Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 11
VISIR Fimmtudagur 4. dcsember 1975. n írskar ullarpeysur úr íslenskri ull, prjónaðar ó Möltu, seldar í Danmörku Þráinn og Thomas virða fyrir sér sýnishorn af „76 módelinu” af ullarfatnaðinum. — Ljósm: Bragi. Nýlega kom út á vegum Iðnþróunarnef ndar, út- f lutningsmiðstöðvar iðnaðarins og Félags ís- lenskra iðnrekenda/ skýrsla um ullariðnaðinn. Skýrsla þessi er liður í könnun á þróunarmögu- leikum iðngreinar með sérstakri áherslu á eflingu útf lutningsframleiðslu. Útflutningur á ullarvörum og lopa fer vaxandi og var að verðmæti síðasta ár um 769 milljónir króna. Til þess að kynnast betur þeim viðfangsefnum og vandamálum sem útflytjendur á prjónavörum eiga við að striða hafði Visir tal af þeim Thomasi Holton og Þráni Þorvaldssyni hjá heildversl. Hildah.f. Hilda h.f. hefur starfað við útflutning á ullarvörum allt frá árinu 1962. Kynningarherferð að bera árangur Þeir félagar töldu að hægt væri að rekja núverandi vinsældir is- lenskra ullvara til aukinnar eftir- spurnar eftir vörum, sem unnar væru úr náttúrlegum efnum. Samhliða þessum áhuga, hefði verð á gerviefnum stöðugt farið hækkandi og um leið styrkt sam- keppnishæfni ullarinnar. Sömuleiðis væri kynningarher- ferð, sem staðið hefði i langan tima að bera árangur. Gæði is- lensku framleiðslunnar hefðu stórbatnað og hefði það að sjálf- sögðu mikla þýðingu. Fyrst og fremst er það þó sérkenni is- lensku ullarinnar sem hefur gert hana þekkta og sömuleiðis sú staðreynd að hún hefur mikið verið notuð i sinum upprunalegu litum, sem gerir hana mjög sér- staka. „Það er oft erfitt að ákveða hvernig framleiðslan á að vera á hverjum tima,” segir Thomas, „það er of áhættusamt að vera með hreinan tiskufatnað. Þá verður maður að geta framleitt mikið á stuttum tima og vera reiðubúinn að geta setið eftir með miklar óseljanlegar birgðir. Við höfum reynt að hafa islensku framleiðsluna hefðbundna og náð þannig stöðugri sölu og stöðugra verði. Verðið skiptir að sjálfsögðu miklu máli á hverjum tima. Við höfum t.d. reynt að selja smásöl- una beint án milliliða i Bandarikjunum. Þetta skiptir miklu máli þvi milliliðirnir leggja oft mjög mikið á vöruna. Oft svo mikið, að hún verður illseljanleg. Sem dæmi má nefna að vara sem seld er á 1000 kr. fob. Reykjavik, hún er seld út úr búð i Bandarikj- unum á 3560 krónur, ef selt er i gegnum millilið, en 3000 krónur ef hún er seld beint til smásala. Sælgætisfyrirtæki stórkaupandi Það skiptir oft miklu máli að menn séu fljótir að gripa tæki- færi, sem gefast i útflutningi. Ný- lega barst bréf til Hilda h.f. frá sænsku fyrirtæki með fyrirspurn um ullarpeysur. Thomas hringdi samdægurs til forstjóra fyrirtæk- isins til að kanna betur áhuga þeirra. Það kom þá i ljós að fyrir- tæki þetta seldi ekki ullarvörur heldur sælgæti. Hafði forstjórinn fengið þá hugmynd að gefa viðskiptavinum sinum, sem keyptu yfir ákveðið magn, is- lenska lopapeysu. Thomas fór til Stokkhólms og samdi um sölu á peysum og lét þess getið um leið að sá sölumaður fyrirtækisins, sem seldi mest á þessu ári fengi ókeypis ferð til Islands. Viðbrögð- in urðu slik að siðan i júli hefur Hilda h.f. selt peysur til fyrirtæk- isins fyrir um 11,5 milljónir króna. Eftirspurnin hefur orðið svo langt umfram það sem áætlað var að Hilda h.f. hefur sett upp framleiðsluhvatakerfi fyrir prjónakonur sinar. Ef þær skila ákveðnu magni af unnum prjóna- vörum til fyrirtækisins fyrir tilskilinn tima, fá þær ákveðna uppbót. Það er rétt að geta þess hér, að rúmlega 250 aðilar um land allt prjóna fyrir Hilda h.f. Ullarpeysur til Nígeriu? Fyrirspurnir um ullarvörur berast daglega. M.a. eru þeir félagar nýlega byrjaðir að selja ullarvörur til Ástraliu. Þetta viðskiptasamband komst á i gegnum Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og er nýlega búið að senda pöntun að verðmæti rúmlega 600 þúsund króna til Ástraliu. Fyrirspurnirnar berast alls staðar að m.a. kemur fjöldi bréfa frá Nigeriu með fyrirspurn um ullarpeysur. Hörð samkeppni Þráinn sagði m.a. að sam- keppni væri hörð á flestum mörk- uðum. Hörðust væri þó sam- keppnin við þær prjónavörur, sem prjónaðar væru úr útfluttum islenskum lopa. Mikið af lopanum er fluttur út til Danmerkur og þar er töluvert handprjónað og sett á markaðinn, sem fullunnin vara, töluvert ódýrara, en isienskar prjónavörur. Slik samkeppni kemur ef til vill ekki á óvart, en þegar settar eru á markaðinn irskar peysur, prjónaðar á Möltu, seldar i Danmörku, en úr islensk- um lopa þá fer heldur að kárna gamanið. Sama gildir um fær- eyskar peysur, framleiddar i Danmörku, seldar iÞýskalandi en úr islenskri ull. Alls staðar er þessgetiðef varan er.unnin úr is- lenskri ull, þvi slikt þykir merki um mikil gæði. Aðspurðir sögðu þeir félagar að þeir teldu litið unnið með þvi að banna útflutning á lopa. Fyrst og fremst yrði að skapa markað fyrir islenska framleiðslu og stefna að þvi að gera uliafram- leiðsluna arðbærari fyrir bændur, en hún er i dag. Fyrst og fremst verðum við að nota þá eftirspurn sem er eftir is- lenskri ull, um þessar mundir til þess að tryggja islenskri fram- leiðslu örugga stöðu á markaðn- um i framtiðinni sögðu þeir félagar að lokum. MaG. Afgreiðslumaður Viljum ráða afgreiðslumann til starfa í vöruafgreiðslu okkar við Sundahöfn. Uppl. hjá verkstjóra i sima 82225. Mjólkurfélag Reykjavikur. SKÍÐAFATNAÐUR Finnski skíðafatnað urinn er kominn nú sem fyrr er hann á mjög góðu verði, lita- úrvalið er mikið og fallegt, og allar stærðir eru til. Einnig mikið úrval af: skíðum, skíðahönskum, skíðahjálmum, skíðagleraugum, skíðahúfum og CABER skíðaskóm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.