Tíminn - 11.11.1966, Síða 16

Tíminn - 11.11.1966, Síða 16
í FÚTSPOR FEÐRANNA Ný bók eftir Þorstein Thorarensen um gullaldarárinl900-'10 SJ-Reykjavík, fimmtuidag. Þorsteinn Thorarensen fyrrver andi fréttaritstjóri Vísis, boðaði í dag til blaðamannafundar til að kynna bókina „f fótspor feðranna“ sem fjallar um gullaldarárin 1900 —1910. Þorsteinn liefur einkum unnið að þessari bók síðan hann hætti starfi hjá Vísi. Bókin fjall- ar „um eitt þýðingarmesta og umdeildasta tímabilið í íslenzkri stjórnmálasögu — fyrötu spor þjóðarinnar á braut sjálfstæðis“, eins og komizt er að orði í kynn ingu á bókinni og höfundi á bókar kápu. „Bókinni er fyrst og fremst ætlað að vera tengiliður fyrir nú. verandi og uppvaxandi kynslóð við nánustu fortíð, tímann, þegar feð- ur þeirra og afar stóðu í barátt- unni, — baráttu, sem oft var æði heit. Jafnframt er í henni lýsing á höfuðstaðnum og bæjarlífinu um síðustu aldamót.“ Fundurinn með blaðamönnunum var haldinn í áætlunarbíl, og var Þorsteinn Thorarensen ekið fyrst inn að Elliðaánum og síðan niður Suðurlandsbraut og Laugaveg, um miðbæinn og vestur í bæ. Þorsteinn rakti í stuttu máli sögu margra húsa á. þessari leið, sem voru reist um aldamótin og taldi upp ýmsa merkismenn, sem hefðu búið í þeim. Þessi fyrirlest Framhald a ois 15 SKÁKFRÉTTIR í fréttaskeyti af skákmótinu í gærkvöldi segir, að biðskákir úr fimimtu umferð hafi verið tefldar. Friðrik vann skák sína við Ortega og Ingi gerði jafntefli við Rodrigu ez. Úrslit í fimmtu umíerð urðu því þau, að ísland hlaut 2Vz vinn ing, Kúba 1% Bandaríkin hlutu 3 Þýzkland 1, Danmörk 2V2> Spánn H/2, Júgóslavía 2 og Argentína 2 vinninga, Rússland 3, Itúmenía 1, Noregur i/2, Búlgaría 3%, Tékkó slóvakía 2Vz og Ungverjaland U/2. Fannst látínn EJ—Reykjavík, fimmtudag. í dag var í útvarpinu auglýst eft ir 52 ára verkamanni, sem síðast hafði sézt til fyrir hádegi á mið- vikudag, er hann var við vinnu sína niður við höfn. Um hádegið i dag fannst maðurinn í kirkju- garðinum við Suðurgötu og var látinn. Virðist allt benda til, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Það voru nokkrir unglingar, sem gengu fram á manninn í kirkjugarðinum og létu lögregluna vita. Nafn mannsins var Þorsteinn A. Jónsson til hermilis að Ásgarði 125. Handritamálið tekið til dóms Aðils-Khöfn, EJ—Rvík, fimmtu dag . Munnlegum málflutningi í handritamálinu lauk í dag, er Poul Sehmith, lögfræðingur menntamálaráðuneytis Dan- merkur, flutti lokasvar sitt. Var málið siðan tekið tíl dóms, en ekki er enn ljóst hvenær dóm ur fellur, þótt það verði innan 14 daga. Rök málsaðila fyrir lfæsla rétti hafa verið hin sömu og fvr ir landsréttinum, en landsréttur inn felldi þann úrskurð sem kunnugt er, að lögin um af- hendingu handritanna væru efcki í andstöðu við stjórnarskrá landsins. Gunnar Christrup, hrl, lög fræðingur stjórnar Árnasafns, lagði á það mesta áherzlu í mál flutningi sínum, að hér væri um eignarnám að ræða, þar sem Árnasafn væri sjálfstæð stofnun og hér væri verið að taka hluta af eigum safnsins og gefa þær úr landi — án þess að til kæmi skaðabætur, svo sem stjórnarskráin segði til um í sambandi við eignarnám. Því ætti að dæma lö.gin í andstöðu við stjórnarskrána og fella þau þar með úr gildi. Lögfræðingur danska mennta málaráðuneytisins, Poul Sc- hmith, lagði aftur á móti á það áherzlu, að Arnasafn væri í eigu háskólans í Kaupmanna höfn, og háskólinn væri ríkis eign. Væru handritin því ríkis eign, og hægt væri að ráðstafa þeim svo sem stjómvöldum þóknaðist. Einnig lagði hann áherzlu á, að þótt íslenzku handritin væru flutt til fslands, þá þýddi það ekki, að íslendingar fengju eign arréttinn yfir handritunum. Þau Framhald á bls. 15. Helgi Bergmann sýnir 34 myndir í Templarahöllinni Helgi Bregmann viS málverkiS, sem enginn nema kaupnadi faer aS vita, hva'S heltir. GÞE—Reykjavík, fimmtudag. Það má með sanni segja, að Helgi Bergmann listmálari láti skammt stórra högga á milli, ekki eru nema nokkrir mánuð ir síðan hann hélt mikla mál verkasýningu í Kópaivogi, og nú á sunnudaginn opnar hann aðra, að þessu sinni í Templara hölbnni. — Þetta eru 34 myndir flest ar nýjar, sagði Helgi, er Tím- inn heimsótti hann upp í Templ arahöll í dag. Það seldist allt upp á sýningunni hjá mér í vor og ég fékk fjölmargar pant anir um málverk, svo að ég hætti við að fara í siglingu eins og ég hafði ætlað mér, kláraði það, sem ég átti ófull- gert fyrir aðra sýningu. Að henni lokinni ætla ég að leggja land undir fót, en ég verð að hætta við að fara til ítalíu eins og ég hafði ætlað mér út af þessum óskaplegu flóðum. — Þetta eru mestmegn is' landslagsmyndir hjá þér. — Já, flestar eru frá Þtng völlum og Snæfellsnesi, en svo eru hérna nökkrar mynd ir, sem hægt er að segja, að séu í abstraktstíl, og þær hef ég flestar málað út frá áhiif- um, sem ég hef orðið fyrir af tónlistarverkum. Ein beitir Symphony Fantastique og er tileinkað .veíki Berfioz, önocr Framhaíd á bls. 15. MIKIÐ UM NAUTGRIPASLÁTRUN í BORGARNESI LEGGJA ALGJÖRLEGA MI9UR KtiABÚSKAPINN KJ—Borgarnesi fimmtudag. Nautgripaslátrun stendur nú sem hæst í liinu nýja og niyndar I lega sláturhúsi Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi. Er slátrað. hér af öllu svæðinu vestan frá' Breiðuvík á Snæfellsnesi, en engl in nautgripaslátrun fer fram íj hinum tveimur sláturhúsum KB.I Ástæðan fyrir þessu er sú, að væntanlegir kaupendur erlendis setja það sem skilyrði fyrir kjöt kaupunum, að ekki sé slátrað hrossum í sama sláturhúsi og naut gripaslátrun fer fram í og fer því hrossaslátrunin fram að Vegamót. um og Hurðabaki. Óvenju mikið er um nautgripa- slátrun núna, og kemur það til af Stórtap vegna rat- magnsskorts eystra SJ-Reykjavík, fimmtudag. Mikið vandræðaástand ríkir nú fyrir austan vegna sífelldra trufl ana á rafmagni. Síldarverksmiðjurn ar á vcitusvæði Grímsárvirkjunar voru látnar stöðva rekstur sinn í gærmorgun, í annað sinn, og voru ekki komnar í gang aftur um kvöldmatarleytið í dag, en gert ráð fyrir að hægt yrði að hefja bræðslu aftur síðar í kvöld. Önn ur nýja dísilvélin á Seyðisfirði var komin í gang í dag, en í nótt bil aði önnur 700 kílówattavélin á Norðfirði, cn vonir standa til að fljótlega verði hægt að gera við þá bilun með * því að nota stykki úr vélinni sem bilaði fyr- ir helgi! Framkvæmdastjóri Síldarverk smiðja ríkisins á Seyðisfirði sagði að þetta væri afleitt ástand og hefði verksmiðjan tapað miklu magni af síld auk vinnslustöðvun Framhald á bls. 15. rninni heyfeng en oft áður, og dæmi eru til þess, að bændur eru algjör lega hættir við kúabúskap og farga því flestum kúm sínum en I selja aðrar. Vegna hinna miklu anna í sláturhúsinu — þessarar óvenju miklu slátrunar — þurfa | bændur að hafa sláturgripi á gjöf í þó nokkurn tíma áður en þeir losna við gripina, og eyða þannig dýrmætu heyi í þá, sem þeir mega nú helzt ebki við á þessum tíma. Sauðfjárslátrun er lokið hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og var alls slátrað í þrem sláturhúsum félagsins tæpum 72.500 fjár, sem skiptist þannig, að á Vegamótum var slátrað 7973, að Hurðabalri 16.446 og í Borgarnesi 48.069 fjár. Meðalþungi dilka var 12.96 kg. en var í fyrrahaust 14.16. Er þetta all mikill munur, svo ekki sé meira sagt, og minnka tekjur sumra bænda allverulega. Arnarfellið fór héðan x gær með 69 þúsund gærur beint til Finn- lands. SAMSÆTI AÐ SÖGU í tilefni af sextugs afmæli Eysteins Jónssonar 13. nóvember n. k- efna vhiir hans og samherjar til fagnaðar sunnudagskvöld ið að Hótel Sögu honum til heiðurs. Fagnaðurinn liefst með kvöldverði kl. 19.30. Aðgöngumiða þarf heUt að vitja fyrir kl. 16 í dag í Tjarnar- götu 26 símar 1-60-66 og 1-55-64 eða á afgreiðslu Tímans Banka stræti 7-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.