Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. nóvember 1975. 5 „Einar fyrir alla — eða allir fyrir Einar" Umhugsunarlaust gæti lesendum dottið i hug að þessar ungu stúlkur.... og fallegu, hefðu tekið á móti Einari Ágústssyni, utanrikisráðherra, og is- lcnsku scndinefndinni i landhelgisviðræðunum i Bonn. Á húfum þeirra stendur „Einar fyrir alla” og má snúa þvi við og segja: „Allir fyrir Einar”. Ekki hefði verið amalegt að fá slika móttöku- nefnd i allri þeirri alvöru, sem rikir við land- helgisviðræðurnar. — En hér er á ferðinni smá grín. Á húfinni lengst til vinstri stóð „einer”, en viö gerðum að gamni okkar og breyttum þvi i Einar. Vonandi tekur enginn þetta illa upp. t raun og veru stóð á húfunum „Einer fúr aile”, en það er setning, sem brjóstahaldaframleiðandi notar. Vöruheitiö er Einer, og þvi er rétta þýðingin „Eincr fyrir alla”. En það sakar ekki að bregða á leik i skamm- deginu, þegar allir hafa áhyggjur af þjóðmálum, efnahagsmálum, landhelgismálum, útgerðarmál- um, frystihúsamálum, byggingariðnaðarmálum, lánamálum, námslánamálum, Kröflumálum, Orundartangamálum, Sigöldumálum, Borgar- fjarðarbrúármálum et cetera. Þetta er Nauthóls Binm bara eins og í Alster-vatniö i miðborg Hamborgar, hefur komiö ungu fólki i góðar þarfir. Þar hefur nýlega verið komið á fót siglingaklúbbi fyrir drengi og stútkur á aldrinum tólf til fimmtán ára. iklædd hjorgunarvestum og með góð- ar ráðleggiugar upp á vasann, geta þau bráðlega reynt sig á vatninu. Sophia í fylgd með ítölskum leikara Sophia Loren og Carlo Ponti lýsti yfir þvi fyrr á þessu ári, að þau væru skilin að skiptum. „En við ætlum ekki að skilja lagalega séð” en enn lifa þau aðskilin. Hún býr i Paris en hann er i Róm. Þau eyddu öllu sumrinu saman i Róm. En það var annars óttinn, við að börnum þeirra yrði rænt, sem réði þvi að Sophia ákvað að flytjast til Parisar. Nú sést hún oft með italska leikaranum Umberto Orsini, sem er vinsælasta kvik- myndastjarna ítaliu, sem stendur. Þau döðruðu mjög áberandi hvort við annað, en segjast enn aðeins vera „góðir vinir”. Þó ganga enn sögurnar um skilnað Sophiu og Ponti. Sophia Loren og leikarinn Umberto Orsini. í París Japanska stjórnin hefur neit- að Paul McCartney fyrrum hitli, um landvistarleyfi i Japan, vegna dóms er felldur var yfirhonum i Bretlandi fyrir að hafa eiturlyf i fórum sinum. McCartney ætlaði að halda þar hljómleika með hljómsveit sinni, Wings, þann 19.-21, en kuldaleg aðvörun frá japanska dómsmálaráðuneytinu kom umboðsskrifstofunni Bunka Hoso Co. til að hætta við allt saman. McCartney var dæmdur fyrir að rækta cannabis. -0- Deildarstjóri Worcesterskól- það er bara svona ans i Englandi hefur fundið upp ráð til að sniðganga ævafornar reglur um bann við hundaháldi innan skólans. Hann hefur ein- faldlega skráð hundinn sinn, Flint, sem kött. — O — Marine Marteine Fraysse eiginkona nautabanans Manuel ,,E1 Cordobes” Benitez hefur fætt þriðja barn þeirra, dreng. Þau giftust þann 11. október sl. en áttu þá þegar 2 börn, Mari- bel, 7 ára og Manuel, 5 ára. — O-- Maureen Reagan, dóttir Ron alds Reagan fyrrum rikisstjóra Kaliforniu.kveðst vera þvi and- vig að faðir sinn gefi kost á sér sem forsetaefni Repúblikana- flokksins. Við erum öll i fjöl- skyldunni andvig þvi, en ég hef hæst um það,” sagði ungfrú Reagan, sem er 31 árs. „Auðvit- að af eigingjörnum ástæðum. Ég hef i átta ár mátt hringja og mæla mér mót til þess að mega hitta föður minn og tala við hann. Auk þess hyggst ég lara minar eigin leiðir, og er orðin dauðleið á að vera alltaf kölluf „stelpan hans Reagans”. Hún ætlar að leika i sjón- varpskvikmynd núna bráðlega. -0- Jacqueline Onassisá að leika norn i kvikmynd italska leik- stjórans, Pier Carpi, er nefnist „Drottning flugnanna”. Hún þiggur engin laun fyrir tveggja daga vinnu i kvikmyndaverinu, og Carpi sagði hlutverk hennar vera „nútima norn, sem snýst að kristninni.” Myndin höfðaði til Jackie, vegna trúarlegs boð- skapar hennar, en i henni munu einnig leika Terence Stamp og Jean Seberg. -0- „Það er algjör fjarstæða að hljómsveitin haldi kveðjutón- leika bráðum,” sagði Leslie Perrin, talsmaður hinnar heimsfrægu rokkhljómsveitar. Rolling Stones. „Þrir bandarikjamenn segj- ast vera að skipuleggja hljóm- leika fyrir þá á Easter Island. en ég kannast ekkert við þá, og ekki hljómsveitin heldur.” „Það hefur ekkert komið til tals, að Rolling Stones séu að hætta.” -O- Enska leikkonan Sarah Miles hefur nú skilið við mann sinn. leikritahöfundinn RobeVt Bolt. Þau höfðu verið gift i áttá ár og áttu einn son. Hún hélt þvi jafn- an fram, að hryggbrot frá herirji hefðu leitt til sjálfsmorðs nokk- urra karlmanna. M.a. voru vm- islæti við upptökur á kvikmynd. þar sem Burt Reynolds lék á móti henni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.