Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 24
vísm Föstudagur 21. nóvcmber 1975. Kom tíl þess að vinna — fann tvo inn- brotsþjófa ... Tveir ungir piltar voru staönir að verki i gærkvöldi, þar sem þeir voru aö brjótast inn i fyrirtækiö Flugmóx i Sel- ásbletti. Sonur eiganda fyrirtækisins kom þangað rétt fyrir hálf'niu i gærkvöldi, og ætlaði sér að fara að vinna. Hann varð þá var við tvo unga pilta, sem höfðu brotið rúðu, og voru i þann veginn að smeygja sér inn. Kallað var á lögreglu, en fyrirtækið er trésmiðaverk- stæði, og þar er einnig heild- verslun, og voru það sennilega vörur i henni sem piltarnir voru að sækjast eftir. ___________________—EA Bók ó ensku um 200 mílurnar Utanrikisráöuncytið hcfur sent frá sér bók á ensku um út- færslu fiskveiöilögsögu tslands i 20« milur. Að sögn Harðar Helgasonar, skrifstofustjóra i utanrikisráðu- neytinu, fá öll sendiráð bókina. Sendiráðin hafa lista yfir aðila sem gagn er að að fái bókina, t.d. þingmenn, þingnefndir, blöð, einstaka blaðamenn, og aðra áhrifamenn. Reynt er að dreifa bókinni til allra aðila sem hugsanlega hafa tengsl við landhelgismál. Þá hefur Seðlabankinn beðið um að fá bókina til að senda til þeirra aðila sem bankinn hefur viðskipti við erlendis. Fleiri ráð eru höfð til að bókin komist til sem flestra. Af efni bókarinnar má nefna reglugerð um útfærsluna, skýrslur um hafréttarráðstefn- una, ávörp ráðherra, og tafla, sem sýnir útfærslu annarra landa á landhelgi sinni. — ÓH Þeir fjalla um húsafriðun A morgun hefst i Reykjavik ráðstefna um húsafriðun sem Arkitektafétag lslands, Reykjavikurborg og Samband islenskra sveitarfélaga gang- ast fyrir. Birgir fsleifur Gunnarsson borgarstjóri setur ráðstefn- una, og siðan flytur forseti ts- lands, dr. Kristján Eldjárn, ávarp. Á ráðstefnunni verða fluttir fyrirlestrar um ýmsar hliðar húsafriðunar, og tveir erlendir sérfræðingar, norskur og danskur, flytja erindi. Ráðstefnan hefst klukkan 9 i fyrramálið i hátiðarsal Há- skólans, og er hún opin al- menningi. 6 breskir ó | ousturleið Þeir 0 bresku togarar sein t liafa verið að veiðum úti fyrir E Vestfjörðum eru nú á austur- I leið og rekur varðskip þá á undan sér austur með Norður- landi. Annars er tiöindalaust af miðunum. Flotinn er ennþá lyrir austan land, en ekki hef- ur komiö til átaka siðan Ben- ella var lialastýfður I gær- morgun. Kristin Hall- dórsdóttir, aðalmaðurinn I Evrópukeppn- inni I „Mono- poly”, fylgdist með varamanni sinum, Katrinu Sigurðardóttur, i úrslitakeppn- inni á Hótel I.oftleiðum i færkvöldi. l.jósm.: Jim. Evrópumeistarakeppnin í „Monopoly": Sú íslenska útti góða möguleika á vara- Evrópumeistaratitli Sú von að islendingar eignuð- ust varaTEvrópumeistara i „Monopoly”, brást I gærkvöldi, þegar Katrin Sigurðardóttir varð gjaldþrota fyrst allra, eftir klukkutima spil. Katrin er varamaður Kristin- ar Halldórsdóttur I aðalkeppn- inni. En til aö varamönnunum leiddíst ekki biðin, var samtimis lialdin sér keppni fyrir þá. Eftir þrjár umferðir var Katrin næst-stigahæst, með 10 stig. En þegar kom að sjálfri úr- slitakeppninni á Hótel Loftieið- um i gær, var hún óheppin. ,,Ég komst ekki nema nokkra hringi á spilaborðinu,” sagði Katrin, þegar Visir spjallaði við hana i gær. „Frakkinn sem sigraði fékk bestu göturnar. Það hefur sýnt sig i spilinu að ákveðnar götur eru vænlegastar til sigurs.” Aðspurð sagði Katrin, að hún, héldi það aðallega heppni hvað hún náði langt, þótt svona illa færi i sjálfri úrslitakeppninni. Katrin lenti i fjórða sæti, svisslendingur i þriðja, norð- maður i öðru og frakki i fyrsta. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt i þessari keppni, sérstaklega að kynnast öllu þessu fólki,” sagði Katrin. Dagsdaglega starfar Katrin hjá Vegagerð rikisins, sem verkstjóri i IBM deild stofnun- arinnar. Kristinu Halldórsdóttur, sem tekur þátt i aðalkeppninni, hefur ekki gengið jafnvel og Katrinu. En nokkrar lotur eru enn eftir, og aldrei að vita hvernig fer. Úrslitakeppnin verður háð á laugardag. —ÚH Borgarstjórn samþykkti uppþvottavélakaupin: „Ábyrgðarleysi - SEGSR ALBERT GUÐMUNDSSON ,,Ég álit að þetta sé rangt, það er ábyrgðarleysi að vaða út i innkaup á vélum og tækjum áður en nauðsyn ber til, viö höf- um ekki efni á þvi að láta sem allt sé i lagi i peningamálum okkar,” sagði Albcrt Guö- mundsson borgarstjórnar- fulltrúi, í viðtali við Visi i morg- un, eftir að samþykkt voru i borgarstjórn i gær kaup á nýrri uppþvottavél til Borgarspital- ans. „Þeir hlutlausu aðilar sem rannsökuðu fyrir mig gömlu vélina á Borgarspitalanum töldu vélina nothæfa i nokkur ár ennþá, og að hún gæti annað þvi sem þörf væri á. Þess má geta að mönnum þessum var ekki kunnugt um deilur vegna vélar- innar fyrr en þeir höfðu lokið rannsókninni.” Kaupin voru samþykkt i borgarstjórn með 12 atkvæðum gegn 3. Þeir sem voru hlynntir frestun og nánari athugun voru auk Alberts, Guðmundur G. Þórarinsson og Björgvin Guð- mundsson. „Þetta er raunar miklu stærra mál,” sagði Albert, ..er varðar hegðun borgarstofnana yfirleitt við innkaup. Ég hef farið fram á það i borgarráði að breytt verði fyrirkomulagi á innkaupum og útboð fari fram varðandi öll kaup borgarinnar. Það er auð- séð að við þurfum miklu betra eftirlit með þvi sem er að ger- ast,” sagði Albert Guðmunds- son. — EB /Öryggissjónar- mið númer eitt' - SEGIR SIGURJÓN PÉTURSSON „öryggissjónarmiðið er númer eitt. Tæknimenn borgarspital- ans hafa greint frá þvi að upp- þvottavélin sé orðin i hættulegu ástandi. Það hafa verið gerðar á henni bráðabirgðaviðgerðir, en hún er komin á siðasta snún- ing,” sagði Sigurjón Pétursson borgarstjórnarfulltrúi, i viðtali við Visi i morgun, en hann var einn þeirra er greiddi atkvæði með kaupum á nýrri vél til Borgarspitalans. „Það hefur ekkert það komið fram að ég telji álit tæknimanna sjúkrahússins rangt. Það er of seint að fara að huga að nýrri vél þegar þessi er öll, gamla vélin verður að anna öllum upp- þvottinum siðasta daginn sem hún er i notkun, og aðstaðan leyfir ekki að þarna sé höfð varavél. Um innkaup borgarinnar al- mennt erum við sammála um að þau þurfi að sameina á einn stað, I innkaupastofnunina og að öll meiri háttar innkaup verði boðin út. Ný reglugerð fyrir inn- kaupastofnunin er i undirbún- ingi,” sagði Sigurjón Pétursson. —EB 2 ný dvalarheim- ifi fyrir aldraða? Borgarróð samþykkir lóðaveitingar Borgarráð hefur samþykkt ráð- stöfun tveggja lóða i borginni til bygginga i þágu aldraðra meö þeim skilinálum að þar skuli byggt samkvæmt forskrift aldraðranefndar og samþykki skipulagsnefndar. Beinagrind af prógrammi fyrir nýtingu þessara lóða hefur verið lögð fyrir. Samkvæmt upplýsing- um Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings er fyrirhug- uð bygging dvalarheimilis með einstaklingsherbergjum fyrir 30 vistmenn á lóðinni á horni Löngu- hlíðar, Flókagötu og Úthliðar. Á hinni lóðinni sem er á horni Dalbrautar og Sundlaugavegar er einnig gert ráð fyrir dvalar- heimili og auk þess að á hluta lóðarinnar verði smá ibúðaþorp með allt að 16 raðhúsum. Á fyrirhuguðu dvalarheimili við Sundlaugaveginn er gert ráð fyrir aðstöðu til iðjuþjálfunar, endurhæfingu og fleiri þjónustu við aldraða, jafnvel þá sem ekki dvelja á stofnuninni. — EB Þeir komust að samkomulagi! islenska samninganefndin, sem fór til Bonn til viðræðna við vestur-þýsk stjórnvöld um land- helgismálið, er væntanlcg til Reykjavikur i dag með drög að samkomulagi um veiðar þjóð- verja hér við land. Talið er fullvist, að i drögun- um sé gert ráð fyrir þvi, að þjóðverjar fái að veiða 60 þús. lestir á ári hér við land á tiltekn- um veiðisvæðum. Af þessum 60 þúsund tonnum séu 10 þúsund tonn þorskur, hitt karfi og ufsi. Þessi mynd er tekin i Bonn eftir einn fund þeirra Einars Ágústssonar, utanrikisráðherra og Hans Jurgen Wischnewski, formanns þýsku samninga- nefndarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.