Vísir - 27.11.1975, Blaðsíða 24
t
Víðast hvar mœtt ó vinnu-
stöðum, en verr í skólum!
vísm
Fimmtudagur 27.nóvember 1975.
Sitja inni
grunaðir um
hassneyslu
— og fleira
Tveir 16 ára piltar hafa
veriö handteknir i Keflavík og
sitja nú inni grunaðir um
hassneyslu ásamt fleiru.
Piltarnir tveir hurfu að
heiman frá sér i sólarhring,
semkannskierekki ifrásögur
færandi. Þeir eru þó varla
nema hýkomnir heim þegar
þeir eru teknir af lög-
reglunni.
Þeir eru einnig grunaðir um
að hafa stolið skrásetningar-
merki af bil semþeir ætluðu
sér að nota á stolinn bfl, en
annar pilturinn stal bilum i
tvigang fyrir nokkru.
Varðandi hassneysluna,
sagði Haukur Guðmundsson
rannsóknarlögreglumaður i
Keflavik að þar væri varla um
mikið magn aö ræða þar
semþeir hefðu báðir litla
peninga undir höndum. Málið
er i rannsókn. -EA.
Skipuleggja samstarf
við ungt fólk ó hinum
Norðurlöndunum
1 vor voru stofnuð samtök
ungs fólks innan Norræna
félagsins. Tilgangur sam-
takanna er m.a. að miðla
upplýsingum til félagsmanna
sinna og hinna ýmsu samtaka
ungs fólks á tslandi um starf og
fyrirætlanir félaga ungs fólks á
hinum Norðurlöndunum, skipu-
leggja námskeið og fundahöld i
tengslum við félög ungs fólks
norrænu félaganna.
I kvöld fimmtudagskvöld
halda samtökin félagsfund i
Norræna húsinu kl. 20.30. Þar
verður m.á. kynnt og rætt um
starf samtakanna hér og á hin-
um Norðurlöndunum ogsýndar
verða kvikmyndir.
Eru nýir félagsmenn vel-
komnir á þennan fund.
— EB.
KRISTJÁN
ÚR HÆTTU
Kristján Vilhelmsson, eigandi I
Sportvöruverslunarinnar Goða-
borg, gekk svo vasklega fram I 1
björgunaraðgerðum i brunanum |
á Óðinsgötu i gær, að likaminn |
gaf sig vegna áreynslunnar.
Kristján var fluttur á slysa- _
deild, og þaðan á gjörgæsludéild 9
Borgarspitalans.
t morgun var liðan hans orðin I
mun betri. Hann var fluttur af
gjörgæsludeild á hjartadeild, 1 n
morgun var hann úr allri hættu. |
Möguleikar voru jafnvel taldir á I
að hann fengi að fara heim i dag. |
Kristján kom mjög fljótlega að
eftiraðeldsinsvarð vart. Hann óð |
inn reykhafið og bar út einn B
mannanna sem létust. 1
Slökkviliðsmen komu þá að og I
hjálpuðust þeiraðvið að koma
manninum út. Kristján hélt I
áfram að aðstoðavið björgunar- 8
starfið, en fann þá til eymsla i I
brjósti, bæöi af völdum reyks og ■
áreynslu. _
-ÓH. I
Visir gerði I morgun lauslcga
könnun á mætingu á nokkrum
vinnustöðum ogiskólum, en svo
sem kunnugt er skoraði sam-
starfsnefnd um verndun land-
helginnar á vinnandi fólk að
taka sér fri I dag.
Hjá Bæjarútgerð Rcykjaviknr
var góð mæting i morgun, en
búist var viö þvi að margir
tækju sér fri eftir hádegið til að
fara á fundinn og gæti það jafn-
vel stöðvað vinnsíuna i frysti-
húsinu.
t skálum Eimskipafélagsins
„l.itið scm ekkert vatn virðist
hafa lekið inn á neðri hæðir
hússins, þannig að tjón á þeim
er hverfandi”, sagði Sigurjón
Sigurðsson hæstaréttarlögmað-
ur, eigandi hússins við óðins-
götu 4, er Visir ræddi við hann i
morgun.
„Rishæðin virðist hins vegar
ónýt. öll skilrúm þar uppi eru
brunnin, og mikið af þakinu”.
var einnig góð mæting en fast-
lega var gert ráð fyrir að ein-
hverjir hyrfu eftir hádegið.
í Vélsmiðjunni Héðni var
mætingin strax eitthvað götótt,
og búist var við að fleiri yrðu
fjarverandi eftir hádegið.
t Hampiðjunni var hins vegar
vinna i fullum gangi og verk-
stjórinn sagðist ekki eiga von á
verri mætingu eftir hádegið þótt
hann vissi ekki um hvern ein-
stakan.
t Fjármálaráðuneytinu var
mæting eðlileg eftir þvi sem
Sigurjón sagði að allar
tryggingar af sinni hálfu hefðu
verið i lagi.
Að sögn hans höfðu mennirnir
þrir sem fórust, búið þarna á
rishæðinni i mörg ár. Maðurinn
sem eldurinn er talinn hafa
komið upp hjá, hafði leigt hjá
Sigurjóni i 14 ár, en hinir eitt-
hvað styttra.
best var vitað og sömuleiöis á
skrifstofu Eimskips.
Nemendur mæta ekki
i skólana
Mæting nemenda i Kennarahá
skólann var mjög takmörkuð i
morgun að sögn rektors, en
kennarar komu til vinnu.
Vélskólamenn mættu i
morgun, bæði nemendur og
kennarar, en nemendur ætla
ekki að sækja tíma eftir hádegi,
heldur fjölmenna á útifundinn.
Or Vfghólaskóla f Kópavogi
— Jónmundur gerói ná-
kvæmlega rétt í því aö
halda rósemi sinni og bíða
eftir aö slökkviIiöiö bjarg-
aði honum, sagði Rúnar
Bjarnason, slökkviliös-
stjóri viö Vísi í morgun.
Jónmundur Einarsson
er 73 ára maður sem
slökkviliösmenn björguöu
úr eldsvoðanum að Óðins-
götu 4 í gær. Þrír aðrir
leigjendur í einstaklings-
herbergjum í risi hússins
fórust. Talið er að tveir
þeirra hafi verið látnið
þegar slökkviliðið kom á
vettvang.
— Fólk gerir sér ekki grein fyrir
hversu fljótt það er að örmagnast
ef það reynir að kafa reyk, sagði
Rúnar Bjarnason. — Ef maöur
váknar i reykfylltu herbergi get-
ur hann örmagnast á þvi einu að
risa á fætur. Þá er meiri von til
björgunar ef hann veltir sér
framúr og reynir aö skriða að út-
gangi. þvi reykurinn er minni
niðri við gólf.
bárust þær fréttir að nemendur
þar strækuðu á að sitja i timum i
dag, þar var strax blásið til
fundar meðal nemenda i
morgun og laust fyrir kl tiu voru
nemendur að leggja af stað i
göngu niður i Þinghólsskóla i
Kópavogitil að fá nemendur þar
til liös við sig.
Eftir þessari könnun að dæma
virðist samstaöan i skólunum
vera jafnvel meiri en á vinnu-
stöðum hvort sem það stafar af
eldheitari áhuga á m'álefninu
eða einhverjum öðrum hvötum.
— EB
— Það fyrsta sem slökkviliðið
gerir, þegar það kemur að
brennandi húsi er að kanna þegar
i stað hvort einhverjir séu innan
dyra, og það bjargaði Jónmundi
að hann skyldi biða þess.
— Eini útgangurinn af risinu var
alelda þegar slökkviliðið kom á
vettvang þannig að jafnvel þótt
mennirnir hefðu vaknað til meö
vitundar var litil von til að þeir
hefðu komist út þá leið. Þakið,
sem er bratt, var glerhált þannig
að þá leiðina hefðu þeir heldur
ekki farið hjálparlaust.
Það tók um hálftima að ráða
niðurlögum eldsins. Það óhapp
varð meðan á björgunarstarfinu
stóð að lögreglukona handleggs-
brotnaði þegar hún var aö hjálpa
til að lyfta kaðli til að hleypa
sjúkrabi.l i gegn. Kaðállinh hafði
verið strengdur tíl a'ð ’halda veg-
farendum i hæfilegri fjarlægð.
-ÓT.
Rúnar Bjarnason slökkviliðs-
sljóri kannar verksummerki i
stiganum sem var alelda þegai
slökkviliðið kom á vettvang. Sjá
myndir á bls. 3 (Mynd Jim)
ÓH.
Herskipaíhlutun Breta;
,,Við höfum til athugunar
hver okkar næstu skref verða,
vegna herskipaihlutunar Breta.
Ekki er búið að taka neina
ákvörðun hver þau viðbrögð
okkar verða.”
Þetta sagði Geir Hallgrims-
son forsætisráðherra i morgun,
þegar Visir spurði hvernig
rikisstjórnin hygðist bregðast
við herskipaihlutun Breta.
Geir vildi ekkert segja um„
hvort við myndum kæra til
viðbrögð enn í athug-
segir forsœtisróðherra
öryggisráðs Sameinuðu
Þjóðanna eða hvort óskað yrði
eftir þvi við fastanefnd NATO
að hún fjallaði um málið.
Visir bar einnig spurninga
um, hver viðbrögð islendinga
ættu að vera vegna árásar
breta, undir nokkra þingmenn.
Ragnhildur llelgadóttir
sagði: ,,Ég tel það sjálfsagðan
hlut að fá þjóðir sem okkur eru
vinveittar til þess að hjálpa
okkur við að koma vitinu fyrir
Breta.”
Magnús Torfi Ólafsson: ,,A
þessu stigi málsins get ég ekki
sett fram yfirvegaða og mótaða
stefnu. En viðbrögð sem við eig-
um að sýna við herskipaárás
breta eiga að vera þannig að
þau geri bretum það ljóst að
okkur sé alvara og við látum
ekki beygja okkur. Og i þvi
sambandi kemur margt til
greina.”
Jón Armann Héðinsson: ,,Ég
var á sinum tima manna fyrstur
til þess að óska eftir þvi að við
kveddum sendiherra okkar
heim frá Bretlandi. Ég tel að
við eigum að slita stjórnmála-
sambandi við þjóð sem svona
kemur fram við okkur, og jafn-
vel að ganga enn lengra á
öðrum vettvangi. Við eigum að
beita öllum þeim ráðum, sem
tiltæk eru.”
-EKG.
NEÐRI HÆÐIRNAR
SKEMMDUST LÍTIÐ
W
Utgangurinn
var alelda þeg-
ar slökkviliðið
kom ó vettvang
— sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri