Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 1
Beifa öllum ráðum til að ná völdum Mik Magnússon deildarfréttastjóri BBC skrif- ar í dag um vinstri fylkinguna i Bretlandi, og valdatökuáform hennar. —sjá bls. 5. Vilmundur lýsir Helga Bergs ósannindamann bankans, sagði að þær tölur væru of háar. ,,Á alvarlegum timum i þjóð- félagi okkar segir Helgi Bergs ósatt i málum sem miklu skipta. Égstefni ekki Helga Bergs fyrir dómstóla. En ég lit svo á að þótt Alfreð „litli” geti logið hverju sem hann vill, þá getur Helgi Bergs það ekki. Ég lýsi Helga Bergs ósannindamann segir Vilmundur. —sjá bls. 10 VILTU SKRIFÁ UPPÁ FYRIR MIG? Notar þú ávísanahefti? Skrifar þú upp á víxil fyrir mig ef ég bið þig? Veist þú hvaða ábyrgð þú tekur á þig þegar þú gefur út slika pappira? — sjá bls. 4. Vilmundur Gylfason birtir i grein sinni ,,Á föstudegi”, ljós-_ rit af sundurliðunum efnahags- reikningi Landsbankans, sem sýnir að árið 1974 nam skulda- aukning Landsbankans á Akur- eyri 1,3 milljarði. Vilmundur nefndi i grein sinni fyrir viku að skuldaaukning Landsbankans á Akureyri hefði numið fast að milljarði króna. Helgi Bergs bankastjóri aðal- Missti af vinningnum Katrin Sigurðardóttir, varamaður i Evrópumeistarakeppninni f „Monopoly”, komst i úrsiit i varamannakeppninni. Þegar keppnin hófst liafði Katrin næst hæstu stigatöluna. En hún var óheppin og lenti í fjórða sæti. A myndinni afhendir Michel Habouroin, frá franska „Monopoly” fyrirtækinu, Katrinu bikar fyrir frammistöðuna. — sjá haksiðu. Gunnar Gunnarsson rithöfundur, látinn Gunnar Gunnarsson, rithöf- iindur, lést i Reykjavik i morg- un S(i ára aið aldri. Gunnar veiktist skyndilega snemma i niorguu af kransæðastiflu, og var iátjnn, þegár komið var nieð hann i Borgarspitalann. Gunnar fæddist 1». mai 1889 á Valþjófsstað i Pdjótsdal. Um langt árabil var hann búsettur i Danmörku. eða frá 1907 til 1939 og þar skrifaði hann flestar sin- ar bækur á dönsku. Eftirlifandi kona Gunnars ér Franciska Antonie Josephine. en hún liggur nú sjúk i Borgar- spiitaianum. I Einstaklingar eiga nœrri 10 milliarða króna hjó ríkinu Ef ríkið þyrfti núna að borga út þau spariskirteini sem ekki hafa þegar verið innleyst þyrfti það að snara út nærri 10 milljörðum. Útgáfa spariskirteina rfkis- sjóðs hófust árið 1904. Siðan liafa verið gefnir út 20 flokkar spariskirteina að nafnvirði rúmlega 3,4 milljarða króna. Hins vegar hefur nokkur hluti spariskirteinanna þegar verið innleystur þannig að nafnverð óinnleystra skirteina er nú rúm- iega 3,2 milljarðar króna. En verðbólgan setur strik i reikninginn. Spariskirteini þessi eru verðtryggð svo þau rýrni ekki i verðbólgunni. Auk þess eru vextir greiddir af þeim. Þess vegna þyrfti rikið að greiða hvorki meira né minna en niu milljarða og 830 milljónir ef þau yrðu innleyst núna. Árið 1972 hófst útgáfa happ- drættisskuldabréfa. Alls hafa verið gefnir út 6 fiokkar að upp- hæð 810 milljónir að nafnvirði. Með verðbótum nemur verð- mæti happdrættisskuldabréf- anna núna 1733 milljónum króna. Nú er i sölu sjöundi flokkur happdrættisskuldabréfanna. samtals að upphæð 300 milljónir króna. Þegar hafa selst 2/3 þeirra. Það fjármagn sem fékkst með sölu happdrættisskuldabréf- anna var notað i lagningu hring- vegarins og Djúpvegar. Þær 300 milljónir sem nú er verið að selja fara til varanlegrar vega- gerðar. —EKG Kona borgarbókavörður Þjónusta fyrir blinda og fatlaða. Frá þvi að Elfa Björk kom til tslands hefur hún unnið að upp- byggingu bókasafnsþjónustu fyrir fatlaða og blinda. „Við vinnum að þvi að koma upp talbókasafni fyrir blinda og sjónskerta og förum með bækur heim til þess fólks sem ekki kemst út fyrir veggi heimilanna. Þessi þjónusta byrjaði i maí i fyrra.” „Það var um það skrifað i blöð- unum að ég væri bæði rauðsokka Elfa Björk Gunnarsdóttir var rá borgarstjórnarfundi i gær. og kommúnisti. Þetta er hvorugt rétt. Ég er félagi i Kvenréttinda- félagi Islandsogi ritnefnd 19. júni sem er blað þess félags. Raunar hef ég aldrei verið aktif i pólitik. Ég álit að bókasafn eigi ekki að stjórnast af neinni og finni linu. Hvorki i stjórnmálum. trúmálum né öðru. Bókasafn á að vera hinn in i stöðu borgarbókavarðar á hlutlausi aðili i þjóðfélaginu. Og það verður þvi að vera fólksins að velja og hafna. t starfi minu við að bvggja upp þjónustu fyrir blinda og fatlaða. hef ég haft úr miklu að moða þar sem starfið er viðamikið. Ég kem áreiðaniega til með að sjá eftir þvi starfi.” —EKG „Það reið kannski baggamun- inn að ég sótti um þetta starf að ég tel að konur sem afla sér menntunar á einhverju sviði eigi að sækja um störf sem menntun þeirra hefur búið þær undir,” sagði Elfa Björk Gunnarsdóttir i samtali við Visi i morgun. Elfa Björk var á fundi borgar- stjórnar i gærkvöldi ráðin i stöðu borgarbókavarðar. Elfa er bókasafnsfræðingur að mennt og stundaði nám við Stock- holms Stads biblioteks Biblio- teksskola. Þá lauk hún námi i al- mennri og enskri bókmennta- fræði. Auk hins bóklega náms vann hún við borgarbókasafnið i Stokkhólmi. Einnig sá hún um bókasafn sjúkrahúss rauða kross- ins i 4 ár. Heim til íslands kom Elfa B jörk árið 1974 og hafði þá aö baki 6 ára starfsreynslu. „Ég álit að starfsreynsla min hafi verið mér hvað dýrmætust. 1 Stokkhólmi átti ég þess kost að kynnast bókaþjónustu á viðum grundvelli.” — sjá „Líf og list um helgina" á bls. 14-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.