Vísir - 02.12.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 02.12.1975, Blaðsíða 7
L VISIR Þriöjudagur 2. desember 1975. 7 Í>ND i MORGUN ÚTLÖNDÍIWORGUN ÚTLÖND Í MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Groham Hill í flugslysi Margfaldur heims- Graham Hill, fórst i meistari i kappakstri, flugslysi um helgina þegar Piper Aztec einkaflugvél hans brot- lenti i skógi hjá golf- velli einum fyrir utan London. Hill var að koma með fimm kapp- akstursfélögum sinum frá Marseilles á leið til lendingar á Elstree- flugvelli, en lenti i nið- dimmri þoku. Enginn þeirra komst lifs af. Bretar sitja fastir við sinn keip — á fundi EBE i Róm og taka ekki annað í mál en hafa sérfulltrúa á orkuráðstefnunni Helmut Schmidt kanslari virð- ist eini maðurinn á EBE-fundin- um i Róm sem gerir sér vonir um að unnt verði að miðla máium i ágreiningi breta og hinna , EBE-fulitrúanna um hvort bretar hafi sérfulltrúa á orkumálaráð- stefnunni í Paris. Flestir aðrir telja að bretar verði ekki af þessari kröfu sinni skek'nir , og gæti það leitt til þess að Valery Giscard D’Estaing Frakklandsforseti neyddist til að aflýsa ráðstefnunni sem hefj- ast átti 16. desember. Eins og sagt hefur verið hér áður, telja bretar sig þurfa að hafa sérfulltrúa frekar en vera i sendinefnd EBE-landanna. Þeir eru þegar farnir að lita á sig sjálfa sem meiriháttar oliufram- leiðendur meðan EBE-löndin teljast til oliuneytenda. Félagar breta í EBE kviða þvi að einjngbandalagsinsverði rofin ef bretar skera sig úr hópnum. Eins er óliklegt að aðrar þjóðir uni þvi að hafa ekki sérfulltrúa á ráöstefnunni ef bretar hafa þá að- stöðu. Þá yrði of þröngt skipaður bekkurinn i Paris, óg aflýsa þyrfti ráðstefnunni sem margirhafa þó einmitt bundið miklar vonir við á þessum siöustu og verstu timum orkukreppu og oliustriðs. Mest yrðu þó vonbrigðin meðal aðildarrikja EBE þar sem menn hafa lengi látiö sig dreyma um að EBE gæti komið fram sem póli- tisk eining sem slagað gæti i áhrifum hátt upp i stórveidin. í VERKFALLI TIL AÐ FÁ VERFALLSRÉTTINN Starfsmenn japönsku járnbrautanna hafa nú verið i 7 daga i verk- falli. sem valdið hefur miklu öngþveiti i flutninga- og samgöngukerfi Japáns. — Astæðan er sú að þeir vilja endurheimta sinn verkfallsrétt sem þeir voru sviptir fyrir 27 árum. Horfði á sjón- varpsþátt um lög- regluna, er lög- reglan barði að dyrum hjá honum Sérstök úrvalssveit frönsku lögreglunnarhandtókinótt þann glæpamanninn sem cfstur hefur veriö á „vinsældalista” lögregl- unnar — nefnilega Jean-Charles Willoquet sem slapp fyrir til- stilli konu sinnar úr réttarsal i sumar þegar hann átti að koma fyrir dómarann. Sérdeildin, sem hefur verið á hnotskógi eftir Willoquet siðan i júli, króaði hann af i nótt i ibúö næturklúbbseiganda nokkurs. — Hann sat þar og horföi á sjón- varpsþátt þar sem einmitt var kynnt starfsemi þessarar úr- valssveitar lögreglunnar. ,,Allt i lagi, þá hafið þið náð mér,” sagði Willoquet og hreyfði hvorki hönd né fót til að verjast handtöku. — „Hann reyndi ekki einu sinni aö snerta þessar tvær byssur sem hann hafði hjá sér,” sagði einn lög- reglumaðurinn á eftir, furðu lostinn. 8. júli i sumar slapp Willoquet með ævintýralegum hætti úr réttarsalnum þar sem mál hans átti að koma fyrir. Kona hans hafði sveipað sig lögmanns- skikkju, laumast inn i salinn. gaukað skammbyssu að bónda sinum og haldiö sjálf öðrum i skefjum með handsprengju. A flóttanum særði Willoquet tvo lögreglumenn og tók tvo dóm- ara fyrir gisla sem hann sleppti svo ómeiddum þegar hann var óhultur orðinn. A honum hvfldi ákæra fyrir bilþjófnað,en alvarlegri ákærur biðu þar sem hann var grunaður um vopnað rán og tilraun til morös á lögregluþjóni. —■ Hann haföi verið handtekinn i fyrra eftir harðan skotbardaga við lögregluna þar sem hann var sjálfur særður átta skotum. Lögreglan hefur. veriö nær þvi komin að handtaka Willoquet sem slapp þá naumlega, en varö áður lögregluþjóns bani. Sérdeildin sem sett var á laggirnar eftir morð „Svarta september”-samtakanna á iþróttamönnunum i Munchen sem vöktu óhug um alla álf- una hafði uppi á Willoquet að þessu sinni með þvi aö njósna um afbrotafanga sem fengið hafði bæjarleyfi. Komst hún á snoðir um að fanginn ætlaði að hitta Willoquet og elti hann beint I felustaðinn. Ford forseti rabbar viö Teng Ying-chao, eiginkonu Chou En-lai for- sætisráðherra, skömmu eftir komuna til Peking. Meö þeim á mynd inni er kinverskur túlkur. Hrossið var ber- rassað David Fuller kemur fyrir rétt i Charleston i Suður Karólina i dag til.að svara til saka fyrir að hafa ekki „bleyju” á hestinum sinum. Ný reglugerð krefst þess, að hesteigendur geri ráðstafanir tilþess að fararskjótar þeirra skilji ekki eftir sig taðhrúgur hér og þar á almannafæri. Hún hafði verið i gildi i nokkr- ar klukkustundir þegar Full er, var handtekinn. Hestur hans dró vagn meó ferðamönnum um þessa eina elstu borg Bandarilcjanna, og var hrœsiö berrassað i trássi við reglugerðina. Eigendur hestvagnaleigu borgarinnar segjast munu virða þessa reglugerð að vett- ugi, þvi enginn ferðamaður muni vilja sitja i vagni aftan við heilt hlass af hrossaskit. Borgarbúar segjast sumir fegnir áburðinum, en aðrir segja þetta sóðaskap, og eru uppi flokkadrættir i málinu. Ford í hákarlsuggaglás og vellystingum Ford Bandarikjaforseti og Teng Hsiao-ping, aðstoöarforsæt- isráöherra og Staögengill Chou En-lai, setjast á rökstdla I dag um heimsmálin. En I ræöu sem Teng flutti til heiöurs Ford I kvöldverðarveislu i gær varaði hann Bandaríkjafor- seta viöþvi aö „þlða” Bandarikj- anna og Sovétríkjanna fæli I sér vaxandi hættu á nýrri heims- styrjöld. Teng sagöi þar ennfremur að minna lægi á að bæta sambúð Kina og Bandarikjanna en stööva yfirtroðslur sovétmanna. Um þetta verður þeim vafa- laust skrafdrjúgt á fundinum i dag pegar þeir taka fram Atlas- kortið og gera úttekt á heimsmál- unum land fyrir land, skák fyrir skák. Blaðafulltrúi Fords sagði að forsetinn mundi kveða fast að orði, þegar hann útskýrði fyrir Teng i dag sjónarmiö stjórnar sinnar. Annars þótti fara vel á með þeim Ford og'Teng þegar þeir hittust i fyrsta skipti i gær. Ford kveikti sér i pipu sinni i makindum, en Teng púaði vindl- ing og varð að orði. „Besta fólkið reykir alls ekki. í Peking Þeir næstbestu reykja pipu, en þeir sem reykja vindlinga eru verstir,” og blés frá sér reykjar- stróknum um leið. Erlendu fréttastofurnar sem hafa vakandi auga á heimsókn forsetahjónanna og Susan dóttur þeirra létu ekkert framhjá sér fara við veisluborðin i gær og sendu i nótt nákvæmar lýsingar á veislukostinum. A matseðlinum var silfursveppasúpa og hákarls- uggakássa, kinverskt kál og heslihnetur, rjómadessert og fleira. — Þótt kinverjar séu mikl- ir aðdáendur lifernis spartverja er greinilegt að þeir spara ekki kostinn við gesti sina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.