Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 6
6 Notaðir bílar til sölu Tegund Árgerð Verð iþús AudiCoupe 1974 1.750 Austin MiniGT 1975 730 Citroen GS 1972 650 Dodgé Dart 1970 800 Morris Marina 1800 4d. 1975 870 Peugeot 504 1972 1.080 Range Rover 1972 1.600 Saab 99 1972 1.100 Volvo de lux 1971 900 VW Variant 1967 250 VW 411 L 1970 550 VW sendibifreið 1970 500 VW 1302 1971 375 VW Variant 1971 550 VW 1200 1972 400 VW 1302 1972 450 VW 1200 1973 600 VW 1303 1973 650 . VW Jenns 1974 720 VW Passat LS 4d. 1974 1.150 Land Rover bensln x 1965 250 ” bensin 1966 500 ” dlsel 1967 450 ” dlsel 1968 550 ” bensin 1968 450 ” disel 1970 700 ” disel 1971 800 ” disel 1972 920 ” disel 1973 1.200 ” disel 1974 1.300 ” disel 1975 1550 ® VOLKSWAGEN 0000 Audl HEKLAhf Laugavegi 1 70—172 — Sími 21 240 Sendisveinn óskost hálfan daginn, frá kl. 1 og eftir samkomu- lagi. Þarf ekki að vera alla daga. Hverfisgötu 44 - Sími 86611 ÓSKflST KEYPT | ATVINNfl ÓSKflST | HÚSHÆDI ÓSKAST | ÞJÓNUSTA Móttokn smóauglýsinga í Reykjavík: Hverfisgata 44 og Síðumúla 14 Opið: Kl. 9-6 Laugardaga: Kl. 10-12 HUSNÆDI OSKAST I ÞJONUSTA OKUKENNSLA BARNAGÆZLA Blaðburðar börn óskast FÁLKAGÖTU vism Hverfisgctu 44 Sími 86611 Föstudagur 28. nóvember 1975. visrn ap/UnTtEbR'«gun útlöndí morgun útlönd í morgun FÍAT-kóngurinn skotspónn mann- rœningja ó Ítalíu Það sem ítalska lög- reglan hefur lengi óttast hefur nú skeð. Mann- ræningjar sem vaðið hafa uppi á ítalíu síðustu tvö árin hafa nú náð þeim stóra. Konu úr fjölskyldu Agnelliættarinnar sem talin er auðugasta ætt Italíu hef ur verið rænt. — Höfuð þessarar ættar er Giovanni Agnelli, formaður stjórnar FIAT- verksmiðjanna. Lögreglan hefur þó verið mjög á varðbergi fyrir þvi að ræningjar létu freistast til þess að nema brott einhvern úr þess- ari fjölskyldu. Hefur hún oft- sinnis orðið áskynja um slikt ráðabrugg. En ræningjar festú klærnár i Tengdamóðir sonar hans rœnt á miðvikudagskvöld 53 ára gamalli tengdamóður Margherita Agnelli, dóttur Giovanni. — Carla Ovazza, eins og konan heitir, er ekki efnuð manneskja og framfleytir sér sjálf af launum sem hún hefur af skrifstofustarfi hjá ILO, alþjóðlegu vinnumálastofn- uninni. Fyrri eiginmaður hennar hinsvegar, Jean Paul Elkann, forstjóri Caron-snyrtivörufram- leiðslunnar, og svo auðvitað tengdafólkið, Agnelli, eru nóg- um efnum búin til að geta greitt ræningjunum hátt lausnargjald. — Hvort þau vilja gera það, er svo annað mál, og rifjast þá upp ránið á sonarsyni J. Paul Getty i Róm 1973, en Getty, sem af mörgum hefur verið kallaður auðugasti maður heims, neitaði að greiða lausnargjaldið, og sagði að slikt mundi einungis bjóða heim fleiri slikum ránum á fjölskyldufólki hans. Frú Ovazza hvarf á miðviku- dagskvöld þegar hún hafði ekið heim frá skrifstofunni i Turin. Bifreið hennar fannst mannlaus fyrir utan heimili henn'ár. — Nafnlaus maður hringdi i’Tög- regluna og tilkynnti að hann heföi séð konu vera hnoðað inn i bifreið i sömu götu og siðan hefði bifreiðinni verið ekið burt. Sá bill fannst siðar skammt frá, yfirgefinn. Reyndist hann vera stolinn. Fann lögreglan i bilnum limbönd, bómull og klóroform. Ekki er kunnugt hvort ræningjarnir hafa nokkuð látið frá sér heyra. Sprengju- hótanir setja svip ó kosn- ingarnar Kosningabaráttan á Nýja- Sjálandi er nú komin á lokastig, þvi að þingkosningarnar fara fram á morgun. Hert öryggis- cftirlit hefur sett nokkurn svip á kosningaundirbúninginn eftir sprengjuhótanir sem beint var gegn Wallace Kowling, forsætis- ráðherra. Rowling sagði fréttamanni Reuters i gær að hann væri sann- færður um stórsigur sinn og verkamannaflokksins. — Verka- mannaflokkurinn hefur eins og stendur 23 sæta meirihluta á þingi, þar sem 87 fulltrúar sitja I einni málstofu aðeins. Róbert Muldoon, leiðtogi þjóöa- flokksins, sagði að hann og flokkur hans gengju til þessara kosninga vel undirbúnir. Hann hefur sjálfur verið á stöðugum ferðalögum milli kjördæma og talað á ótal fundum. FRASER VINNUR Á HALCOLM FRAStR i niðurstöðum Gallup - skoðanakönnunar sem birtar eru 15 dögum áður en Ástraliumenn ganga að kjörborðinu, styðja 55% þeirra sem spurðir voru Malcolm Fraser, leiðtoga frjálslyndra. Fraser, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, sem tók viö af Gough Whitlam og Verkamannaflokknum, hóf kosningabaráttu sina i dag, nokkrum dögum eftir að Whitlam og verkamannaflokkurinn byrjuðu kosningafundi sina. bessi skoðanakönnun sem birtist i Sidney-blaðinu „Sun” gefur til kynna að fylgi Frasers hafi aukist um 22% á siöustu tveim vikum. t þessari sömu könnun virðist fylgi Whitlams vera um 42%. Sagði sig úr frönsku aka- demíunni í mótmœlaskyni Franski rithöfundurinn, Pierre Fmmanuel, hefur komið meðlim- um frönsku akademíunnar til að taka andköf með þvi aö segja sig úr henni i mótmælaskyni við að leik r i ta s ká ld iö, Felician Marceau, hefur verið tekið i aka- demiuna. Emmanuel lét það koma skýrt fram aö hann segði sig úr aka- demiunni vegna þess að Marceau hafði verið þulur i belgiska út- varpinu á striðsárunum undir stjórn hernámsliðs Þjóðverja. Marceau sem nú er sextugur að aldri er fæddur i Belgiu og hélt upphaflega Louis Carette. Hann settist að i Paris eftir strið og gerðist franskur rikisborgari. Honum var i gær veitt innganga i frönskuakademiuna, þennan 300 ára gamla vörð um hreinleika franskrar tungu. Tók hann sæti leikritaskáldsins, Marcel Achards sáluga. Marceau fékk 1969 Goncourt- verðlaunin, eftirsóttustu bók- menntaverðlaun Frakka, fyrir bók sina „Creezy”. Emmanuel hefur átt sæti i aka- demiunni i sjö ár. Hann er for- maður franska PEN-klúbbsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.