Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. —Föstudagur 28. nóvember —1975 — 271. tbl. LIF OG LIST UM HELGINA — sjá bls. 14-15 Sámningarnir við V-þjóðverja samþykktir Samningarnir við Vestur- atkvæðum sinum, þeir Tómas Þjóðverja voru samþykktir á Arnason og Halldór Asgrims- Alþingi i morgun með 42 at- son, cn þeir sögðu báðir já. kvæðum gegn 18. Tveir þing- Samningar við Vestur-Þjóð- menn gerðu sérstaka grein fyrir verja hafa þá tekið gildi. í MORGUN Slökkviliðsmenn hafa rofið þakið á Fálkagötu 27. Eldur var mikill, en fijótiega tókst að slökkva hann. Slökkviliðsmenn og rannsóknarlög- reglumaður standa við dyr hússins. MAÐUR BRANN INNI í NÓTT — Kviknaði í herbergí sem hann svaf í Eldurinn virðist hafa komið upp í svefnher- bergi hans, en náði ekki að breiðast mikið út. Maðurinn bjó einn f húsinu. Það var um klukkan 6.50 sem slökkviliðinu var tilkynnt um eld i húsinu við F^álkagötu 27. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang logaði út um glugga að sunnanverðu og upp um þakið. Eldurinn virðist hafa átt auðvelt með að breiða hratt úr sér i herbergi mannsins, enda margt þar inni sem brann fljótt 'og auðveldlega. Ekki var að sjá að maðurinn hefði gert tilraun til þess að komast út, en hann var látinn, þegar að var komið. Maðurinn var einhleypur og rúmlega fimmtugur að aldri. Húsið við Fálkagötu er frem- ur litið og timburhús. Maðurinn hefur að öllum likindum verið sofandi þegar eldurinn kom upp. Þegar Visir haföi samband við slökkviliðið i morgun var ekki kunnugt um eldsupptök. -EA. Maöur brann inni í húsi við Fálkagötu i morgun. Hér sést inn i herbergið, þar sem maðurinn svaf. Myndir Jim. Ávísanirnar f undust Síðustu fréttir Rétt fyrir hádegið fundust ávisanirnar sem stolið var Ur pósthúsinu á Seltjarnarnesi. Þjófarnir höfðu fleygt þeim niður i kjallara. Hafa þeir lik- lega séð að þeir gætu ekki notað þær. Þeir hafa þvi aðeins tekið með sér á þriðja hundrað þúsund i peningum. -EA. I Skammbyssu stolið fró lögreglunni og milljónum úr póst- húsinu ó Nesinu í nótt Peningaskápurinn er illa útleikinn eftir heimsókn innbrotsþjófanna i nótt. Hurðin er sundurtætt og einangrunin liggur i molum allt i kringum skápinn. Ljósm. Bragi. Stórþjófnaður var framinn I lögreglu- og bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi i nótt. t morgun þegar menn mættu til vinnu var ljótt um að litast. Þegar að var gáð kom i ljós að skammbyssu frá lögreglunnihaföi m.a. verið stolið og peningum úr pósthúsinu sem skipta milljónum. Að sögn bæjarstjórans á Seltjarnarnesi er þó bróðurpartur þessara peninga i ávisunum, og mikið af þeim er stilað á póst- húsið. Þó er eitthvað stilað á handhafa, en ekki var vitað hversu mikið það var nákvæm- lega i morgun. Skápurinn, sem hafði þetta að geyma var brotinn og illa farinn eftir. Brotist var inn i húsið að vestanverðu. Að sög.n lög- reglunnar var brotinn upp lás á hurð sem liggur inn að mið- stöðvarherbergi, þaðan var siðan farið upp i skrifsto.furnar. Leiddu hjá sér peninga lögreglunnar en tóku skammbyssu „Hér hafa stálpaðir unglingar eða fullorðinn maður eða menn verið á ferð”, sagði lögreglan meðal annars. Margir skápar voru brotnir upp, og reynt að komast i flesta á bæjarskrif- stofunum, pósthúsinu, hjá bæjar- fógeta og lögreglu, en ekkert var hreyft hjá verkfræðingi bæjarins. Allar eru þessar skrifstofur i sama húsinu. t skúffu hjá lögreglunni sem opnuð var, lágu 70-80 þúsund krónur f beinhörðum peningum i umsiagi. Umslagið lá reyndar undir stílabók, en þjófurinn eða þjófarnir leiddu þessa peninga hjá sér, hvort sem þeir tóku eftir þeim eða ekki. Vopnasafn lögreglunnar hefur hrifið meira. Ekki er erfitt að komast að þvi, en ein skamm- byssa vartekin. Byssan var ekki hlaðin að sögn lögreglunnar. Tóku svo allt rafmagnið af húsinu. Reynt var að komast i skáp hjá bæjarfógeta og þar sem meðal annars er að finna peninga og veðmálabækur. Oft eru þar miklir ■ peningar, en yfirleitt allt i ávisunum og stilað á bæjar- fógeta. Ekki tókst þó að komast i skápinn, en hann er eldtraustur, en hins vegar ekki þjófheldur. Ekki létu svo þjófarnir eða þjófurinn ser nægja að brjóta helst allt upp, sem hægt var. heldur kórónuðu þeir allt með þvi að taka rafmagnið af húsinu. Fyrst i morgun, þegar komið var að, varð að notast við ljósstýru. -EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.