Vísir - 11.11.1975, Page 17
Mánudagur 10. nóvember 1975.
17
í DAG | D □ J -□ > * □ í DAG |
,Þingið
og þjóðarhagur'
I framhaldi af „Þrýstihópgr og þjóðarhggur"
Eiöur Guönason stjórnar þætt-
inum ,,l>ingiö og þjóðarhagur” i
kvöld.
en af þvi verður ekki. t kvöld
verður hins vegar rætt meðal
annars við alþingismennina
Gunnar Thoroddsen og Lúðvik
Jósefsson. Og það er Eiður
Guðnason sem stýrir umræðun-
um.
hagur”.
Þetta er umræðuþáttur i
framhaldi af þætinum „þrýsti-
hópar og þjóðarhagur” sem
sýndur var 28. október siðastlið-
inn.
Þess hefur mjög verið óskað
að sá þáttur yrði endursýndur,
Sjálfsagt setjast
margir spenntir fyrir
framan sjónvarpstækin
i kvöld. Klukkan 20.50
hefst nefnilega þáttur-
inn „Þingið og þjóðar-
Meðal annars veröur rætt viö Gunnar Thoroddsen..... og Lúövlk
Jósepsson.
Þátturinn stendur i tæpan
klukkutima. . —EA
Útvarp, kl. 21,00:
Starf flugfreyiunnar
- og ýmislegt fleira
Þátturinn ,,Frá ýmsum hlið-
um”er á dagskrá útvarpsins i
kvöld. Þetta er annar þátturinn
i vetur en hann er ætlaður ungl-
ingum og umsjónarmaður hans
er Guðmundur Árni Stefánsson'.
Guðmundur hefur Þorvald Jón
Viktorsson menntaskólanema
sér til aðstoðar. Sjálfur er Guð-
mundur blaðamaður á Alþýðu-
blaðinu.
1 siðasta þætti var kynnt starf
flugmannsins, en i kvöld verður
starf flugfreyjunnar kynnt.
Rætt verður i þvi sambandi við
Ernu Friðfinnsdóttur flug-
freyju.
Þá verður starf þjónsins
kynnt, og rætt verður við nema i
Hótel- og Veitingaskólanum.
Einnig verður námið sjálft
kynnt.
Jasskynning er á dagskrá.
Jónatan Garðarsson nemi i
Menntaskólanum i Reykjavik
sér um stutta kynningu á þess-
ari tegund tónlistar og rekur
sögu hennar.
1 þættinum i vetur verður
fastur pistill þar sem ungt fólk
verður feneið til hess að ræða
um málefni sem þvi liggur
þungt á hjarta. Að þessu sinni
ræðir ung stúlka um kvenrétt-
indi, og umsjónarmenn þáttar-
ins ræða siðan við hana á eftir.
Um 140 bréf bárust eftir sið-
asta þátt. Flest innihalda
reyndar svar við getrauninni
sem var i siðasta þætti, en einn-
ig eru send inn ljóð og annað.
Við heyrum væntanlega ljóð og
lesið upp úr nokkrum bréfum i
kvöld.
Þegar við höfðum samband
við Guðmund Arna, kvaðst hann
ekki kviða efnisskorti i vetur og
gat þess aö þeir ættu m.a. eftir
að heimsækja og kynna skólana
i Reykjavik. _ea
Guðmundur Arni sér um þáttinn
,,Frá ýmsum hliðum”, en hann
starfar sem blaðamaður.
Ljósm: Jim
Sjónvarpið, kl. 21,40:
Þrjár myndir um ástina
Ástin og heimavistin, ástin og
bjartsýnin og ástin og kennar-
inn.Þessar þrjár myndir verða ,
sýndar i sjónvarpinu i kvöld i
myndaflokknum „Svona er ást-
in”.
Fyrsta myndin „Ástin og
heimavistin” segir frá ungling-
um sem koma i nýjan skóla.
Þetta er heimavistarskóli, og i
honum er blönduð heimavist.
En skólinn reyndist heldur
blandaðri en menn höfðu haldið.
Eða varla er hægt að segja
annað þegar strákur og stelpa
lenda i sama herbergi...
1 næstu mynd „Ástin og bjart-
sýnin” fylgjumst við með bjart-
sýnum uppfinningamanni sem
er verið að bera út á götuna. Á
svipuðum tima hringir til hans
kona. Hún hittir reyndar á
skakkt númer, þvi hún hafði
ætlað að hafa samband við ráð-
leggingastöð, enda i þeim hug-
leiðingum að fremja sjálfs-
morð.
Uppfinningamaðurinn drifur
sig i að reyna að hjálpa henni,
þó allt liti illa út fyrir honum
sjálfum. t fyrstu ákveða þau
bara að verða samferða, en
siðan lagast allt saman..
Þriðja og slðasta myndin
fjallar um listamann sem býr
einn með ungum syni sinum.
„Astin og kennarinn” heitir sú
mynd.
Listamaðurinn þykist hafa
frætt son sinn um lifið og gerir
ekki ráð fyrir þvi að nokkuð
kunni að koma flatt upp á hann.
Það fer þó svo að stráksi fær_
lága einkunn fyrir það fag' i”
skólanum sem heitir kynferðis-
fræðsla. Faðirinn verður hinn
skúffaðasti og rýkur til kennar-
ans sem reynist þá ung stúlka.
Þau hafa mjög skiptar skoðanir
á málunum.....
—EA
| ÚTVARP •
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Vettvangur. Umsjón:
Sigmar B. Hauksson. t
fimmta þætti er fjallað um
streitu.
15.00 Miðdegistónleikar: is-
lenzk tóulist.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Lilli barnatiminn. Finn-
borg Scheving fóstra sér um
timann.
17.00 Lagiö mitt. Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
17.30 Framburöarkennsla i
spænsku og þýzku.
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Verklegt nám og val-
greinar i grunnskóla.
Matthias Gestsson kennari
ílytur erindi.
20.00 Lög unga lólksins.
Ragnheiður Drifa Stein-
þórsdóttir kynnir.
21.00 Frá fmsum hliöunt.
Guðmundur Árni Stefáns-
son sér um þátt fyrir ung-
linga.
21.30 Sinlónia i C-dúr (K200)
eftir Mo/.art. Mozarteum-
hljómsveitin leikur, Ger-
hard Wimberger stjórnar.
21.45 „Land og stund i lifandi
myndum”.Gunnar Stefáns-
son les ljóð eftir Matthias
Jochumsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Kjarval” eftir Tlior
\'illiiálmsson. Höfundur les
(12).
22.40 llarmonikulög. Andrew
Walter og Walter Erikson
leika.
23.00 Á liljóðbergi.
SJÓNVARP •
20.00 Fréttir og veöur
20.30 ffagskrá og auglýsingar
20.35 Lifandi myndir. Þýskur
fræðslumyndaflokkur.
Lokaþáttur. Þýðandi Auður
Gestsdóttir. Þulur Ólafur
Guðmundsson.
20.50 Þingið og þjóöarhagur.
Umræðuþáttur i framhaldi
af þættinum „Þrýstihópar
og þjóðarhagur”, sem sýnd-
ur var 28. október siðastlið-
inn. Meðal annars verður
rætt við alþingismennina
Gunnar Thoroddsen og Lúð-
vik Jósefsson. Umræðunum
stýrir Eiður Guðnason.
21.40 Svona er ástin. Banda-
risk gamanmyndasvrpa.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.30 Utanúr heimi. Dagbók-
arþættir frá Lissabon.Kvik-
mynd, gerð af danska sjón-
varpinu á þessu hausti um
gang mála i Portúgal. Þýð-
andi Dóra Diego.
PERMANETT
permanett
••
Hárgreiðslustofan VALHOLL
Laugavegi 25. Simi 22138.