Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 21.11.1975, Blaðsíða 17
VISIR Föstudagur 21. nóvember 1975. 17 n KVÖLD | □ DAG | Guðriður Sveinarsdóttir, nemi Helgi Hjartarson verkfræðing- og sendill. ur. Óskar ólafsson, þungavinnu- vélastjóri. 011 vilja þau meiri og léttori músik „Meira af léttri músik” „Ja, nú veit ég ekki hvað skal segja”. Óskar Ólafsson þunga- vinnuvélastjóri hugsaði sig um áður en hann svaraði spurningu okkar um hvað vantaði i dag- skrá sjónvarps og útvarps. „Dagskráin má alla vega vera betri”, sagði hann svo. ,,í sjónvarpinu má vera meira af myndum seint á kvöldin, t.d. á föstudags- og laugardagskvöld- um. Yfirleitt get ég ekki horft á * f# .f -- Þóra Asbjörnsdóttir ritari. sjónvarpið á kvöldin vegna vinnu, og þess vegna vil ég fá „late show” eins og þeir eru með i kananum.” „Útvarpið hluta ég litið á, en þar má vera meira af léttri músik. Þung má þó gjarnan vera með. Annars hlusta ég lítið á islenska útvarpið, ég kýs kanann heldur.” ,,Hef litinn tima til að horfa eða hlusta” „Ég hlusta litið á islenska út- varpið og ég horfi aldrei á sjónvarpið, svo ég veit ekki hvernig dagskráin i sjónvarpinu er.” Þetta sagði Guðriður Sveinarsdóttir, nemi og sendill. „Ef ég hlusta á útvarpið, þá hlusta ég mest á „kanann”. Það er vegna þess að ég vil heyra músik og það má vera meira af henni i islenska útvarpinu.” „Annars er ég að vinna alla daga og á kvöldin er ég i skóla, svo ég hef litinn tima til þess að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp.” ,,Meira af þjóðlagamúsik” „Ég hlusta ekkert sérstaklega mikið á útvarpið, en það sem ég hlustasérstaklega á, eru leikrit- in á fimmtudagskvöldum og fréttir. Annað hlusta ég á ef mér list vel á eitthvað þegar ég kveiki á útvarpinu.” Þetta sagði Þóra Ásbjörns- dóttir, ritari. Hún sagði að það mætti vera meira um þjóðlaga- músik i útvarpinu. A slika músik vildi hún gjarnan hlusta meira. . Sjónvarpið kvaðst hún ekki horfa mjög mikið á, en sagði: „Þar mætti vera meira um is- lenskt efni, það er allt of mikið af þvi breska.” „Vantar aðra útvarpsstöð” „Það vantar aðra útvarps- stöð”, sagði Helgi Hjartarson, verkfræðingur. „Sú útvarpsstöð mætti vera i gangi á kvöldin og þar vildi ég hafa þægilega tón- list eingöngu.” Sigurður Einarsson trésmiður. Við spurðum nokkra vegfarendur hvað þeim fyndist vanta í dagskró útvarps og sjónvarps „Jú, að visu er þægileg tónlist i útvarpinu nú, en hún er of sundurslitin.” „Ég horfi mikið á sjónvarp og hlusta mikið á útvarpið lika. Sjónvarpsdagskráin finnst mér hafa batnað mjög mikið, en ég er ekki tilbúinn til þess að láta neitt uppi um hvað mætti betur fara.” „Vildi losna við sinfóniur” „Ég vildi gjarnan losna við sinfóniur úr útvarpinu um miðj- an daginn. í staðinn vildi ég fá léttari tónlist.” „Annars hef ég ekkert út á út- varpið að setja, enda hlusta ég ekki svo mikið á það.” Þetta sagði Sigurður Einars- son, trésmiður meðal annars. „Sjónvarpið hef ég lftið tækifæri til þess að sjá, en ég er ánægður með þá þætti sem ég get horft á, og þá sérstaklega fræðslumyndaflokkana.” „Popp i útvarp og popp i sjónvarp” Guðmundur Sigurðsson raf- virki kvaðst vilja fá popp i út- varp og popp i sjónvarp, og þá væri hann ánægður. „Ég vildi gjarnan fá miklu meira af poppþáttum i sjónvarpið, og þar má vera meira um efni fyrir börnin.” „Jú, ég horfi töluvert á sjónvarpið, en útvarpið hlusta ég aldrei á. Ég hlusta frekar á það ameriska, en ef það væri meira um popp i islenska út- varpinu, þá mundi ég hlusta frekar á það.” — EA. Guðmundur Sigurðsson raf- virki. Ha! Orkukreppa hjá mér? Ekki meðan hann biæs! SJÓNVARP • Föstudagur 21. nóvember 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður ólafur Ragnarsson. 21.30 Eyðiþorpið. Bærinn Gleeson i Arizonafylki i Bandarikjunum hefur lagst i eyði. En villidýrin hafa sest þar að og heyja ekki siður harða baráttu en byssumenn „villta vesturs- ins” forðum. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Sjávarljóð. Bresk sjón- varpskvikmynd. Ungur auðmaður er á siglingu á skútu sinni og uppgötvar laumufarþega um borð, unga stúlku. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.20 Dagskrárlok. ÚTVARP + Föstudagur 21. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynnigar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 13.30 IVI ið de gi s s a g a n : „Fingramál” eftir Joanee Greenberg Bryndis Viglundsdóttir les þýðingu sina (6). 15.00 M iðdegis tón le ik ar Filharmóniusveitin i Berlin leikur „Ugluspegil” sinfóniskt Ijóð op. 28 eftir Richard Strauss: Karl Böhm stjornar. La Suisse Romande hljómsveitin leikur „Rósamundu”, leikhústónlist op. 26 eftir Schubert: Ernest Ansermet stjomar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 útvarpssaga barnanna: „D rcngurinn i gullbuxunum” eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Amadóttir les þýðingu sina (3) 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Hornkonsert i Es-dúr eftir Richard Strauss Hermann Baumann og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Stuttgart leika: Uri Segal stjórnar — Frá tónlistarhátið i Schwetzing- en s.l. sumar.- 20.20 Staldrað við á Leirhöfn Þattur i umsjá Jónasar Jónassonar. 21.20 Kórsöngur Barnakór ungverska útvarpsins syngur lög eftir Béla Bartók og Zoltán Kodály, Istvan Zambó stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (18) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Leiklistar- þáttur Umsjón: Sigurður Pálsson 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 2b'S QýjZvf',. — Pabbi er ekki sem verstur, en 'hann er svolitið viðkvæmur fyrir vinstri handar höggum!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.