á
eigin spýtur baráttu gegn stjórn
Portúgala árið 1961 undir for-
ystu skáldsins og stjórnskör-
ungsins Agosthino Neto.
Málgagn sovéska kommún-
istaflokksins, Pravda, lýsti þvi
yfir nýlega að M.P.L.A. hefði
strax unnið traust alþýðunnar
og þannig náð fljótlega á sitt
vald fjölmörgum héruðum.
En þótt opinberir talsmenn
M.P.L.A. i Luanda, neiti þvi
harðlega að hreyfingin sé marx-
isk eða eigi nokkurn hugmynda-
fræðilegan sameiginleika með
Sovétrikjunum i segir Pravda
hana fremsta allra afriskra
frelsishreyfinga og hafa unnið
hylli Sovétrikjanna.
1 rússneskum blöðum er Dr.
Neto nefndur „félagi” og
stefnuskrá hans um verkalýðs-
vald eftir lýðveldistökuna
greinilega marxisk.
Annar Afrikuleiðtogi sem ber
þennan heiðurstitil er forseti
Kongó-Brazzaville, Marien
Ngouabi. Hann er opinberlega
hlynntur tengslum Afrikurikja
við Sovétrikin og hefur einnig
lýst opinberlega yfir samúð
sinni með marx-leninisma.
Þótt vopnasendingar sovét-
manna til annarra landa eða
skæruliðahreyfinga séu sjaldan
ræddar á opinberum vettvangi
þar i landi fer það ekki milli
mála að þeir litu á Dr. Neto sem
liklegan bandamann fyrir
nokkrum árum.
Það er almennt talið að vopn-
in sem M.P.L.A. beitti i baráttu
sinni gegn Portúgölum séu rúss-
nesk. Og ýmsar heimildir bæta_
þvi við að foringjar skæruliða-
hreyfingarinnar hafi margir
hverjir hlotið þjálfun I Sovét-
rikjunum.
Það er álit hinna beggja
hreyfinganna að vopn M.P.L.A.
séu rússnesk, þau sömu og þeir^
notuðu til að hrekja keppinauta
sina úr landi i ágúst sl.
Sovéskir fjölmiðlar hafa hald-
ið þvi stöðugt fram án þess að
minnast neitt á þátt Sovétrikj-
anna sjálfra að F.N.L.A. og
Unita séu að miklu leyti studdar
af kinverjum, eða þá vestræn-
um „heimsvaldasinnum” er
hyggja á efnahagsleg i tök i
Angola.
Pravda bergmálar ásakanir
M.P.L.A. um að suður-afrískir
málaliðar eða portúgalskir fas-
istar hafi stutt Unita með ógn-
arherferð i Angola sunnan-
verðri.
1 skýrslu nokkurri sem gefin
var út eftir fund sovéskra emb-
ættismanna og fulltrúa suður-
afriska kommúnistaflokksins
var hún fordæmd ,',fyrir að hafa
gengið i lið með svertingjahöt-
urum frá Suður-Afriku og öðr-
um óvinum Angola.”
Tassfréttastofan segir að
ráðamenn i Peking styðji
„ihaldssöm öfl” i Angola i þvi
skyni að kljúfa einingu þjóðar-
innar og koma landinu á hálf-
vestrænt stig um leið og þeir
breiði yfir það með þvi að saka
Sovétrikin um að koma af stað
borgarastriði.
,,En hvernig sem þeir reyna
geta maóistar ekki hylmt yfir
samband sitt við ihaldsöfl og
nýlendustefnu sem vilja snúa
rás atburða við i Angola.”
Fréttaskýrandi Pravda, Oleg
Orestev, sagði Angola vera
orðna vettvang stórveldaihlut-
unr undir merkjum F.N.L.A.
og Unita sem hafi nána sam-
vinnu við höfuðborgir heims-
valdasinna og leyniþjónustu ný-
lendurikja.
„Þessir klofningshópar,
málaliðar og aðrir aðkomu-
menn eru mikil ógnun við sjálf-
stæðishreyfingu Angolamanna”
skrifaði Orestov.
„Onnur Afrikuriki hafa mikl-
ar áhyggjur af örlögum frænd-
rikis þeirra sem hefur orðið fyr-
ir þrýstingi kúgun heimsvalda-
sinna,”sagði hann. „En skoðun
flestra er þó samt sú, að sjálf-
stæðisyfirlýsingin verði gerð i
Luanda þann 11. nóvember nk
hvað sem öllu liður.”
Að sögn Orestovs dugir vald-
beiting ekki lengur til að hindra
Angola i að öðlast sjálfstæði og
koma á „raunverulegu lýð-
veldi.”
„Allur hinn sósialiski heimur
er á bandi hinna hugrökku
Angolabúa,” klykkti Orestov út.
Umsjón: GP
m r .
Á vigaslóð i Angóla.
í Angóla...
Skæruliðar MPLA í
Angóla á leið til átaka
við aðrar sjálfstæðis-
hreyfingar.