Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 20
-*>-r P> >in—r -□□mmi -do§ dzq: (nmaiaz> gcrroiii -<0111-^ 'Ð-ii z>nj>h 20 Finnntudagur 4. desember 1975. VTSXR Storknum hlýtur að hafa verið sagt upp vinnunni! q-p UDU * * * spa Spáin gildir fyrir föstudaginn 5. desember: Hrúturinn 21. mars—20. apríl: Þú hefur tilhneigingu til að treysta um of á aðra eða verjast að tak á þig ábýrgð. Mundu að þú verður að vinna vel. Skemmtu þér vel i kvöld. Nautift 21. aprll—21. mai: Atburðirnir munu taka aðra stefnu en þú vonaðir, nema þú grípir inn i og notir þina góðu dómgreind og þiggir holl ráð, til að snúa málunum þér i hag aftur. Tviburarnir 22. mai—21. júni: Forðastu að vera eyðslusamur og kærulaus. Traust þitt á einhverj- um getur verið notað gegn þér á óheppilegan hátt Gakktu úr skugga um, hvort vinátta er byggð á traustum grunni. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Skrifaðu ekki undir neitt i dag, gerðu enga samninga eða loforð i fljótfærni/ leitaðu eftir skoðunum annarra áður en þú tekur ákvörðun. Þú átt erfitt með að sjá hlutina i .réttu ljósi þessa dagana. Ljónib _________ 24. júlí—23. ágúst: Dómgreindin gæti brugðist þér sérstaklega ef þú ert of öruggur með þig eða sjálf- birgingslegur. Þú gætir stofnað heilsu þinni i hættu með of miklu striti. Meyjiín 24. ágúst—23. sept.: Gefðu þér góðan tima til að vega og meta staðreyndirnar, þar sem dómgreind þinni er áfátt þessa dagana. Storkaðu ekki öðrum aö óþörfu. Finndu leið til að njóta lifsins betur. Vogin 24. sept.—23. okt.: Eyddu ekki tima og kröftum að óþörfu i dag. Þú hefur tilhneigingu til að hangsa yfir hlutunum, sérstakega við vana- bundin störf. Hafðu hægt um þig. Drekinn _____24. okt.— 22. nóv.: Þú ert hálf stefnulaus i dag, haltu ekki áfram i blindni i von um að allt fari vel. Vertu ekki of málglaður, þú gætir talað af þér. Bogmaburinn 23. nóv.—21. des.: Þetta er góður dagur, en þú ert i skapi til að vera eyðslusamur eða misstiga þig. Reyndu að fela stærilæti þitt og koma skoðunum þinum á framfæri. & Steingeitin 22. des.—20. jan.: Það er ómögulegt að gera út um málin án þess að særa einhvern. Þú býður hættunni og vanda- málunum birginn. Meðaumkvun er þér litt að skapi. Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: Eyddu ekki dýrmætum tima i óþarfa. Þér hættir til að eyða of mikilli orku i vinnu þina. Vinur þinn þarfnast meiri athygli en venjulega. ♦Mskarnir 20. febr.—20. mars: Nú er rétti timinn til aö koma á- kvörðunum i framkvæmd. Ef þú heldur rétt á málunum verður enginn endir á hve vel þér geng- ur. Hittu vin þinn I kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.