Vísir - 11.11.1975, Side 8

Vísir - 11.11.1975, Side 8
8 Þriöjudagur 11. nóvember 1975. VISIR Bræðurnir Gunnar, Jón og Garðar inni í einu ,,pútna- húsa" sinna. Eins og sjá má er ekki rúmt um hverja hænu, enda eins gott— því- likt varð f jaðrafokið þegar flashljósið glampaði. Texti VS. - Ljósmyndir BG. Þeir bentu réttilega á að arð- vænlegra væri að bvggja fyrst yfir skepnurnar, en nii 'væri svo komið að þeir yrðu að hugsa um sjálfa sig. Að visu er ágætis ibúð- arhús á staðnum en rúmar bara ekki lengur allt heimilisfólkið. Auk fjölskyldna þeirra bræðra búa þar foreldrar þeirra og þrir vinnumenn. Eitt húsanna er svo að segja til- búið, annaö er verið að múrhúða og það þriðja er að verða fokhelt. Það, sem stendur þeim nú fyrir þrifum cr að þeir fengu neitun um búsnæðisstjórnarlán á þeim for- sendum að þeir væru búnir að fá svo mikið lánað út á gripahús. Hænurnar verpa þó hjálparlaust ennþá! Við fengum að lita inn i eitt hænsnahúsanna og sjá hvernig væri að fiðurfénaðinum búið. Þar mætti okkur stanslaus kliður frá 9 þús. gaggandi hænum en það voru þó smámunir einir miðað við það þegar ijósmyndarinn okkar smellti af þeim mynd. Það var eins og sprenging yrði þegar leiftrið glampaði. Hænurnar eru hafðar i virnets- búrum sem eru hólfuð niður þannig að tvær eða þrjár hænur eru i hverju hólfi. Fóðrun er sjálf- virk og eggin renna frá þeim á færibandi. Hænurnar sjá þó hjálparlaust um að verpa ennþá! Meira að segja skiturinn er skaf- inn undan þeim með rafknúinni sköfu. Sjálfvirknin er þó ekki algjör ennþá. Það vantar sjálfvirka þvottavél og pökkunarvél. Þetta stendur þó allt til bóta, þvi þess- ar vélar eru komnar til landsins, aðeins eftir að leysa þær út úr tolli og setja þær upp. Þetta byrjaði allt í einni sunnudagsreisunni Það ei eðlilegl að menn velti þvi fyrir sér hver sé eiginlega kveikjan að þvi að þessir þrir ungu bræður setjast þarna að og ráðast i að reisa þetta stórbú á þessum grundvelli. Það er nú einu sinni svo að þegar minnst er á sveit cða sveitabúskap þá finnst örugglega flestum aðeins vera um einn samnefnara að ræða. Nefnilega kýr, kindur og hross. ,,Við vorum nú eiginlega bara á ‘ sunn udagsreisu, feðgarnir”, sagði Jón. „Við spurðum svona i rælni eftir jörð scm væri laus til ábúðar. Okkur vantaði jarðnæði þar sem við gætum haft nokkra hesta okl ir til skemmtunar. Okkur var bent á Ásmundar- staði.” Já, svona byrjaöi þetta nú allt saman. Þegar nýja pökkunarvélin er komin í gagnið þarf ekki einu sinni að tína eggin af færibandinu. Þá má segja, að eggin renni næstum sjálfvirkt uppi neytand- ann. „pútnanús" landinu Fljótlega kviknaði svo hug- myndin að þessum búskapar- rekstri. Núna, rúmum 5 árum siðar, telur bústofninn 25 þús. hænur, 120 gyltur og nokkur hross. _ „Þegar þeir sáu að okk- ur var alvara..........” A Asmundarstöðum var hér áður fyrr tvibýli. Þegar hér var komið sögu var þó aðeins búið á öðrum helmingi jarðarinnar og þar um einbúa að ræða. Af honum keyptu þeir bræður. Hinir ábúendur jarðarinnar höfðu þá skömmu áður flosnað upp frá búskap og hreppurinn keypti jörðina á uppboði. Þeir bræður föluðust eftir jörðinni. „Þegar þeir sáu að okkur var alvara að setjast hér að þá seldu þeir okkur”, sagði Gunnar og brosti við. Fyrst byggt yfir skepnurnar Þeir bræður hófu sinn búskap með þvi að fyila öll gömlu úti- húsin af hænurn. Seinna var ráð- ist i að byggja smám saman þau hús, sem nú eru risin. Þrjú stór hús fyrir hænur, sem rúma 9 þús. hvert, eitt hús undir öll svinin, eitt hús sem uppeldisstöð unga, og nú siðast eru þeir að byggja vfir sjálfa sig og fjölskvldur sinar. Stœrsta A Ásmundarstöðum í Ásahrcppi, Rangárvalla- sýslu, er rekinn fremur óvenjulegur búskapur samanborið við rótgró- inn, heföbundinn islensk- an búskap, með kýr og kindur. Þar hafa þrir ungir menn, bræður, reist stærsta hænsnabú á land- inu og að auki stórt svina- bú. Þeir heíta Gunnar, Garöar og Jón Jóhanns- synir. Okkur lék forvitni á að kynnast búskaparhátt- um þeirra, enda ekki á hverjum degi sem maður sér 25 þús. hænur saman- komnar á einum stað. Við heimsóttum þá bræður þvi i fyrri viku og spjöll- uðum viö þá og smelltum af nokkrum myndum. a

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.