Vísir - 05.12.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 05.12.1975, Blaðsíða 1
\ Hvað er hœgt að gera af sér um helgina? — sjá „Líf og list um helgina" bls. 14-15 - • FYRSTA LOFTVOGIN KOSTAÐI FIMMTÁN KRÓNUR Karl Norðdahl byrjaði árið 1912aðskrifa veðurfarslýsingar og hann gerir það enn þann dag I dag. En það var ekki fyrr en átta árum seinna, að hann eignaðist sina fyrstu loftvog, og þá kostaði hún 15 krónur. — sjá bls. 4. Samningar takast um hœkkað rafmagnsverð til Álfélagsins: MINNI RAFMAGNS HÆKKUN TIL AL- MENNINGS FYRIR 1% 1% Mk 0^ JP% | — verðið til Álversins fylgir g heimsmarkaðsverði á Djasstónlist er merki um lágþróað tilfinningalíf" hvítir menn — eru ekki jafn greindir og NÚ-síða bls. 11 JÓLAGETRAUN HEFST í DAG Jólagetraun Visis hefst i blaðinu I dag. Þá leggja hjónin Steini og Gunna uþp i mikia heimsreisu. Þau ætla að smakka á vinsælum réttum i tiu löndum, og láta lesendur VIsis geta upp á þvi I hvaða landi þau séu stödd. Ennfremur fylgir með uppskrift af réttinum sem þau gæöa sér á. Verðlaun í jólagetrauninni er glæsilegt Nordmende hljómtæki frá Radió-búðinni. Verðmæti tækisins er 133 þúsund krónur. Það er sambyggt segulband, plötuspilari, magnari og útvarp. Einnig fylgja með tveir hátalarar og tveir hijóðnemar. —sjá bls. 2 Samningar um hækk- að raforkuverð til ís- lenska Álfélagsins eru langt komnir. Sam- komulag mun hafa tek- ist um að raforkuverðið fylgi á hverjum tima heimsmarkaðsverði á áli. ,,Það er óhætt að segja að samningarnir séu vel á veg komnir”, sagði Ragnar Halldórs- son, forstjóri Islenska Álfélagsins i morgun. Meira sagðist hann ekki geta tjáð sig um málið. Þessar samningaviðræður hafa staðið i langan tima. Inn I þær hafa blandast deilur um hvort Islenska Álfélagið ætti inni nokkur hundruð milljónir hjá rikinu vegna ofreiknaðra skatta. Búast má við þvi að raforku- verð til Alfélagsins hækki það mikið, að raforkuverð til almennra notenda þurfi ekki að hækka jafn mikið á næstunni og útlit var fyrir. Ekki hefur verið gefin út form- leg tilkynning um raforkuverðs- samninginn. —ÓH Þýski togarinn Arcturus liggur nú við Ægisgarð. Togarinn kom til hafnar kl. 3.30 i nótt vegna bilunar I spili. Aðeins einu sinni áður hefur þýskur togari komið tiHslenskrar hafnar eftir að landhelgin var færð út i fimmtiu mílur. Það var þessi sami Arcturus sem færður var til hafnar I Vestmannaeyjum, eftir að hafa verið tekinn i landhelgi i fyrra. —EKG RÁÐ SEÐLABANKASTJÓRA TIL LÍFEYRISSJÓÐA: KAUPIÐ MEIRA AF VERÐTRYGGÐUM RÍKISSKULDABRÉFUM — það er fyrsta skrefið til verðtryggingar Eífeyrissjóða — bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.