Vísir - 27.11.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 27.11.1975, Blaðsíða 8
8 ' Fimnitudagur 27. nóvember 1975. VISIR VÍSIR Útgcfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Áuglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Ifverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölju 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Of var þörf en nú er nauðsyn Oft var þörf en nú er nauðsyn, áð íslendingar standi saman sem einn maður i þeim miklu átökum, sem framundan eru við breta. Það vekur þvi furðu nú, þegar reynt er að nota samningana við vestur- þjóðverja til þess að blása i glæður sundrungar- innar. i þessu sambandi er einnig á það að lita, að það styrkir mjög stöðu okkar i viðureigninni við breta, ef við höfum vestur-þjóðverja bundna með samningum. Nú eins og oft endranær i pólitisku þrefi hefur verið reynt að spila á nótur tilfinningahitans. Á þeim grundvelli var stofnuð svonefnd samstarfs- nefnd gegn hvers kyns samningum. Samningum við vestur-þjóðverja var þannig mótmælt, áður en efni þeirra var kunngert. Afstaða fiskiþings til þessarar samstarfsnefndar, sem heildsali einn i Reykjavik ásamt nokkrum for- ystumönnum launþegasamtaka og stjórnarand- stöðuflokkanna standa að, er að ýmsu leyti athygl- isverð. Hún sýnir, að þeir sem gerst þekkja til mála eru reiðubúnir til þess að taka málefnalega afstöðu tíl þessa vandasama og viðkvæma máls. Það er sér- stök ástæða til þess að gefa gaum þeim eindregnu viðhorfum, sem fram komu á fiskiþingi. Almenningur i landinu tekur tillit til þeirrar af- stöðu, sem mörkuð er á fiskiþingi. Þar var ekki einvörðungu hafnað aðild að áðurnefndri sam- starfsnefnd, heldur var einnig felld tillaga um að lýsa yfir andstöðu við hugsanlega samninga um veiðiheimildir. Það er öllu meiri ástæða til þess að taka mark á þeirri afstöðu, sem fiskiþing markar, heldur en þeim aðilum, sem hrópuðu hástöfum fyrir tveimur árum: smánarsamningar og úrslitakostir i sama mund og þeir greiddu samningunum atkvæði á Alþingi. Og hver getur ætlast til þess að mark sé tekið á þessum aðilum, þegar þeir enn á ný hefja vigorðasönginn. Sannleikurinn er sá, að sigurinn i landhelgismál- inu vinnst ekki með æsingum, heldur samstöðu. Við verðum einnig að hafa i huga, að með hagkvæmum samningum höfum við virkari stjórn á veiðunum hér við land. Sérfræðingar hafa einmitt lagt á það mikla áherslu, að við hefðum virka stjórn á veiðun- um. Stjórnmálamenn hafa að undanförnu verið gagn- rýndir fyrir að láta stjórnast af kröfugerð hags-. munahópa. Ýmsum hefur fundist sem skort hafi á festu i stjórnarháttum af þessum sökum. Þessari gagnrýni hefur jafnt verið beint gegn stjórnarþing- mönnum sem stjórnarandstöðuþingmönnum. Það er fyrst og fremst Visir, sem staðið hefur að þessari gagnrýni. Eins og sjálfstæðum frjálslyndum blöðum er bæði rétt og skylt að gagnrýna það sem miður fer er hitt ekki siður mikilvægt að benda á jákvæðu hliðarnar. Það er virðingarvert, hversu rikisstjórnin og þeir þingmenn, sem henni fylgja að málum, hafa staðið einarðlega að samningamálunum. Tilraunir til æs- inga hér heima hafa ekki hrætt þessa aðila frá skyn- samlegum samningum við vestur-þjóðverja. Á sama hátt hefur heimskulegum málflutningi breta verið svarað á viðeigandi hátt. Á þessu stigi má helst finna rikisstjórninni það til foráttu að bregðast ekki nógu harkalega við floía- ihlutun breta. Við þurfum að gripa til mun áhrifa- meiri aðgerða en þeirra einföldu mótmæla, sem fram voru borin. t þvi efni verður stjórnin að taka sig á. Umsjón: GP Nú skal sparað til ólympíu- leikanna Úr ólympiuþorpinu Reynt hefur verið eftir ýtrasta megni að skera niður kostnað við olympiuleikana i Mon- treal á næsta ári. En þegar borgar- stjórn Montreal fór þess á leit við Quebec- riki, að það veitti 200 milljónir dollara til viðbótar til olympiu- leikanna, ákvað fylkis- stjórnin að taka i taum- ana og athuga vand- lega kostnað við bygg- ingu mannvirkja við leikana. Að dómi fylkisstjórnarinnar, dreymdi stjórn Montreal of glæsta drauma um leikana. Auk þess hefur vinna við olýmpiuleikvanginn dregist svo, að hugsanlegt er að hann verði ekki fullbúinn, þegar leikarnir hefjast þann 17. júli 1976. Stolt borgarstjóra Montreal, Jean Drapeau, varð til þess, að niðurskurður byggingarkostn- aðar var ekki framkvæmdur, en nú hefur fylkisátjórnin skorist i leikinn. Tregir til að skera niður kostnað Við tekur sex-manna nefnd frá öllu fylkinu og mun hún hafa eftirlit með hinum 70.000 sæta olympiuleikvangi og öðrum byggingum i sambandi við leik- ana. Ráðherra Quebec um málefni Montreal, Victor Goldbloom, verður sá stjórnmálamaður, sem annast mun þetta mál. „Borgin og borgarstjórinn hafa verið tekin úr spilinu,” voru ummæli hans. „Ástæðan er mjög einföld og ég skal með ánægju skýra ykkur frá henni: — Þeir sem báru á- byrgðina virtust ekki reiðubúnir til að lækka kostnað við bygg- ingu hlutaðeigandi mann- virkja.” Ekki vantraust ó Drapeau Mr. Goldbloom kvað ákvörð-- un þessa á engan hátt gefa til kynna vantraust á Drapeau, sem verið hefurborgarstjóri í 20 ár. Hann hugðist mundu draga sig i hlé, eftir að leikunum lyki, en nú gæti það komið til greina áður en þeir hæfust. Kostnaðurinn við uppihald leikanna — sem mundi færa kanadamönnum aukið álit — hefur þegar komist upp i 1.000 milljónir dollara en hallinn mun nema 600 milljónum. Goldbloom sagði, að nauðsyn bæri til, að ný byggingaráætlun yrði gerð, er segði til um, hvað væri nauðsynlegt og hvað ekki. Hann vonar að hægt verði að skera um 75 milljónir af hinum áætluðu 600 milljónum dollara, sem leikvangurinn mun kosta auk sundlaugar. Hœtt við blaðamannaaðstöðu Það fyrsta, sem verður hætt við, er bygging turns, sem stjórna mun hreyfanlegu þaki. Hvorugt er nauðsynlegt fyrir frjálsiþróttirnar sem munu þá fara fram undir berum himni, hvernig sem viðrar. En turninn og þakið verða liklega sett upp siðar, svo hægt verði að nota leikvanginn undir knattspyrnu og baseball allan ársins hring. Einnig verður að skera við nögl aðstöðu handa fréttamönn- um. Verkföllin Forsætisráðherra Quebec, Robert Bourassa, segist einnig munu leysa hitt höfuðvandamál leikanna, verkföll byggingar- verkamanna. „Þetta mun breytast til betri vegar,” segir hann, „þegar við tökum upp aukna samvinnu við verkalýðs- félög.” Fyrsta skrefið verður að sögn forsætisráðherrans, að efna til kosninga innan verkalýðsfélag- anna, svo vald glæpamanna innan þeirra verði haldið i skef j- um. Bourassa hefur orðið fyrir nokkrum ásökunum vegna seinagangs. Michael Fainstat, sem er i borgarstjórnarminnihlutanum, hefur sakað fylkið, borgina, tæknifræðinga og franska verk- fræðinginn, Roger Taillibert, um óheyrilega linkind i þessu efni. Ríkisafskipti „Fylkisstjórnin hefði átt að skerast i leikinn fyrir einu og hálfu ári þegar öll aðvörunar- einkenni voru horfin, þegar við vissum að gerð reiðhjólabraut- arinnar myndi hækka úr þrem- ur milljónum dollara i 54 milljónir, að brú til borgarinnar myndi hækka úr 3 m illjónum í 19 milljónir,” sagði hann. Fainstat sagði, að mál þetta væri algjört hneyksli. Jacques-Yves Morin, leiðtogi franskra aðskilnaðarsinna i Quebec, sagði: „Stjórnin vissi það af reynslu að Drapeau borg- arstjóri hefur fyrst og fremst i huga auglýsingu þá, sem leik- arnir gefa borginni útávið, en gerði sér varla grein fyrir, hvað sýningin myndi kosta. Og það hefur hann komist upp með.” Toronto sýnir skilning En næststærsta borg Kanada, Toronto, hefur sýnt skilning á þessum erfiðleikum Montreal. Borgarstjóri Toronto, David Crombie, sagði að ekki mætti skella skuldinni fyrir hinum mikla kostnaði af olympíuleik- unum, á Montrealborg. „það væri hreinasta fjarstæða,” segir hann. „Byggingarkostnaður aimennt og lántökur hafa verið með al- hæsta móti núna undanfarna mánuði,” sagði Crombie. Og hann mundi ekki leggjast gegn fjárstuðningi frá alríkis- stjórninni til styrktar Montreal. „Olympiuleikarnir verða haldnir hér. Ánnað kemur ekki til greina. En við verðum að styðja við bakið á þeim,” bætti Crombie við. Forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, hefur stöðugt neitað að veita olympiuleikun- um neina beina fjárhagsaðstoð, þar eð þeir eru mál þeirrar borgar, þar sem þeir verða haldnir, en ekki rikisins, sem borgin er i, að áliti Olympiu- nefndar. Alrikisstjórnin hefur látið stöku brauðmola detta af borð- um sinum til leikanna, og þá einkum með olympiuhlutavelt- um eða sölu ólympiufrimerkja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.