Vísir - 02.12.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 02.12.1975, Blaðsíða 17
VXSIR Þriðjudagur 2. desember 1975. 17 í DAG | í K VÖLD | ÍDAG | Sjónvorp kl. 20:40: Auglýsingar í útvarpi — Samningar við Þjóðverja — Borgarfjarðarbrúin Heitar umræður urðu utan dagskrár á Alþingi i siðustu viku um auglýsingar útvarpsins i sambandi við frásagnir af boð- un útifundarins á Lækjartorgi. í þjóðarskútunni i kvöld verða sýnd brot úr þessum umræðum — þingmönnum sleppt lausum — ef svo má segja. Einnig verður i þættinum sýndur hluti úr umræðum á þingi um samningsdrögin við v- þjóðverja. Stuttir kaflar úr ræð- um þingmanna verða birtir. Þar á eftir verður sýnd mynd þar sem Bragi Sigurjónsson flytur þingsályktunartillögu, sem varðar eignarrétt rikisins á gögnum og gæðum landsins, og umræðum um hana. Að endingu verður svo rætt við samgönguráðherra, Halldór E. Sigurðsson, um Borgar- fjarðarbrúna. Umsjónarmenn þáttarins eru að venju Björn Þorsteinsson og Björn Teitsson. * — VS Sjónvarp kl. 21:35: ... |>að varþá skírlífisbelti Bandaríska gamanmynda- syrpan S'vona er ástin er fastur liður i sjónvarpsdagskránni á þriðjudagskvöldum. í kvöld eru að venju 3 myffdir i syrpunni. Sú fyrsta heitir: Astin og kon- ur krossfaranna. Hún fjallar um ung nýgift hjón á brúðkaups- daginn. Á meðan þau biða eftir hótelherbergi lita þau inn i forn- gripaverslun. Maðurinn verður þar hugfanginn af fornum riddaravopnum. Sérstaklega vekur áhuga hans gamalt sverð og sveiflar hann þvi fagmann- lega i kringum sig. Gaman væri nú einnig að máta á sig eins og eitt belti, sem þessir kappar notuðu. En þar fór nú illa — beltið reynist vera skirlifisbelti! og nú upphefjast sjálf vandræð- in, hvernig á að ná þvi af sér og brúðkaupsnóttin i vændum! Næsta mynd heitir: Ástin og ævintýrið. Stúlka nokkur fær samstarfsmann sinn af skrif- stofunni til að koma með sér heim, þar sem hún óttast að þjófar séu i ibúðinni hennar. Maðurinn er fús til að fylgja henni heim en ekki lengra, þar sem hann er dyggur sinni eigin- konu. Hún fær hann þó með sér inn til að hjálpa sér við að opna krukku. Ekki tekst þó betur til en svo að innihald krukkunnar hellist niður á fötin hans. Nú eru góð ráð dýr. Konan biður heima með matinn og allar búðir lokaðar. Fötin verður þvi að hreinsa svo hann er drifinn úr þeim og.... Já, það er nú það. Þriðja og siðasta myndin heit- ir: Ástin og veitingahúsið. Hún segir frá skrifstofu- manni, sem bregður sér yfir götuna á veitingahús til að borða. Neðar við götuna starfar veitingahús, sem hefur fá- klæddar konur til að þjóna gest um við borðs. Fyrrnefnda veit- ingahúsið vill ekki vera eftir- bátur i þjónustu, og héfur ráðið til sin slikar gengilbeinur. Maðurinn er þó ekki fyrr genginn út en eiginkonan kemur á skrifstofuna með vinkonu sinni til að færa honum þau gleðitiðindi að-hún hafi verið kosin i nefnd kvenna sem berj- ast á gegn ósómanum i þjóð- félaginu. Hún fær að vita hvar eiginmanninn er að finna og skálmar yfir á veitingahúsið án þess að simastúlkan fái vörnum við komið. Áhorfendur geta byrjað að gera sér i hugarlund, hvernig ástandið verður — en biða með að sjá þar til i kvöld. -VS Sjónvarp kl. 22:25: Varnarkerið á NA-Atlandshafi UTAN ÚR HEIMI nefnist mánaðarlegur þáttur i sjón- varpinu undir stjórn Pr. Gunn- ars G. Schram, prófessors. Að þessu sinni tekur hann fyrir að ræða um varnarkerfið á NA-At- lantshafi. Viðinælendur Pr. Gunnars verða þeir Björn Bjarnason, skrifstofustjóri, og Ólafur Ragnar Grimsson, prófessor. Flotastyrkur herja NATO og Sovétrikjanna, staða og breytingar á stöðu þeirra, verða grundvöllur umræðnanna i kvöld. Inn i þá mynd koma og auðlindasjónarmið vegna oliu- borana á Barentshafi. Hvernig umræður annars þró- ast, fáum við að sjá og heyra i kvöld. -VS ;tta kailist ekki högg i holu, minn! 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um atvinnumái fatlaðra Fyrri þáttur: Vinnumiðlun. I þættinum er m.a. rætt við forráðamenn Endur- hæfingarráðs ríkisins. Um- sjónarmenn: Gisli Helgason og Andrea Þórðardóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlista. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatim inn Sigrún Björnsdóttir sérum timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf . ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.35 Svona er ástin. Bandarisk gamanmynda- syrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Utan úr heimi. Umræðu- þáttur um erlend málefni. Stjórnandi Gunnar G. Schram. 22.55 Pagskrárlok. SJÓNVARP • Þriöjudagur 2. desember 1975. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan.Þáttur um störf alþingis. Umsjónar- 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Eftirmæli eftirstriðsár- anna Björn Stefánsson búnaðarhágfræðingur flytur erindi um efnahagsmál stjórnmálog félagsmál á ís- landi eftir strið. 22.00 Lögunga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 20.45 Að skoða og skilgreina Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.15 Fyrri landsleikur ís- iendinga og Norðmanna i handknattleik Jón Ásgeirs- son lýsir úr Laugardalshöll. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jóns- son flytur þriðja þátt sinn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Viihjálmsson 22.40 Harmonikulög Jularbo-kvartettinn leikur. 23.00 A hljóðbergi „The Play- boy of the Western World”. Gamanleikur i þremur þátt- um eftir John Millington Synge. Með aðalhlutverkin fara: Cyril Cusack og Siob- han McKenna. Siðari hluti. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. \mm j ÚTVARP # Þriðjudagur 2. desember Eiginlega er mér sama um allar gæsir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.