Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 1
Athugun vegna óburðar um misferli Nú stendur yfir athugun i Vestmannaeyjum, vegna ásak- ana sem fram komu af hálfu bæjarstjórnarminnihlutans, i garð bæjarstjórans Sigfinns Sigurðssonar. Minnihlutinn taldi Sigfinn sekan af grófu misferli i fjár- reiðum bæjarins. Enn liggur ekki fyrir álit endurskoðendanna, en þess er að vænta fljótlega. Bæjarráðs- fundur verður á morgun — EKG. BLONDUVIRKJUN: Ríkið býður bœndum ollt oð 1200 kw ókeypis raf- orku á ári Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Visir hefur aflað sér, hefur rikið boðið þeim hreppum, sem land eiga að Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, bætur vegna fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda við Blöndu. i fyrsta lagi mun rikið hafa boðið hreppunum allt að 1200 KW raforku á ári. Þá mun rikið hafa boðið að græða upp 1000 hektara á áðurnefndum heiðalöndum. Bætur fyrir spjöll á veiði mun rikið og hafa boðið að bæta þeim bændum, sem veiðiréttindi eiga. Viðræður aðila um samnings- drög þessi fóru fram hér i Reykjavik I fyrri viku, en ekki er vitað hverjar lyktir urðu á þeim fundum. Fyrirhugaður fundur norðan- lands er með hændum og Ólafi Jó- hannessyni, viðskiptaráðherra i dag, laugardag. Að þeim fundi loknum mun orkumálaráðherra væntanlega kynna stöðu mála I þessum efnum. — VS. GRÝLA OG LEPPA- LÚÐI TIL CHICAGO Leikbrúðulandi boðið á alþjóðlega hótíð Grýla og Leppalúði ásamt sonum sinum jólasveinunum og ýmsum öðrum kunnum persón- um eru nú á förum til Chicago. Fyrir þessu ferðalagi þeirra stendur brúðuleikhúsflokkurinn Leikbrúðuland sem mun taka þátt i alþjóðlegri kynningu á jólasiðum i ýmsum löndum. Leikritið, sem er eftir Jón Hjartarson, fjallar um litinn dreng sem er einn heima með ömmu sinni á jólanótt og kynn- ist þá álfum og þeim persónum sem að framan getur og verður áskynja um ýmislegt. Siguróli Geirsson útsetti þjóð- lögin sem notuð eru i leikritinu og annast undirleik ásamt Frey Sigurjónssyni. Félagar i Leikbrúðulandi, þær Erna Guðmundsdóttir, Bryndis Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacius, og Helga Stefensen gerðu brúðurnar og stjórna þeim, en raddir ýmsra leikara eru leiknar með af segulbandi. fslendingafélagið i Chicago greiðir ferða- og dvalarkostnað, en ferðin mun taka viku. Strax og heim verður komið verður jólaþátturinn frumsýndur á Frikirkjuvegi 11, og sýndur þar fram yfir jól. — EB. :¥í;í:S¥:íw; Þær Þuriður Steinþórsdóttir, 17 ára og Nancy Gunnarsdóttir 18 ára, brugðu sér f laugina á Hótel Loft- leiðum I gær, til að prófa vetrarbaðfötin. Reyndar hefði mátt búast við kálfsiðum skinnbrókum, ef mið- að er við böð á islandi. En þessi baðföt notar landinn helst I Kanarieyjaferðum sinum, a.m.k. á þessum árstima. Ljósm. Visis: BG. VETRARBAÐFOTIN! „Þaö veitir alls ekki af sérstakri baðfatatísku á veturna. Fólk gerir mikiö af þvi að kaupa baðföt fyrir Kanaríeyjaferðir og aðrar sólarferðir sem farnar eru á þessum tíma árs". Þetta segir verslunarstjórinn i Kerinu, verslun sem hefur sér- hæft sig i sölu baðfata, sloppa og handklæða. Visir forvitnaðist um það hvort sérstök baðfatatiska rikti nú að vetrinum. „Baðfatatiskan kemur ekki fram nema einu sinni á ári, i kringum áramótin. Það sem kom fram um siðustu áramót, er enn i tisku. Tiskan fyrir árið ’76 kemur svo ekki fyrr en um næstu ára- mót,” sagði verslunarstjórinn. ,,Góð sala á baðfötum svona að vetri til, kemur i raun og veru á óvart. En það hefur lika sitt að segja, að erlendis eru baðföt jafn dýr og hér.” — OH. LÍFSREYNSLA BISKUPS Á TÝNDUM HANQRITUM ...til min kom kona mjög feitlagin og gekk hún rakleiðis i sængina,en ég mátti greina þjó- hnappa hennar, þá hún uppi sté, gegnum hálfgagnsætt lin sem um hana sveipaðist. Lagðist hún um kyrrt og andaði djúpt eða bældi niðri eins og hún hlustaði, og leið þannig drjúga stund, en þá skipti engum togum, að hún vafði mig lærum mótþróalaust þvi þótt hugurinn berðist allur i gegn, mátti hann ekki holdsins árás sigra.” Það er enginn annar en Jón biskup Gerreksson sem segir frá þessu i endurminningum sinum. Hrafn Gunnlaugsson segir frá fundi sinum á handrit- um, sem hann skrifaði upp. En siðar, þegar hann ætlaði að skoða handritin nánar voru þau horfin. — Sjá bls. 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.