Vísir - 11.11.1975, Side 14
14
Þriðjudagur 11. nóvember 1975. VISIR
• •' ••• • ■
■ ■ ■ ■ .
'
m i
:■ ;
.
'%8$M
%mm
Framtíðarbíllinn?
Þennan litla tveggja sæta bil
segja hönnuðir á ítalíu og I
Bandarikjunum vera „bil fram-
tiöarinnar”. Hann er léttur,
eyðir litlu og fallcgur i laginu.
Hann er gerður i samvinnu af
Ghiaverksmiöjunum á italiu og
Fordverksmiöjunum i Detroit.
Ekki hyggjast Fordverksmiðj-
urnar fjöldaframlciða þessa
nýju bílgerð i náinni framtið, en
hún gæti oröið öðrum fram-
ieiðendum til fyrirmyndar.
Meira um reykingar....
Forseti bandaríska krabba-
meinsfélagsins, Dr. George
Rosemond, fór þess nýlega á leit
við yfirvöld að bönnuð verði
sala á sigarettum sem innihaldi
mikið af nikótini eða tjöru.
Hann fór einnig fram á stuðn-
ing aimennings, um opinbera
lögsókn á hendur sex stærstu
sigarettu fram leiðendum
Bandarikjanna vegna van-
rækslu á að tilkynna fólki um
hættuna af sigarettureykingum.
Þetta kom fram á fundi sem
haldinn var hjá félaginu og sið-
an á blaðamannafundi.
Dr. Rosemond kvað siga-
rettureykingar meginorsök
lungnakrabba og fór lofsamleg-
um orðum um tilraunir rikis-
stjórna Sviþjóðar og Bretlands
til að stemma stigu við reyking-
um.
Hann sagði það nauðsynlegt
að rikisstjórnin hætti stuðningi
við tóbaksræktunarbændur, og
leggi þess i stað peningana i
áróður gegn reykingum. Rikið
ætti að taka eitt sent af hverjum
sigarettupakka til reykinga-
varna, sagði hann að lokum.
■
»1J
Drottning
í klípu?
Hann er nýbúinn að ræna Eng-
landsdrottningu. Hvers vegna?
Af því að hann er örvita af ást til
hennar.
Pilturinn sem eitt sinn söng og
dansaði með Judy Garland, sem
hefur verið kvæntur ótal sinnum
og leikið í yfir 140 kvikmyndum
— Mickey Rooney.
En konan á myndinni heitir
raunar Funfrock — og hún leikur
Englandsdrottningu í nýjustu
mynd Rooneys.
Spjallaðar konur
taki ekki þátt í
keppninni Ungfrú
alheimur 1975
Nú eru þátttakendur i fegurð-
arsamkeppninni ungfrú alheim-
ur 1975 farnir að streyma til
London þar sem skipuleggjend-
ur samkeppninnar hafa af þvi
miklar áhyggjur að einhverjar
ógiftar mæður séu meðal
þeirra.
A fegurðarsamkeppninni i
London i fyrra, varð mikið
hneyksli er ungfrú Wales, Helen
Morgan, vann titilinn en afsal-
aði sér honum, vegna hins ó-
þægilega umtals er varð er upp
komst að hún var ógift móðir.
Annað hneyksli varð árið 1973
er Marjorie Wallace frá Banda-
rikjunum var svipt titlinum,
vegna ástarmála hennar.
Talsmaður Mcca Ltd. sem
skipuleggur sýninguna, sagði:
„Við höfum sagt það skipu-
leggjendum fegurðarsam-
keppna út um allan heim að við
viljunri ekkifleiri ógiftar mæður
né fráskildar konur eða bara
nokkra sem búin er að eignast
barn.”
En hneykslismál undanfar-
inna ára virðist ekki haft nein á-
hrif á vinsældir keppninnar, og
margir munu sitja við sjón-
varpstæki sfn þann 20. nóvem-
ber nk.
Karólína og glaumgos-
inn Philipe Lavil....
Karólina prinssessa sem var einu sirini feimnasti meðlimur
hirðar Mónakófursta hefur nú vaxið upp, og er hún nú ekkert að
fela kvenleika sinn. Hvorki fyrir unnustum, ljósmyndurum né al-
menningi.
Jafnvel þeir frægustu á sviði frelsis i kynferðismálum, segjast
gáttaðir á framferði Karolinu.
Glaumgosi nokkur sagði: „Sumar stelpur eru sifellt að glenna
sig hálfnaktar framan i almenning. En Karolina.”
Prinsessan varð 18 ára á þessu ári. Hún virðist ekki hafa
minnstu áhyggjur af heiðri fjölskyldu sinnar i augum umheims-
ins, heldur hefur hún tekið upp samband við söngvara nokkurn og
glaumgosa, Philipe Lavil. Hann er 35 ára að aldri.
En þótt Lavil sé margmilljóneri er hann, að áliti foreldranna,
Karólinu varla samboðinn. En Karólina kærir sig kollótta.
Lögfrœðingar
Howard Hughes
Hinn mannfælni milljónungur Howard
Hughef'tmætti ekki fyrir rétti sl. miðviku-
tffi^iJjsjgsHWna að hann væri enn lifs.
_ Hinsvegar mætti Jögfræðingur frá einu
fyrirtækja hanllpg hann staðhæfði að
KKHHl tv|j#(|||C||l öðru af
fyrirtækjum Hughes, um að hann væri lát-
inn, jaðri við fjárkúgun.
„Þessir menn eru aðeins að makaeigin
krók”, sagði lögfræðingurinn Chester
Davis, og „krafðist þess að kæran yrði látin
niður falla.”
Það var Thomas Hughes (ekki skyldur
H.H.) sem undirritaði i krafti hæstarétt-
ardómaraembættis sins skipun um að
Hughes sannaði að hann væri enn lifs. Hann
hefur nú tekið framburð Davis til greina.
Það er álit talsmanna Summa Corp. (I
eigu Hughes) I Los Angeles að auðkýfingur-
inn sérvitri sé enn lifs, en Davis hinsvegar
vildi ekkert um það mál segja.
„Ef einhver rannsókn væri gerð á þeim
fullyrðingum um að Hughes sé látinn, kæmi
strax i ljós, að þær væru uppspuni”, sagði
Davis.