Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. nóvember 1966 TLMINN ÞÍNGFRETTIR eka þarf hentugt skólaskip til þjálfunar sjómannsefna Ingvar Gíslason, Jón Skaftason og Helgi Bergs flytja í samein- uðu Alþingi tillögu til þingsálykt unar um skólaskip og þjálfun sjó mannsefna. f tillöSunni er skor- að á ríkisstjórnina að vinna að því í samráði við sérfróða menn, að tekin verði upp skipuleg þjálf en sjómannsefna, m.a. með rekstri hentugs skólaskips, eins eða fleiri, eftir þvi, sem tiltækt þætti. í greinargerð með þessari til- lögu segja flutningsmenn: Ekki þarf um það að deila, að sjómennska er ein hin mikilvæg- asta undirstöðugrein íslenzks at vinnulífs og þar með þjóðfélags- ins í heild. Fiskimenn og farmenn mynda í sameiningu svo gildan þátt í sjálfri líftaug hins íslenzka lýðveldis, að án þeirra hlyti hún að bresta- Það er því lífsnauðsyn, að ávallt sé nægilegt framhoð ungra og vaskra manna, sem vilja gefa sig að sjómennsku. Fari svo, að ekki verði hægt að manna skip og báta með íslenzku úrvalsliði, þá mun fleiru hætt í þjóðfélag inu en fiskveiðum og siglingum sem slíkum. Það mundi ó!hjá- kvæmilega leiða til almenns vand ræðaástands og þeirrar þjóðar ógæfu, sem seint yrði úr bætt. Hér gildir hið forna rómverska orð- tak: Navigare necesse est — sigl ing er nauðsyn. Það er skylda ráðamanna þjóð arinnar að vaka yfir veiferð at- vinnuh'fsins og vernda undirstöð- ur þess í nútíð' og framtíð. Meðal þess, sem sízt má gleyma, er að rækja vel menntun og verkþjálf un framleiðslustéttanna, þannig, að þær standi öðrum innlendum stanfsstéttum á sporði um menn- ing og starfskunnáttu og haldi fyllilega til jafns við ertenda starfs bræður, sem þær eiga beint og óbeint í samkeppni við. Fram undir þetta hefur e.t.v. ekki verið veruleg hætta á því, að ekki fengist vinnuafl til þess að halda uppi frumþáttum atvinnu lífsins. Þó er það ekki einhlítt. Oft hefur skapazt vandræðaástand í sambandi við mönnun báta og skipa svo að dæmi sé nefnt — m. a. vegna þess, að ungir menn hafa af ýmsum ástæðum fremur leitaö í ýnnur störn. Ein ástæðan er sú, að drýgsta uppspretta sjómanna stéttarinnar, sjávarþorpin og sveitirnar, er að þrotum kom- in miðað við óhjákvæmilega end urnýjunanþörf stéttarinnar. Ungu mennirnir, sem vaxa upp í borg og ýmsum stærri bæjum, eru margir ókunnugir sjómennsku, svo að hún verður æ fjarlægari í hug arheimi þeirra og veruleika. Ástæðulaust er að ásaka þessa ungu menn því að viðhorf þeirra mótast eðlilega af því umhverfi, sem fóstrar þá. Á þvj er höfuð- munur fyrir verðandi sjómenn, hvort hann elst upp frá blautu Brauðhúsið Laugavegi 126 Smurt brauð Snittur Cocktailsnittur. Brauðtertur Sími 24631 Þingsályktunartillaga Ingvars Gísla- sonar, Jóns Skaftas. og Helga Bergs Ingvar Gíslason bamsbeini í náinni snertingu við sjó og sjómennsku eða hvort 'hann kynnist slíkum störfum og lífsháttum af afspurn og án nokk urra beinna tengsla. Unglingur úr sjávarþorpi, sem fæddur er og uppalinn í flæðarmálinu, að kalla og hefur daglega fyrir augunum skip og sjó, sjómenn og sjó- vinnu, kemst í þau veruleikatengöl við sæfarir, og flest, sem að sjó- mennsku lýtur að honum er það fullkomlega eðlilegt að gerast sjó maður, þegar hann hefur aldur og þroska til. Enda er þarna að finna hinn náttúrlega skóla íslenzkra sjómannsefna og þá lind, sem þrot1 öflun nothæfs skips. Kæmi án efa Jón Skaftason laust hefur verið ausið af. En hvað mun verða, ef þjóðlífsbreyting og búsetuþróun kollvarpar þess- um náttúrlegu skilyrðum? Sú einnig að verða, að tengja kennslu hætta kann áð vera fyrir hendi í sjóvinnu við störf gagnfræða- að meira eða minna'leyti. Svarið skóla, enda hefur það nokkuð, við þeirri snurningi er að dómi verið reynt í Reykjavík og gefizt flm. það eitt, að tekin verði upp skipuleg þjálfun sjómannsefna með einum eða öðrum hætti. í því samband' hlýtur bað að telj ast undirstöðuatriði, að rekið sé hentugt skólaskip búið þeim vél um og tækjum, og öðrum skips búnaði, sem almennt tíðkast. Engin vandkvæði ættu að vera á Ilelgi Bcrgs til greina að kaupa eða leigja tog ara eða stóran fiskibát í þessu skyni. Til athugunar hlýtur það fflSH eftir vonum þrátt fyrir ófull- komnar aðstæður. Einnig hafa ver ið gerðar tilraunir með starfs- rækslu sjóvinnunámskeiða og útgerð skólaskips á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, og þeir, sem að því hafa staðið, telja mikils af slíkri starfsemi að vænta. Á Ak- ureyri var um skeið haldið uppi svipaðri starfsemi og gafst vel. Allar þessar tilraunir eru lofsverð ar og eiga skilið meiri stuðning af hálfu hins opinbera en raun ber vitni. Þessi tillaga tii þingsályktunar er borin fram í þeirri trú, að Alþingi vilji taka mál þetta til umræðu og ákvörðunar og feli rikisstjórninni að annast fram kvæmd þess á þann hátt, að viö hiítandi sé. íslenzk sjómanna- stétt hefur Iöngum verið talin dugmikil og vel verki farin. Má öðru fremur þakka það þeirri stað reynd, að nýliðar í sjóniennsku hafa allajafna alizt upp við hag- stæð skilyrðj sem bæði hafa beint áhuga þeirra að sjómennsku og gert þá færari en ella til þess að tileinka sér sjómannsstörfin, sem vissulega eru margþætt og vanda söm og krefjast áræðis, lagvirkni og snerpu. Þessara eiginleika mun verða þörf framvegis sem hing- að tU, og það skiptir miklu máli, hversu til tekst um undirbúnings þjálfun og framboð sjómannsefna. J LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir telpur MIKIÐ ÚRVAL. VIDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678. RAFLAGNAMEISTARAR Eins og áSur erum vér vel birgir af alls konar vör- um til raflagna. AfgreiSsla nákvæm. Verð við hæfi. Sendum gegn póstkröfu. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI SÍMl 21-400 (15 LÍNUR) OPEL REKORD 9 JD. Nýtt glæsilegt útlit — 12 volta rafkerfi. Stærri vél — aukin hæð frá vegi. Stærri vagn — og fjöldi annarra nýjunga Véladeild SlS, Ármúla 3. Sími 38900.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.