Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 3
r VISIR Föstudagur 21. nóvember 1975. 3 Sœnskir sjómenn reiðir Norðursjávorveiðum íslenskra báta: íslendingar eru að klára síldina Söndag 19 okt. 1975 Vasikusiííiskariia' rasar inoi islanningai' DE TAR AÁR SILL ,,Ef íslendingar breyta ekki afstöðu sinni er hætta á að sildarstofninn i Norðursjó þurrkist út innan tveggja eða þriggja ára. Sænska rikisstjórnin verður að mótmæla við þá is- lensku.” Þetta eru orð GeorgsAaberg, þingmanns og talsmanns fiski- manna á vesturströnd Sviþjóðar, við Norðursjó. Georg hefur þung orð um sildveiðar islendinga i Norðursjó, i viðtali i Göteborgs Tidningen. „Islendingar stækka land- helgi sina til að vernda fiski- stofna. Samtimis koma 70 is- lenskir bátar i Norðursjó til að veiða af sildarstofni sem litið er eftir af. Svo kóróna þeir alit með þvi að undirbjóða. Þetta verðum við að þola meðan ástandið hjá sænskum sjómönnum fer siversnandi,” segir Aaberg. Hann kvartar undan þeirri ákvörðun islendinga og dana að fara ekki eftir þeim kvóta. sem úthlutað var til veiða á sild I Norðursjó. „Þetta endar þábaíra með þvi að enginn fer eftir neinu sam- komulagi. Allir fara að veiða eins og þeir geta. Þá er voðinn vis fyrir sildarstofninn,” segir Aaberg. Sjómenn á vesturströndinni héldu mikinn fund siðastliðinn laugardag, i Smögen. Aðalum- ræðuefnið þar var framkoma is- lendinga. Þess má geta, að eftir þetta hefur verið ákveðið að láta is- lenska sildveiðibáta hætta veiðum i Norðursjó. íslendingar leggja einnig til, að alls engar sildveiðar verði leyfðar i' Norðursjó næsta ár. Sænskir sjómenn hafa þvi varla ástæðu lengur til að kvarta undan „rán- yrkju” islenskra sildveiðiskipa. -ÓH. Skyldu sparnaðurinn: AKVORÐUN RAÐHERRA ER ENN EKKI KOMIN TIL FRAMKVÆMDA Riðherra hefur ókveðið: Bœtt úr misrétti gagnvart Gunnar Thoroddscn félagsmálaráöherra hefur ákveöiö, aö bæta skuli hag eigenda sparimerkja, sem hafa boriö skaröan hlut frá boröi, svo aö miklum fjárhæöum skiptir, viö aöferöir Veödeildar La nd^ frá. Hefur veriö ákveö- iö, aö verötrygging veröi aö minnsta kosti svo mikil, aö reiknaö veröi út f jórum sinnum á ári i staö eins. Má gera ráö fyrir, aö eigendur skylduspam- aöar fái greiddar iiuyiytib »r» AliU Gluks JóruodMonar prðfeSsor*. og var nlftunUBao so. >fi Vfftdeildin hefði ehkl h«ft ríttar oftfertSr Málift er 1 böod- um sérfreöioga ráfiuneytUins og SefiUbaoka, eins og Dag- hlafiifl skýrOi frá I gur. Afiferfiir Vefideildar hafa ver- ifimefiþeim bettl.afimean hafa fenglfi mlklu minna útborgafi en veriö heffii, ef fefi heffii verifi fullkomlega vlaltðlulryggt. Mafiur, aem til demis lagfii inn frjálst, Mlfivlkaáagi 27 !9t OOkróriur efia «.« prtsent af þvf, E»m beffil átt afi vera, ef spartfífi heföi verifi fyllilega verfitryggt. Vlaltóluuppbót hefur afielna verifi roiknufi rinu sinnl á ári, raifiáfi vifi 1. fcbrúar. Uppbótln hcfur verlfi Iðgfi I aérsUkan reiknlng og hvorki vextír n« vlsitale vifinaoa iagt. Hún befur mifiatt vifi legstu upphzfi £ hverju 12 manaöa tlmabiU frá 1. febrúartil 1. febrúr. Þessu t nú Félagsmálaráöherra ákvað að vísitölubætur skyldu reiknaðar fjórum sinnum á ári í stað einu sinni eins og verið hefur. Þetta var í lok septem- ber mánaðar. Nú er nærri liðinn mánuður, enn er ákvörðun hans ekki kom- in til framkvæmda. Þar til fólk nær 26 ára aldri leggur það til hliðar ákveðinn hluta af kaupi sinu til svo nefnds skyldusparnaðar. Rikið greiðir siðan verðbætur á upphæðina til þess að hún rýrni ekki i verð- bólgunni. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að reikna verð- bæturnar á skyldusparnaðinn árlega, miðað við 1. febrúar. Verðbæturnar hafa siðan verið settar á sérstakan reikning, en ekki verið lagðar við höfuðstól- inn. Þar kom að slikur háttur þótti svo meingallaður að ekki væri hægt að una við hann lengur. Bent var á að margvislegt óréttlæti fylgdi þessu kerfi svo að þvi þyrfti að breyta. Rikið gerði bragarbót og ákveðið var að verðbætur á skyldusparnað yrðu reiknaðar fjórum sinnum á ári framvegis. Þannig skýrðu dagblöð m.a. frá breytingunum 24. sept. siðastliðinn. En hver hefur framkvæmdin orðið? „Við höfum aðeins heyrt um þessar breytingar á útreikningi verðbótanna á skotspónum. Engin fyrirmæli hafa borist okkurum þessar breytingar. Og þvi hefur ekkert verið gert af okkar hálfu til þess að fram- kvæma breytinguna.” Þetta hafði Skúli Sigurðsson hjá Húsnæðismálastofnun rikis- ins að segja er við spurðum hann um framkvæmd breyting- anna. Húsnæðismálastofnunin tekur ákvörðun um hvort skyldu- sparnaðurinn skuli greiddur út. En Veðdeild Landsbankans sér um útborganir og útreikning á verðbótunum. Skúli sagði að sú aðferð sem nú væri notuð við útreikning verðbóta á skyldusparnað hefði verið ákveðin með reglum árið 1958. Þar hefði verið tilgreint hvernig reikna ætti út verð- bæturnar og hversu oft. Siðan reglur þessar hefðu verið settar hefði algjörlega verið farið eftir þeim. — EKG iyif »WÍm.. /' \ J ■’*' 9 - - ffh-rfWllW Dökkar horfur í álframleiðslu — þó smá vonarglœta um aukna þörf Miklar birgðir af'áli' hafa nú safnast fyrir hjá álverksmiðj- unnii Straumsvik, og sala geng- ur erfiðlega vegna litillar eftir- spurnar. Verð á hrááli á hcims- markaði hefur lækkað verulega. Stjórnarformaður Alusuisse liefur gefið yfirlit um stöðu fyrirtækisins sem á verksmiðjur i mörgum löndum. Hann dregur upp dökka mynd af ástandinu. Hann segir að af- skipanir hrááls fyrstu sex mán- uði þessa árs hafi verið þriðj- ungi minni en á sama tima i fyrra. I Evrópu hafi verið dregið úr framleiðslunni um 5%, i Banda- rikjunum um 27% og i Japan um 37%. I Straumsvík hefur verið dregið úr framleiðslunni er nemur 15 af hundraði. Álbirgðir á Vesturlöndum hafa aukist úr 1,3 milljónum tonna á miðju sið- asta ári i 3,5 milljónir tonna I lok siðasta mánaðar. Þessar birgð- ir myndu nægja i fjóra mánuði ef eftirspurn væri eðlileg. Smávægileg verðhækkun hefur orðið á áli i Bandarikjun- um, en i Evrópu er verðið 30% lægra en skráð verð. Þó er smá-vonarglæta i yfir- liti stjórnarformannsins. Hann segir að við núverandi aðstæður hvarfli ekki að neinum að reisa nýja álverksmiðju. Þess vegna sé von til þess að ál verði fljót- lega eftirsóttur málmur á ný. —AG Tilboð ríkisstjórnarinnar jafngildir: 33-40% aflans til útlendinga „Þau tilboð sem rikisstjórnin hefur þegar gert bretuin og þjóðverjum stefna að því að út- lendingum verði gefinn kostur á 140.000-150.000 tonna aflamagni á ári, en það jafngildir 33%-40% af þeim hámarksafla scm is- lenskir fiskifræðingar telja mögulegt að leyfa á næsta ári.” Þannig segir m.a. i greinar- gerð „Samstarfsnefndar um vernd landhelginnar”. Sam- starfsnefndin er stofnuð af nokkrum stórum launþegasam- tökum auk Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál. Ástæða þess að nefndin var stofnuð er tviþætt: Sú hin fyrri er: „Hin alvarlega aðvörun sem fram kemur i skýrslu Hafrann- sóknarstofnunar tslands. „Hin sú staðreynd að þrátt fyrir að- varanir þær sem fram koma i skýrslunni halda islensk stjórn- völd áfram viðræðum við is- lenska aðila, um hugsanlega ur.Janþágu samninga út- lendinga til áframhaldandi fisk- veiða I islenskrt fiskveiðiland- helgi”. Samstarfsnefndin telur að unnt sé að friða fiskistofnana mun betur með þvi að verja landhelgina með skipa- og tækjakosti landhelgisgæslunn- ar, en að ganga til samninga við útlendinga. i lok skýrslunnar segir: „Samstarfsnefndin telur að aðeins eindregið almenningsálit geti stöðvað fyrirhugaða samninga'gerð um veiðar út- lendinga hér við land. Það al- menningsálit verður nú að láta sterklega i sér heyra ef koma á i veg fyrir þá ógæfu sem mundi leiða af undanþágusamning- um". NÝTT BLAÐ FRÁ SAMÚEL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.